Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 50

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 50
sókn virðast sannreyna verulega yfirburði hjá Melafénu með tilliti til kjötgæða umfram flest fé á þessu svæði. I Hafnardal voru vetur- gömlu hrútarnir í saman- burði og komu fram miklir yfirburðir hjá Bangsa 99-503 með 134 í heildareinkunn, jafn á báðum þáttum rannsókn- arinnar. Hrútur þessi er frá Bassastöðum undan Nett 98-311. ÍLitlu-Ávík hafði Stúfur 97-308 verið það rnikið notaður að hann átti nægjanlega stór- an hóp í afkvæmasaman- burð og skipaði þar lang- efsta sætið með 135 í heildareinkunn. Feðgam- ir Magni 97-052 og Kjarni 98-084 voru einn- ig eins og á síðasta ári með ágætan dóm, nú með 124 og 118 í heildareink- unn. I Bæ var Patti 97- 049 í efsta sæti með enn betri dóm en árið áður og fékk 122 í heildareinkunn en hann er sonur Bassa 95-821. Hlunkur 95-785 var með 120 í heildar- einkunn, en hann var einnig í samanburðar- rannsókninni á Melabæj- unum og þar náði hann ekki að sýna þá yfirburði sem hann hefur nú tvö ár í röð sýnt á heimabúi, en á það má benda að væn- leiki lamba undan honum er talsvert undir búsmeð- altali og einkunn því að einhverjum hluta reikn- aðir yfirburðir vegna leiðréttingar fyrir fall- þunga. Þessi niðurstaða leiðir einnig hugann að því hvort munur á milli fjárstofna á einstökum búum í þeim eiginleikum, sem verið er að meta í af- kvæmarannsóknunum, 50 - f R€VR 6-7/2001 geti ef til vill verið meiri en við gerum oft ráð fyrir. í Krossnesi fékk Basti 97-037 langbestan dóm með 132 í heildareinkunn og staðfesti enn frekar góðan dóm frá fyrra ári. Þessi hrútur er frá Bassa- stöðum einn ótalmargra sona Prúðs 92-278. Á Geirmundarstöðum var efstur Snær 98-397 frá Hafnardal, undan Riddara 95-530, með 137 í heildareinkunn og Bati 99-418 var með 133 í heildareinkunn, mjög gott kjötmat, en hann er frá Bassastöðum undan Prúð 92-278. Á Stað í Staðardai skipaði Funi 99-411 efsta sætið með 122 í heildareinkunn en hann er undan Snúð 98- 391 þar heima. I Þorpum stóð Kopar 97-506 efstur eins og árið áður nú með 122 í heildareinkunn, en eins og einhverjir þekkja er hrútur þessi frá Smá- hömrum sonur Eirs 96- 840. Athygli beinist ætíð að niðurstöðum afkvæma- rannsóknar á Smáhömr- um en þar voru nú 11 hópar í samanburði. Stampur 99-596 sýndi ótrúlega yfirburði með 141 í heildareinkunn og fast að 11 í meðaltali úr kjötmatshluta fyrir gerð. Hrútur þessi er frá Bassa- stöðum undan Stúfi 97- 308. Um þennan hrút er nánar fjallað í grein um hrútasýningar. Kostur 98- 558 sannreyndi kosti sína frá árinu áður með 135 í kjötmatshluta að þessu sinni en hrúturinn er frá Heydalsá, sonur Þyrils 94-399. Hjá Halldóru á Heydalsá fékk Gullmoli 99-591 feikilega góða niðurstöðu í samanburði fjögurra hrúta, með 120 í heildareinkunn, kjötmat lamba frábært. Þessi hrút- ur er sonur Klængs 97- 839 en móðurfaðir Sveppur 94-400, þekktur kynbótahrútur á Hey- dalsá. í Miðdalsgröf stóð efstur Styggur 99-583 með mjög góðan lamba- hóp og 125 í heildareink- unn en hann er undan Stygg 97-508. Baddi 99- 582 var með 122 í heild- areinkunn, en hann er frá Bassastöðum einn fjöl- margra sona Prúðs 92- 278. í Húsavík stóð efstur hrútanna Kóngur 99-589 með 123 í heildareink- unn, en hann er sonur Roða 97-495. í Stóra- Fjarðarhorni báru af tveir afkvæmahópar undan Dropa 99-169 með 137 og Snodda 99-168 með 130 í heildareinkunn. Báðir eru þessir hrútar fæddir hjá Halldóru á Heydalsá, Dropi undan Byl 98-562, en Snoddi undan Svepp 94-400. í Felli voru yfirburðir hjá Bangsa 99-234 ótvíræðir en hann fékk 132 í heild- areinkunn, jafnt fyrir báða þætti, en hann er frá Broddanesi undan Heið- ari 97-202 og því sonar- sonur Þyrils 94-399 á Heydalsá en móðurfaðir er Atrix 94-824. Hjá Jóni í Broddanesi voru yfirburðir Glæsis 98-205 feikilega miklir í hópi skyldra hrúta með 128 í heildareinkunn fyrir frábæran lambahóp. Fróðlegt verður að fylgj- ast með honum í saman- burði topphrúta í þessurn sveitum á komandi hausti. Á Valdasteins- stöðum voru tveir hópar með mikla yfirburði. Bjartur 97-599 með 147 í heildareinkunn og Broddi 97- 598 með 125 í heild- areinkunn. Hjá Þórarni í Bæ stóð langefstur Fálki 98- 527 með 126 í heild- areinkunn, en hann er sonur Hnoðra 95-801. Hjá Gunnari og Þorgerði í Bæ trónaði efstur Skarp- ur 98-552 með 134 í heildareinkunn og allt annan dóm en á síðasta ári, en þessi hrútur er undan Bjarti 93-800. Hnykkssonurinn Spaði 96-426 var eins og árið áður með ágætan dóm. í Laxárdal var Busi 98-514 með 121 í heildareinkunn og Bassi 97-462 með 120. Báðir eru þeir norðanhrútar Busi frá Melum undan Bassa 95- 821 en Bassi frá Bassa- stöðum, en hann hefur einnig fengið mjög góðan dóm undangengin tvö haust. Eins og áður var umfangsmikil rannsókn á Kolbeinsá þar sem efstur stóð Jósteinn 98-549 með 131 í heildareinkunn, en hann er frá Steinadal, en Askur 98-546 var einnig með ágætan dóm eða 120 í heildareinkunn en hann er sonur Spóns 94-993. Vestur- Húnavatnssýsla Umfang starfsins var mikið og mjög áþekkt og árið áður á einu færra búi en þá en hins vegar í heildina dæmdir nokkru fleiri hrútar. Á Reykjum hjá Þor- steini stóð efstur Kuggur 96-029 með 120 í heildar- einkunn en hann er sonur Depils 93-037. Á Bjargs- hóli stóðu tveir gamlir höfðingjar á toppnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.