Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 55
Gimli, Ósabakka, Skeiðum.
hrútur í sýslunni haustið
2000. í Úthlíð var feiki-
lega öflugur hópur í rann-
sókn undan Dal 99-585
sem hann fékk 127 í
heildareinkunn fyrir en
Dalur er sonarsonur
Garps 92-808. Á Snæbýli
I stóð langefstur Máni
99-572 með 126 í heild-
areinkunn en þessi hrútur
er sonur Garps 92-808. Á
Þykkvabæjarklaustri stóð
efstur Gráni 99-716 með
120 í heildareinkunn, en
hann er sonur Gosa 98-
672 og því sonarsonur
Garps 92-808. í Efri -Ey
II bar af hópur undan
Dropa 99-237 sem fékk
127 í heildareinkunn en
þessi ágætiskind er sonur
Stubbs 95-815, en aðeins
skorti á vænleika í sam-
anburði við hina hrútana
líkt og með allmarga
Stubbssyni.
Á Teigi I í Fljótshlíð var
gerð ein af þeim afkvæma-
rannsóknum sem unnar
voru vegna sæðingar-
stöðvanna. Hún var
frábrugðin hinum að því
leyti að enginn aðkomu-
hrútur var þar, heldur
fimm heimahrútar. Þetta
var frábær hrútakostur.
Þama var ívið minni mun-
ur á milli hópa en á hinum
stöðunum. Efstur stóð Búri
96-156 með 114 í heildar-
einkunn. Búri er sonur
Glampa 93-984 og vafa-
lítið öflugastur sona hans
sem fram hafa komið. Búri
mun vafalítið koma til
skoðunar sem stöðvarhrút-
ur en glæsileiki afkvæma
hans er mikill.
í Ytri-Skógum er ára-
tuga hefð fyrir skipulegum
afkvæmarannsóknum á
veturgömlu hrútunum.
Skarfur 99-148 sýndi þar
ótrúlega mikla yfirburði og
fékk 143 í heildareinkunn
og hvorki meira né minna
en 157 í kjötmatshluta sem
er ótrúlegt í hópi jafn
öflugra hrúta og þar um
ræðir. Þessi athyglisverði
hrútur er sonur Vigga 98-
125 en móðurfaðir er Moli
93-986.
í Háholti var ein af-
kvæmarannsóknanna
vegna sæðingarstöðvanna.
Þar vonj í prófun fjórir
heimahrútar ásamt þrem
topphrútum úr héraði.
Lambahópurinn þama var
ákaflega glæsilegur að
gerð þannig að ekki fór á
milli mála að þama vom
öflugar kynbótakindur á
ferðinni. Þegar niðurstöð-
ur lágu fyrir reyndist ótví-
ræður sigurvegari Bessi
99-644 með 123 í heildar-
einkunn, með feikilega
glæsilegan lambahóp að
allri gerð. Haustið 1999
var Bessi tvímælalaust
eitthvert allra glæsilegasta
hrútlamb sem fyrir augu
bar á Suðurlandi og þessir
yfirburðir, sem hann sýndi
þá, sáust vel hjá afkvæm-
um hans ári síðar. Bessi er
undan Mola 93-986. Hann
er nú kominn á stöð með
númer 99-851. í öðm sæti
var Sjóður 97-654 í Efri-
Gegnishólum. Yfirburðir
hans í fituleysi afkvæma
voru með ólíkindum
miklir. Sjóður er undan
Hörva 92-972 og hefur
erft með ágætum þetta
aðal aðalsmerki hans, fitu-
leysið. Vegna þessa verð-
mæta eiginleika þá var
ákveðið að taka hann til
notkunar á stöð þar sem
hann er nú undir númerinu
97- 846. Stapi 98-628 fékk
hæsta einkunn í kjötmats-
hluta, skilaði feikilega
góðu kjötmati, en vænleiki
lamba undan honum var
talsvert undir meðallagi
þannig að hann fær tals-
vert mikla leiðréttingu
vegna þess í einkunnaút-
reikningi, niðurstöður sem
ég hef beðið menn að taka
með vissum fyrirvara.
Engu að síður er þama
mikil kostakind með tilliti
til kjötgæða en Stapi er
sonur Stubbs 95-815.
I Egilsstaðakoti stóð
Þróttur 99-070 efstur með
124 í heildareinkunn en
þessi hrútur er frá Odd-
geirshólum sonur Sprota
98- 380. Á Hamri fékk Jöt-
unn 97-018 feikilega góð-
an dóm með 146 í heildar-
einkunn með feikilega
góðan lambahóp í öllum
þáttum. í framættum er
þessi hrútur ættaðar frá
Oddgeirshólum af sama
ættmeiði og Þéttir 91-931.
Á Osabakka var rannsókn
þar sem aðeins voru þrír
hrútar en yfirburðir hjá
lambahóp undan Gimla
99-745 með ólíkindum
miklir en hann fékk 144 í
heildareinkunn og þar af
166 í kjötmatshluta. Um
þennan hrút er fjallað í
grein um hrútasýningar en
hann verður nú í saman-
burði úrvalshrúta úr Ár-
nessýslu í afkvæmarann-
sókn í Háholti og verður
forvitnilegt að fylgjast
með honum þar. Á Hrafn-
kelsstöðum voru yfir-
burðir hjá Lauk 98-145
algerir með 133 í heild-
areinkunn jafnir á báðum
þáttum. Þessi hrútur er
undan Garpi 92-808. í
Skipholti voru yfirburðir
hjá Bjarkari 98-038 feiki-
lega miklir með 139 í
heildareinkunn með feiki-
lega góðar ómsjármæling-
ar sem ekki er fátítt að sjá
hjá hrútum ættuðum frá
Tóftum, þaðan sem þessi
hrútur er fenginn, en hann
er sonur Bláma þar sem
var undan Fjarka 92-981.
í Gýgjarhólskoti komu
allir yfirburðir í hlut Rex
99-272 með 176íheildar-
einkunn, sem jafnframt er
hæsta einkunn í rannsókn-
unum haustið 2000 en
dómur var jafn um báða
þætti. Þessi yfirburða-
hrútur er sonur Mola 93-
986. I Björk í Grímsnesi
voru efstir Grettir 98-001
og Glaður 98-002 með
123 og 121 í heildareink-
unn en báðir sótti yfir-
burði sína meira í ómsjár-
mælingar. Grettir er sonur
Garps 92-808 en Glaður
undan Pela 94-810.
f R6VR 6-7/2000 - 55