Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2001, Side 50

Freyr - 01.05.2001, Side 50
sókn virðast sannreyna verulega yfirburði hjá Melafénu með tilliti til kjötgæða umfram flest fé á þessu svæði. I Hafnardal voru vetur- gömlu hrútarnir í saman- burði og komu fram miklir yfirburðir hjá Bangsa 99-503 með 134 í heildareinkunn, jafn á báðum þáttum rannsókn- arinnar. Hrútur þessi er frá Bassastöðum undan Nett 98-311. ÍLitlu-Ávík hafði Stúfur 97-308 verið það rnikið notaður að hann átti nægjanlega stór- an hóp í afkvæmasaman- burð og skipaði þar lang- efsta sætið með 135 í heildareinkunn. Feðgam- ir Magni 97-052 og Kjarni 98-084 voru einn- ig eins og á síðasta ári með ágætan dóm, nú með 124 og 118 í heildareink- unn. I Bæ var Patti 97- 049 í efsta sæti með enn betri dóm en árið áður og fékk 122 í heildareinkunn en hann er sonur Bassa 95-821. Hlunkur 95-785 var með 120 í heildar- einkunn, en hann var einnig í samanburðar- rannsókninni á Melabæj- unum og þar náði hann ekki að sýna þá yfirburði sem hann hefur nú tvö ár í röð sýnt á heimabúi, en á það má benda að væn- leiki lamba undan honum er talsvert undir búsmeð- altali og einkunn því að einhverjum hluta reikn- aðir yfirburðir vegna leiðréttingar fyrir fall- þunga. Þessi niðurstaða leiðir einnig hugann að því hvort munur á milli fjárstofna á einstökum búum í þeim eiginleikum, sem verið er að meta í af- kvæmarannsóknunum, 50 - f R€VR 6-7/2001 geti ef til vill verið meiri en við gerum oft ráð fyrir. í Krossnesi fékk Basti 97-037 langbestan dóm með 132 í heildareinkunn og staðfesti enn frekar góðan dóm frá fyrra ári. Þessi hrútur er frá Bassa- stöðum einn ótalmargra sona Prúðs 92-278. Á Geirmundarstöðum var efstur Snær 98-397 frá Hafnardal, undan Riddara 95-530, með 137 í heildareinkunn og Bati 99-418 var með 133 í heildareinkunn, mjög gott kjötmat, en hann er frá Bassastöðum undan Prúð 92-278. Á Stað í Staðardai skipaði Funi 99-411 efsta sætið með 122 í heildareinkunn en hann er undan Snúð 98- 391 þar heima. I Þorpum stóð Kopar 97-506 efstur eins og árið áður nú með 122 í heildareinkunn, en eins og einhverjir þekkja er hrútur þessi frá Smá- hömrum sonur Eirs 96- 840. Athygli beinist ætíð að niðurstöðum afkvæma- rannsóknar á Smáhömr- um en þar voru nú 11 hópar í samanburði. Stampur 99-596 sýndi ótrúlega yfirburði með 141 í heildareinkunn og fast að 11 í meðaltali úr kjötmatshluta fyrir gerð. Hrútur þessi er frá Bassa- stöðum undan Stúfi 97- 308. Um þennan hrút er nánar fjallað í grein um hrútasýningar. Kostur 98- 558 sannreyndi kosti sína frá árinu áður með 135 í kjötmatshluta að þessu sinni en hrúturinn er frá Heydalsá, sonur Þyrils 94-399. Hjá Halldóru á Heydalsá fékk Gullmoli 99-591 feikilega góða niðurstöðu í samanburði fjögurra hrúta, með 120 í heildareinkunn, kjötmat lamba frábært. Þessi hrút- ur er sonur Klængs 97- 839 en móðurfaðir Sveppur 94-400, þekktur kynbótahrútur á Hey- dalsá. í Miðdalsgröf stóð efstur Styggur 99-583 með mjög góðan lamba- hóp og 125 í heildareink- unn en hann er undan Stygg 97-508. Baddi 99- 582 var með 122 í heild- areinkunn, en hann er frá Bassastöðum einn fjöl- margra sona Prúðs 92- 278. í Húsavík stóð efstur hrútanna Kóngur 99-589 með 123 í heildareink- unn, en hann er sonur Roða 97-495. í Stóra- Fjarðarhorni báru af tveir afkvæmahópar undan Dropa 99-169 með 137 og Snodda 99-168 með 130 í heildareinkunn. Báðir eru þessir hrútar fæddir hjá Halldóru á Heydalsá, Dropi undan Byl 98-562, en Snoddi undan Svepp 94-400. í Felli voru yfirburðir hjá Bangsa 99-234 ótvíræðir en hann fékk 132 í heild- areinkunn, jafnt fyrir báða þætti, en hann er frá Broddanesi undan Heið- ari 97-202 og því sonar- sonur Þyrils 94-399 á Heydalsá en móðurfaðir er Atrix 94-824. Hjá Jóni í Broddanesi voru yfirburðir Glæsis 98-205 feikilega miklir í hópi skyldra hrúta með 128 í heildareinkunn fyrir frábæran lambahóp. Fróðlegt verður að fylgj- ast með honum í saman- burði topphrúta í þessurn sveitum á komandi hausti. Á Valdasteins- stöðum voru tveir hópar með mikla yfirburði. Bjartur 97-599 með 147 í heildareinkunn og Broddi 97- 598 með 125 í heild- areinkunn. Hjá Þórarni í Bæ stóð langefstur Fálki 98- 527 með 126 í heild- areinkunn, en hann er sonur Hnoðra 95-801. Hjá Gunnari og Þorgerði í Bæ trónaði efstur Skarp- ur 98-552 með 134 í heildareinkunn og allt annan dóm en á síðasta ári, en þessi hrútur er undan Bjarti 93-800. Hnykkssonurinn Spaði 96-426 var eins og árið áður með ágætan dóm. í Laxárdal var Busi 98-514 með 121 í heildareinkunn og Bassi 97-462 með 120. Báðir eru þeir norðanhrútar Busi frá Melum undan Bassa 95- 821 en Bassi frá Bassa- stöðum, en hann hefur einnig fengið mjög góðan dóm undangengin tvö haust. Eins og áður var umfangsmikil rannsókn á Kolbeinsá þar sem efstur stóð Jósteinn 98-549 með 131 í heildareinkunn, en hann er frá Steinadal, en Askur 98-546 var einnig með ágætan dóm eða 120 í heildareinkunn en hann er sonur Spóns 94-993. Vestur- Húnavatnssýsla Umfang starfsins var mikið og mjög áþekkt og árið áður á einu færra búi en þá en hins vegar í heildina dæmdir nokkru fleiri hrútar. Á Reykjum hjá Þor- steini stóð efstur Kuggur 96-029 með 120 í heildar- einkunn en hann er sonur Depils 93-037. Á Bjargs- hóli stóðu tveir gamlir höfðingjar á toppnum.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.