Freyr - 01.05.2001, Page 39
um meira metfé að gerð,
Kjarni dæmdur besti
hrútur sveitarinnar haust-
ið 2000. Báðum er hrút-
unum sammerkt að vera
mjög útlögugóðir með
þykkan bakvöðva og
mjög góð lærahold. Þess-
ir hrútar eru mjög sterk
auglýsing fyrir föður
þeirra. Fleiri feikilega
öflugir hrútar voru frá
þeim bræðrum á Haga-
landi; Bakki 99-150 er
gríðarlega vænn og sterk-
legur hrútur en stærri en
aðrir hrútar á Hagalandi
en hann er undan Bjálfa
95- 802, en nokkrir mjög
athyglisverðir hrútar voru
þarna sýndir undan hon-
um. Endi 99-156 er mjög
vel gerður sonur Blóma
96- 695 um margt líkur
frændum sínum, Haga-
sonunum, þó að herslu-
mun vantaði á glæsileika
þeirra. Baldur 99-022 í
Laxárdal er ekki eins
vænn hrútur og Haga-
landshrútamir er ákaflega
vel gerður með góða ull,
en þessi hrútur er undan
Mjaldri 93-985. Bróðir
hans að föðumum, Hari
99-049 á Gunnarsstöð-
um, er einnig mjög vel
gerður og athyglisverður
hrútur. Kobbi 99-054 á
Gunnarsstöðum er einnig
verulegrar athygli verður,
mjög jafnvaxinn og vel
gerður en fjarskyldur
flestum öðrum hrútum
þama því að hann er koll-
óttur sonur Kóps 95-825.
Auli 99-207 í Sveinungs-
vík er þrælöflugur hrútur,
bollangur, vöðvaþykkur
og sterklegur en hann er
sonur Bjálfa 95-802.
Marga fleiri Þistilsfjarð-
arhrúta þetta haustið
mætti nefna en þetta skal
látið nægja.
Múlasýslur
Talsvert fleiri hrútar
voru sýndir á svæðinu
haustið 2000 en haustið
1999 eða 297 samtals. Af
þeim voru átta rosknir
hrútar. Veturgömlu hrút-
amir vom vænni en haust-
ið áður eða 62,3 kg að
meðaltali og flokkun góð
og ívíð betri hlutfallslega
en árið áður en 256 (89%)
af veturgömlu hrútunum
fengu I. verðlaun.
Ein af stærstu hrútasýn-
ingum haustsins var á
Vopnafirði en hún var
haldinn fremur seint um
haustið. Þar var misjafn
hrútakostur en bestu hrútar
mjög athyglisverðir. Besti
hrútur á sýningunni var
Stúfur á Ásbrandsstöðum,
mjög vöðvafylltur og vel
gerður hrútur undan Ljóra
95-828. Klinton 99-178 á
Ytra-Nýpi er feikilega
þroskamikill og öflugur,
sonur Mjaldurs 93-985, og
því ullargóður. Frá
Fremri-Hlíð var jafnbesti
hrútahópurinn frá einu
búi, en þar vom margir
mjög vel gerðir hrútar og
vöktu verðskuldaða at-
hygli en þeir em flestir úr
sæðingu. Einnig voru
góðir hrútar frá Bustarfelli
og Sunnuhlíð.
Engill 99-234 í Klaust-
urseli undan Lagð 98-819
er einstaklega þroska-
mikil og vel gerð kind
með úrvals ull eins og
hann á kyn til.
Á Hofi í Fellum var
sýndur Sveppur 99-104,
afbragðsgóður kollóttur
hrútur að allri gerð, en
þessi hrútur er undan
Svepp 95-807.
Heimaalinn hrútur á
Brekkubæ í Borgarfirði,
Svalur 99-239 undan
Prins 99-106, dæmdist
mjög vel sem einstakling-
ur með sérlega miklar út-
lögur, frábær mala- og
lærahold og góða ull. Þá
voru dæmdir fjórir álit-
legir hrútar úr sæðingum
frá Jökulsá í sömu sveit,
þar sem Roði 99-221 und-
an Spóni 94-993 reyndist
efstur meðal jafningja.
í Stóm-Breiðuvík var
dæmdur stór hópur vetur-
gamalla hrúta af fjöl-
breyttum uppruna en þar
er verið að byggja upp
nýjan fjárstofn eftir að
eldri stofn fórst á hörmu-
legan hátt í bruna. Hrút-
arnir voru úr þekktum
ræktunarbúum vestur á
Ströndum og úr Öræfa-
sveit. Bestu hrútarnir
voru Broddi 99-305 frá
Jóni Stefánssyni í
Broddanesi og Fannar
99-303 frá Braga á Hey-
dalsá, undan Þyrli 94-
399, báðir em þessir hrút-
ar mjög vel gerðar og
ræktarlegar kindur.
Á Ásunnarstöðum í
Breiðdal voru ágætir
hrútar fengnir í fjárkaup-
um sunnan úr Skaftafells-
sýslu; Fengur frá Smyrla-
björgum undan Esra þar
og Hnappur frá Sigurði á
Hnappavöllum, báðir
mjög þéttholda og vel
gerðar kindur.
Síðast en ekki síst ber að
nefna Dreka frá Hnaukum
í Álftafirði undan Garp
92-808, bollangur og
afbragð að allri gerð.
Allra síðustu ár hafa
sæðingar stóraukist á
svæði Bsb. Austurlands.
Vafalaust er það raunhæf-
asta leiðin til að gera stór-
virkt átak í fjárrækt á
svæðinu sem mikil þörf er
fyrir. Þar geta bændur ein-
faldlega horft til þess
árangurs sem starfsbræð-
ur þeirra í öðrum héruð-
um eru að ná þar sem
menn hafa gert sæðing-
arnar að einum megin
burðarásnum við fram-
kvæmd ræktunarstarfsins.
Austur-
Skaftafellssýsla
Umfang hrútasýninga í
sýslunni er mjög jafnt frá
ári til árs. Haustið 2000
var samtals 131 hrútur tek-
inn til dóms í sýslunni, þar
af þrír eldri en veturgaml-
ir. Hrútamir vom örlitlu
léttari en haustið áður, eða
80,8 kg að meðaltali, en
flokkun nánast sú sama
hlutfallslega því að 123
(96%) af veturgömlu hrút-
unum fengu I. verðlaun.
Hrútahópurinn í
Bjarnanesi var stórglæsi-
legur. Toppur 99-019,
Salvar 99-039, Saumur
99-059, Dýri 99-069,
Kuggur 99-089 og Eðall
99-099 eru allir úrvals-
góðir einstaklingar. Flest-
um þessum hrútum er það
sameiginlegt að þeir eru
kattlágfættir, mjög út-
lögugóðir, og með feiki-
lega þétta holdfyllingu í
afturparti. Af þessum
hrútur er Dýri glæsileg-
asti einstaklingurinn og
með allra bestu hrútum í
héraði. Þrír af þessum
pR€VR 6-7/2001 - 39