Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 74
Tafla 8. Fæðingarþungi gemlingslamba, kg.
Lömb 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994
15 tvfl. hrútar 2,66 2,56 2,79 2,94 2,59 2,58 2,67
16 tvfl. gimbrar 2,51 2,78 2,70 2,64 2,75 2,59 2,78
38 einl. hrútar 3,70 3,81 3,84 3,75 3,62 3,69 3,78
44 einl. gimbrar 3,30 3,52 3,74 3,72 3,48 3,65 3,55
Tafla 9. Vöxtur gemlingslamba, g/dag, þungi á fæti að
hausti og fallþungi, kg
Tala
Vöxtur frá Vöxtur lamba Þungi
fæðingu til frá 6. júlí að á fæti Fall,
Lömb 6. júlí til 25. sept. hausti kg kg
27 Einl. hrútar 327 293 27 45,8 18,73
36 Einl. gimbrar 275 243 39 38,8 16,34
7 Tvfl. einl. hrútar 288 277 8 44,4 17,66
5 Tvfl. einl. gimbrar 282 229 7 37,8 15,63
blöndu. Heildar fóðurnotkunn á
gemling yfir gjafartímann var
194,7 FE sem er 28,7 FE minna en
sl. vetur og gerir það 0,21 FE
minna á hven fóðurdag.
Tafla 7 sýnir meðalþunga og
þyngdarbreytingar gemlinganna. 1
septemberlok var meðalþungi ásetn-
ingsgimbranna 37,8 kg, sem er svo
til sami þungi og haustið áður. A
haustbeitinni þyngdust gimbr-
arlömbin um 1,5 kg til jafnaðar en
stóðu í stað að heita má eftir að þau
komu í hús og til desemberbyrjunar.
Yfir fengitímann þyngdust gimbr-
amar um 2,9 kg, og frá fengitíma-
lokum til marsvigtunar þyngdust
þær um 9,3 kg til jafnaðar. Síðustu 6
- 8 vikumar fyrir burðinn nam með-
alþynging allra lambanna 7,0 kg.
Lembdir gemlingar þyngdust þá um
7,5 kg en þeir geldu um 4,2 kg.
I heild má segja að þroski og
þynging gemlinganna sé nánast
hinn sami þessa tvo vetur. Yfir vet-
urinn þyngdust gemlingarnir um
21,3 kg til jafnaðar sem er 0,7 kg
minni þynging en sl. vetur. Lembd-
ir gemlingar þyngdust um 22,5 kg
og er það aðeins 0,3 kg meiri þyng-
ing en sl. vetur, en þeir geldu um
14,6 kg, og er það 0,6 kg minni
þynging en sl. vetur. Þynging geml-
inganna þessa tvo vetur er með því
mesta sem átt hefur sér stað á búinu
hingað til. A línuriti 2 er sýndur
vaxtarferli lembdra og geldra
gemlinga yfir veturinn.
Hleypt var til allra gimbranna utan
einnar sem heimtist á jólaföstu. Alls
festu fang 104 gemlingar af þeim
123, sem hleypt var til, eða 84,6%.
Af völdu gemsunum urðu 9
tvílembdir, 45 einlembdir og 11
geldir og 2 lét einu fóstri. í dætra-
hópunum urðu 6 tvflembdir, 31 ein-
lembdur og 6 geldir. Af Reykhóla-
stofninum urðu 4 tvflembdir og 7
einlembdir og 1 lét einu fóstri. Alls
fæddust því 120 lömb eða 1,19 lamb
á gemling sem bar, en 0,98 lömb á
hvem gemling, sem hleypt var til. Af
120 lömbum misfórust alls 33 lömb
eða 27,5%. Dauðfædd lömb vom 18,
þar af 9 löngu dauð og morkin, 3
fómst í fæðingu, 5 lömb fundust
dauð fyrir ijallrekstur í fyrstu viku
júlí og á heimtur vantaði 7 lömb.
Undir ær vom vanin 4 gemlingslömb
og kom þau ekki til uppgjörs á
vaxtarhraða og afurðum
gemlingslambanna.
Meðalfæðingarþungi gemlings-
lambanna er sýndur í töflu 8, ásamt
fæðingarþunga þeirra sl. 6 vor til
samanburðar.
Meðalfæðingarþungi 113 lamba
(7 morkin fóstur ekki vigtuð) var
3,23 kg og er það 0,09 kg minni
þungi en sl. vor.
Vöxtur lamba og afurðir
gemlinganna
I töflu 9 er sýndur vaxtarhraði 86
gemlingslamba, sem heilbrigð voru
og vigtuð fyrir fjallrekstur og aftur
að hausti, svo og þungi þeirra á fæti
um haustið og fallþungi, að við-
bættum 8 lömbum, sem ekki náðust
til vigtunar fyrir fjallrekstur.
Meðalvöxtur 75 gemlingslamba
til fjallreksturs nam 295 g/dag, sem
er 40 g meiri dagvöxtur en
sl.sumar. Meðalvaxtarhraði frá
fjallrekstri til hausts nam 263
g/dag, sem er 42 g meiri dagvöxtur
en sl. sumar.Gemlingslömbin vógu
41,5 kg á fæti lögðu sig með 17,21
kg meðalfalli. Þetta er einhver
mesti vöxtur og fallþungi, sem
mælst hefur hjá gemlingslömbum á
búinu, enda óhætt að segja, að veð-
urfar hafi verið mjög hagstætt
lambfé sl sumar og mjólkurgeta
gemlinganna eftir góða vetrarfóðr-
un nýtst lömbunum til fullnustu
Vanhöld
Af 474 ám tvævetur og eldri, sem
settar voru á haustið 1999, fórust
27 eða 5,7% og af 125 ásetnings-
gimbrum fórust 11 eða 8,8%. Alls
fórust því 38 ær og gemlingar eða
6,3%. Þetta eru meiri vanhöld á ám
og gemlingum en undanfarin ár og
einkum af því hve rnargar kindur
vantaði á heimtur, eða alls 12. Aðr-
ar helstu orsakir vanhalda voru, eft-
ir bestu vitneskju: 7 fórust í skurð-
um og dýjum, afvelta voru 2, 2 úr
júgurbólgu, 1 úr doða, 1 úr vanþrif-
um, (gaddur), 1 af þindarsliti, 3 af
burðarerfiðleikum, 1 úr lungna-
bólgu, 1 af æðarsliti, úr garnapest
2, 1 kviðrifnaði og um 4 ær var
ekki vitað.
Alls fæddust dauð og misfórust
120 lömb á búinu eða 12,4% sem er
1,4 % meiri vanhöld en á sl. ári.
74 - FR€VR 6-7/2001