Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 39

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 39
um meira metfé að gerð, Kjarni dæmdur besti hrútur sveitarinnar haust- ið 2000. Báðum er hrút- unum sammerkt að vera mjög útlögugóðir með þykkan bakvöðva og mjög góð lærahold. Þess- ir hrútar eru mjög sterk auglýsing fyrir föður þeirra. Fleiri feikilega öflugir hrútar voru frá þeim bræðrum á Haga- landi; Bakki 99-150 er gríðarlega vænn og sterk- legur hrútur en stærri en aðrir hrútar á Hagalandi en hann er undan Bjálfa 95- 802, en nokkrir mjög athyglisverðir hrútar voru þarna sýndir undan hon- um. Endi 99-156 er mjög vel gerður sonur Blóma 96- 695 um margt líkur frændum sínum, Haga- sonunum, þó að herslu- mun vantaði á glæsileika þeirra. Baldur 99-022 í Laxárdal er ekki eins vænn hrútur og Haga- landshrútamir er ákaflega vel gerður með góða ull, en þessi hrútur er undan Mjaldri 93-985. Bróðir hans að föðumum, Hari 99-049 á Gunnarsstöð- um, er einnig mjög vel gerður og athyglisverður hrútur. Kobbi 99-054 á Gunnarsstöðum er einnig verulegrar athygli verður, mjög jafnvaxinn og vel gerður en fjarskyldur flestum öðrum hrútum þama því að hann er koll- óttur sonur Kóps 95-825. Auli 99-207 í Sveinungs- vík er þrælöflugur hrútur, bollangur, vöðvaþykkur og sterklegur en hann er sonur Bjálfa 95-802. Marga fleiri Þistilsfjarð- arhrúta þetta haustið mætti nefna en þetta skal látið nægja. Múlasýslur Talsvert fleiri hrútar voru sýndir á svæðinu haustið 2000 en haustið 1999 eða 297 samtals. Af þeim voru átta rosknir hrútar. Veturgömlu hrút- amir vom vænni en haust- ið áður eða 62,3 kg að meðaltali og flokkun góð og ívíð betri hlutfallslega en árið áður en 256 (89%) af veturgömlu hrútunum fengu I. verðlaun. Ein af stærstu hrútasýn- ingum haustsins var á Vopnafirði en hún var haldinn fremur seint um haustið. Þar var misjafn hrútakostur en bestu hrútar mjög athyglisverðir. Besti hrútur á sýningunni var Stúfur á Ásbrandsstöðum, mjög vöðvafylltur og vel gerður hrútur undan Ljóra 95-828. Klinton 99-178 á Ytra-Nýpi er feikilega þroskamikill og öflugur, sonur Mjaldurs 93-985, og því ullargóður. Frá Fremri-Hlíð var jafnbesti hrútahópurinn frá einu búi, en þar vom margir mjög vel gerðir hrútar og vöktu verðskuldaða at- hygli en þeir em flestir úr sæðingu. Einnig voru góðir hrútar frá Bustarfelli og Sunnuhlíð. Engill 99-234 í Klaust- urseli undan Lagð 98-819 er einstaklega þroska- mikil og vel gerð kind með úrvals ull eins og hann á kyn til. Á Hofi í Fellum var sýndur Sveppur 99-104, afbragðsgóður kollóttur hrútur að allri gerð, en þessi hrútur er undan Svepp 95-807. Heimaalinn hrútur á Brekkubæ í Borgarfirði, Svalur 99-239 undan Prins 99-106, dæmdist mjög vel sem einstakling- ur með sérlega miklar út- lögur, frábær mala- og lærahold og góða ull. Þá voru dæmdir fjórir álit- legir hrútar úr sæðingum frá Jökulsá í sömu sveit, þar sem Roði 99-221 und- an Spóni 94-993 reyndist efstur meðal jafningja. í Stóm-Breiðuvík var dæmdur stór hópur vetur- gamalla hrúta af fjöl- breyttum uppruna en þar er verið að byggja upp nýjan fjárstofn eftir að eldri stofn fórst á hörmu- legan hátt í bruna. Hrút- arnir voru úr þekktum ræktunarbúum vestur á Ströndum og úr Öræfa- sveit. Bestu hrútarnir voru Broddi 99-305 frá Jóni Stefánssyni í Broddanesi og Fannar 99-303 frá Braga á Hey- dalsá, undan Þyrli 94- 399, báðir em þessir hrút- ar mjög vel gerðar og ræktarlegar kindur. Á Ásunnarstöðum í Breiðdal voru ágætir hrútar fengnir í fjárkaup- um sunnan úr Skaftafells- sýslu; Fengur frá Smyrla- björgum undan Esra þar og Hnappur frá Sigurði á Hnappavöllum, báðir mjög þéttholda og vel gerðar kindur. Síðast en ekki síst ber að nefna Dreka frá Hnaukum í Álftafirði undan Garp 92-808, bollangur og afbragð að allri gerð. Allra síðustu ár hafa sæðingar stóraukist á svæði Bsb. Austurlands. Vafalaust er það raunhæf- asta leiðin til að gera stór- virkt átak í fjárrækt á svæðinu sem mikil þörf er fyrir. Þar geta bændur ein- faldlega horft til þess árangurs sem starfsbræð- ur þeirra í öðrum héruð- um eru að ná þar sem menn hafa gert sæðing- arnar að einum megin burðarásnum við fram- kvæmd ræktunarstarfsins. Austur- Skaftafellssýsla Umfang hrútasýninga í sýslunni er mjög jafnt frá ári til árs. Haustið 2000 var samtals 131 hrútur tek- inn til dóms í sýslunni, þar af þrír eldri en veturgaml- ir. Hrútamir vom örlitlu léttari en haustið áður, eða 80,8 kg að meðaltali, en flokkun nánast sú sama hlutfallslega því að 123 (96%) af veturgömlu hrút- unum fengu I. verðlaun. Hrútahópurinn í Bjarnanesi var stórglæsi- legur. Toppur 99-019, Salvar 99-039, Saumur 99-059, Dýri 99-069, Kuggur 99-089 og Eðall 99-099 eru allir úrvals- góðir einstaklingar. Flest- um þessum hrútum er það sameiginlegt að þeir eru kattlágfættir, mjög út- lögugóðir, og með feiki- lega þétta holdfyllingu í afturparti. Af þessum hrútur er Dýri glæsileg- asti einstaklingurinn og með allra bestu hrútum í héraði. Þrír af þessum pR€VR 6-7/2001 - 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.