Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 16

Freyr - 01.05.2001, Blaðsíða 16
áður hefur verið fjallað um, eru e.t.v. mestir möguleikar á að hag- ræða vinnunni við flutninga fjárins innan húss og utan. Nokkur atriði sem þar skipta máli eru: * að flutningsvegalengdir séu sem stystar; * að sem minnst þurfi að lyfta kindum eða draga; * að hurðir og hlið séu þægileg í umgengni; * að ekki þurfi að setja upp/breyta innréttingum eftir að sauðburður er hafinn. Innra skipulag húsanna skiptir hér miklu máli. Hefðbundnum fjár- húsum má skipta í tvo flokka m.t.t. innra skipulags, þ.e.: * Endagangshús, með garða og krær langsum og fóður-/fjár- rags-ganga ýmist í öðrum eða báðum endum húsanna. * Miðgangshús, garðar og krær þversum, en gangur eftir miðju húsinu. Miðgangshúsin eru á margan hátt skemmtilegri á sauðburði, m.a. vegna þess að flutningsvegalengdir eru að meðaltali styttri en í enda- gangshúsunum. Agæt umfjöllun er um þessar húsagerðir í Fjölriti Rala nr 32 (Grétar Einarsson 1978). Hér skal hins vegar vikið nánar að mögulegu skipulagi gjafagrinda- húsa, ekki síst m.t.t. vinnu á sauð- burði. A meðfylgjandi teikningu (5. mynd), er Byggingaþjónusta BÍ hefur unnið, er tillaga að skipulagi fyrir fjárhús með alls 10 gjafa- grindum. Miðað er við að 60 ær séu við hverja gjafagrind, þ.e. 30 á hvorri hlið. Miðað við stærðarmál gjafagrindanna frá Vírneti þýðir þetta nokkurn veginn að þrjár kind- ur eru um hvert jötupláss, eins og gert er ráð fyrir í reglugerð um að- búnað búfjár. 1 miðju hússins er gert ráð fyrir að sé garði og tvær krær sem gjafagrindahólfin liggja þvert á. Talía til flutninga á rúllun- um er á U-laga loftbraut sem liggur beint yfir gjafagrindurnar. Teikn- ingin sýnir hvernig miðjusvæðið er nýtt á sauðburði fyrir einstaklings- stíur og er þá gert ráð fyrir gangi á milli hópstíanna og einstaklingsstí- anna. Það er svo matsatriði hvort sá gangur á að vera fyrir hendi allt ár- ið eða einungis settur upp fyrir sauðburð. Þama er reiknað með 9 einstaklingsstíum fyrir hverja 60 kinda hópstíu, sem þýðir að 15% ánna getur verið í einstaklingsstíu hverju sinni. Utan sauðburðar má nýta kræmar í miðjunni fyrir fé á hefðbundinn hátt og ættu að rúmast þar um 70 fjár í hvorri kró. Önnur tillöguteikning (6. mynd) sem fylgir hér með er af svipuðum toga og sú fyrri, nema í stað þess að hafa garða og krær eftir miðju hússins er þar bara einn gangur. Milli gangsins og gjafagrindanna er hægt að setja upp einstaklingsstíur á sauðburði. Einstaklingsstíurnar þurfa að vera opnanlegar í báða enda til að þetta fyrirkomulag þjóni tilgangi sínum. Úr einstaklingsstí- unum má þá fara með lambæmar eftir miðganginum, hvort heldur sem er inn í hlöðu, út úr húsi, eða í aðra hóp- eða einstaklingsstíu í íjárhúsunum. Þessi hugmynd gerir ráð fyrir að fénu í einstaklingsstí- unum sé gefið á miðganginn, þann- ig að framhlið stíunnar þarf þá að vera þannig úr garði gerð að féð geti étið í gegnum hana. Brynningu mætti hafa með þeim hætti að plaströr með vatnsjöfnun væri lagt í bakhlið stíunnar, en nægilega hátt uppi til að æmar geti gengið undir það þegar þær eru settar inn í stíuna. Einstaklingsstíur Hönnun þessara stía getur verið með ýmsu rnóti. Lágmarksstærð er 1,0 m2 skv. aðbúnaðar reglugerð, en oft eru þessar stíur hafðar stærri. Til þess að æmar geti auðveldlega snúið sér við má áætla að breidd stía þurfi að vera 0,8 m. Það fer svo auðvitað eftir aðstæðum hvort svona stíur eru hafðar ferningslaga, (t.d. lxl m) eðaekki (t.d. 1,25x0,8 m). Nokkrar helstu kröfur til ein- staklingssstía eru: * Einfaldar og ódýrar í smíði. * Fljótlegt að setja upp fyrir sauð- burð. * Taki lítið rúm í geymslu. * Veiti ám og lömbum öruggt skýli. * Fóðrun og brynning sé auðveld í framkvæmd. * Auðvelt sé að koma ánum í og úr stíunum. Síðasttalda atriðið er eitt það mikilvægasta og líklega það sem menn eru almennt í mestum vand- ræðum með að leysa. Þegar svona stíur eru settar upp í fjárhúsum með venjulegu garða/króa fyrirkomu- lagi eru helstu möguleikar í stöð- unni eins og Grétar Einarsson (1978) lýsir: 1. Stíur sem eru styttri en króar- breiddin, þannig að það myndist 40-80 cm breiður gangur fyrir aftan þær (10. mynd í Fjölriti RALA nr. 32). 2. Stíur þar sem grindinni er skipt þannig að loka megi ærnar af í fremri hluta stíunnar um leið og gangur myndast að aftanverðu í krónni (11. mynd í Fjölriti RALA nr. 32). 3. Stíur sem hafa sömu lengd og króarbreiddin og æmar fluttar í og úr stíunum í sérstökum garðavögnum (12. mynd í Fjöl- riti RALA nr. 32) Stíugerð 1 kemur ekki til greina, nema króarbreiddin sé a.m.k. 180 cm. Stíugerð 2 nýtir gólfplássið betur. Sama má segja um stíugerð 3, sem kemur þó aðeins til álita þar sem hægt er að aka vagni eftir garðaböndum eða hengja hann í loftbraut. í sérstakri sauðburðaraðstöðu, sem ekki er bundin af innréttingum sem fyrir eru, má hafa fóðurgang í gólfhæð í staðinn fyrir garða og nota þann gang jafnframt til flutn- inga á fénu í og úr einstaklingsstí- um, sem liggja þá þvert á þennan gang (sbr. umræðu hér að framan - 6. mynd). Framendi einstaklings- stíunnar, þ.e. sá er vísar inn á fóður- 16 - FR€VR 6-7/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.