Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 18
2. tafla. Gróf áætlun um vinnuþörf á hverja vetrarfóðraða kind á fjárbúi þar sem er góð
vinnuaðstaða og verkskipulag. Sjá fyrirvara í texta.
Vinnuliður klst/kind/ár Skyringar
Vinna við heyskap 0,7 7 klst/ha; hver ha dugir f. 10 kindur
Önnur vélavinna 0,7 Álíka og heyskapur, sjá texta
Viðhald véla 0,45 Skv. vinnuskýrslum, sjá texta
Viðhald girðinga, húsa o.fl. 1 Ágiskun
Fóðrun og önnur dagleg hirðing 0,5 15 mín/100 kindur/dag; 200 daga innistaða, sjá texta
Vinna við sauðburð 1 Ágiskun, þó byggt á heimild: Grétar E. (1978), m.v. góða aðstöðu
Vinna við fjárrag 0,75 Ágiskun, sjá þó texta
Bústjórn og annað 1,5 Bókhald, aðdrættir, ýmislegt
Samtals 6,6
ganginn, þarf þá að vera opnanlegur
á auðveldan hátt. í milligerðinni,
þ.e. afturenda stíunnar, gæti brynn-
ingin verið, en bæði hey og kjam-
fóður væri gefið á fóðurganginn.
Hópstíur
I hópstíum fyrir 4—8 kindur eða
jafnvel fleiri þarf að gera ráð fyrir
a.m.k. jafn miklu plássi á hverja á
eins og í einstaklingsstíum. Einnig
þarf að vera í þeim einhvers konar
lambavar þar sem lömb geta leitað
skjóls til að forðast barsmíðar ánna.
Stundum eru lambavör innbyggð í
garða, sem er prýðis fyrirkomulag
séu garðar á annað borð notaðir.
Annars má útbúa lambavör sem
hengd eru á milligerðir (17. mynd í
Fjölriti RALA nr 32).
Oft getur verið hagur að því að
hægt sé að mynda hópstíur fyrir-
varalítið með því að sameina nokkr-
ar einstaklingsstíur. Milligerðir
milli einstaklingsstía þurfa þá að
vera þannig úr garði gerðar að auð-
velt sé að taka þær upp. Jafnframt
þarf þá að vera innan seilingar ein-
hver pallur eða rekki sem hægt er
að leggja milligerðirnar upp á.
Staðlaðir vinnuferlar
við sauðburð
Oþarfa vanhöld á sauðburði eru
kostnaðarsamur veikleiki í rekstri
margra fjárbúa. Töluverðan hluta
vanhaldanna mætti oft koma í veg
fyrir með meiri reglusemi í eftirliti
og allri meðferð fjárins. Á sauð-
burði grípur oft inn í vinnu fólk
sem lítið eða ekki hefur starfað við
sauðfé. Því má fullyrða að hjálp
geti verið í því að hafa vinnuferla
að einhverju marki staðlaða og
skrifaða upp á blað. Þannig sé t.d.
ákveðin regla á því hve oft á sólar-
hring og á hvaða tímum sé farið
yfir allar einstaklings- og hópstíur
til að kanna þau atriði sem máli
skipta, t.d. hvort lömb séu komin á
spena og hvort þau fái nóg, hvort
ær éta eðlilega, skitu og önnur
vandamál. Jafnframt sé ákveðin
regla á því hvaða skilyrði ær og
lömb þurfi að uppfylla til að fara úr
einstaklingsstíu yfir í hópstíur, úr
hópstíum í útihólf, úr útihólfum á
tún o.s.frv. Lytjagjöf á sauðburði
þarf líka að fylgja fyrirfram ákveð-
inni reglu að sem mestu leyti.
Vinnuhagræðing við fjárrag
Eins og áður var ýjað að þá er
vinna við ýmiss konar fjárrag vafa-
lítið einn af allra stærstu vinnulið-
unurn á sauðfjárbúum. Undir fjár-
rag fellur vinna eins og smala-
mennskur, réttir, vigtun og flokkun
haustlamba, ýmis flokkun áa, vigt-
un áa, ormalyfsgjöf, bólusetning,
o.s.frv. Almennt séð er ótrúlega lít-
ið hugsað um að létta þessi verk.
Fyrirkomulag girðinga skiptir
miklu máli varðandi þennan vinnu-
lið, en það sem kannski mundi skila
mestu miðað við tilkostnað væri
notkun sérstakra fjárragsganga,
eins og t.d. var skrifað um af
Magnúsi Sigsteinssyni (1990).
SnoiTÍ Sigfinnsson á Selfossi hefur
hannað og smíðað svona fjár-rags-
gang sem er samsettur úr meðfæri-
legum einingum sem raðað er sam-
an eftir þörfum. Varðandi svona
ganga og alla aðstöðu við fjárrag
þarf að hafa í huga ákveðna „sauð-
fjársálfræði“, t.d.
* Kindur eru hópsálir, þær elta
aðrar kindur.
* Þær vilja frekar fara upp í móti
en niður á við.
* Þær leita í átt til frelsis, í átt að
glufum.
* Þær leita frá hlutum er hræða
þær eða eru framandi.
Af þessu leiðir m.a. að „milli-
gerðir“ í fjárragsútbúnaði ættu að
vera þéttklæddar, þannig að eina
ljósið/frelsið sem féð sér sé í hliðinu.
Sundurdráttargangar ættu ekki að
vera það breiðir að fé geti snúið sér
við, gjaman mjórri að ofan heldur en
að neðan (sbr. mynd). Fjármaðurinn
þarf að geta staðið utan við ganginn
og gripið í haus kindarinnar til að
lesa af númeri, gefa ormalyf o.s.frv.
Hillur fyrir lyf o.fl. þurfa að vera í
seilingarfjarlægð. Við flokkun er
yfirleitt nóg fyrir einn mann að
stjóma tveimur hliðurn í einu, betra
er að reka féð oftar í gegn heldur en
að vera með of flókinn hliðabúnað.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið reynt
að velta upp möguleikum á hagræð-
ingu vinnu við ýmsa mikilvæga
vinnuliði í sauðfjárbúskapnum. Vik-
ið var að því í upphafi að skv. vinnu-
skýrslum mætti áætla að vinna á
vetrarfóðraða kind væri ekki undir
12 klst á ári. Það er hins vegar ljóst,
18 - FR6VR 6-7/2001