Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 4

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 4
Gróðurtilraunir Atvinnudeildar í Kópavogi vöktu með mér áhuga á búfræði Viðtal við Magnús Óskarsson, fyrrv. kennara og tilraunastjóra á Hvanneyri Magnús Óskarsson var kennari og tilrauna- stjóri við Bændaskól- ann á Hvanneyri á ár- unum 1955-1996, eða í 41 ár, og hafa fáir menn hér á landi kennt fleiri nemendum búfræði. Magnús hefúr nú látið af störfúm fyrir aldur og býr i Kópavogi og þangað leitaði Freyr á fund hans til að heyra af starfsferli hans. Fyrst er hann spurður um ætt sína og uppruna. Eg er fæddur árið 1927 á Saurum í Hraunhreppi á Mýrum. Foreldrar mínir voru Óskar Eggertsson og Guðrún Einarsdóttir, sem þar bjuggu. Hann var fæddur á Mýr- unum, en ættaður úr Ámessýslu, en hún var fædd og uppalin á Kjalamesi en átti einnig ættir sínar að rekja austur í Ámessýslu. Þegar ég er Qögurra ára flytur ljölskylda mín hingað í Kópavog- inn þar sem faðir minn var ráðinn bústjóri að berklahæli sem Kvenfélagið Hringurinn rak á Kópavogsjörðinni og hét Hress- ingarhælið í Kópavogi. Á þeim tíma var nauðsynlegt að reka kúa- bú við þennan spítala, sem og við Vífilsstaðaspítala og Kleppsspít- ala, því að mjólkursala var þá ekki orðin trygg á höfúðborgarsvæð- inu. Einnig framleiddu þessi bú ýmsar búvömr fýrir spítalana, svo sem egg, kjöt og garðávexti. Hvernig var byggð í Kópavogi þegar þú manst jyrst eftir þér? Fyrir utan berklahælið og búið, sem fylgdi því, var í landi Kópa- vogsjarðarinnar aðeins einn sumar- bústaður, sem stóð við Kópavogs- lækinn. Seinna varð hælið sjúkra- hús fyrir holdsveika og þar á eftir heimili fyrir þroskahefta og er það enn, ásamt annarri starfsemi. Kópavogur var þá hluti af Sel- tjamameshreppi og aðrar jarðir í eystri hluta hreppsins vom Digra- nes, Fífuhvammur og Vatnsendi og búskapur stundaður á þeim öllum. Sunnan við var svo Amames í Garðahreppi og norðan við var Reykjavík, þar á meðal jarðimar Bústaðir og Breiðholt, þar sem líka var búið. Var einhver vélvœðing orðin um þetta leyti í búskapnum? Það vom þá að koma hestasláttu- vélar og heyvinnutæki fyrir hesta, þ.e. snúnings- og rakstarvélar- og einnig kartöfluupptökuvél. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir stríð að búið eignaðist dráttarvél. Þegar ný- býlin vom stofnuð í Fossvogsdaln- um á 4. áratugnum þá eignaðist einn af nýju bændunum, Matthías Þórólfsson í Ástúni, dráttarvél, fnt- emational 10-20, á jámhjólum, og hann vann flög bæði fyrir Kópa- vogsbúið og ýmsa aðra. Það er reyndar fyrsti traktor sem ég reyndi að stýra, en réð lítið við. Faðir minn rak Kópavogsbúið í 28 ár, eða til ársins 1959, og búið var rekið í nokkur ár eftir það. Magnús Óskarsson segir frá garðyrkjutii- raunum á Hvanneyri. Myndin er tekin árið 1984. (Freysmynd). Skólaganga? Ég gekk í Austurbæjarskólann en átti að ganga í Mýrarhúsaskóla á Seltjamamesi en það þótti of mikið ferðalag. Nokkmm ámm áður vom áætlunarbílar famir að ganga milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og ég notaði þá en hjólaði einnig oft í skólann. Ég var svo einn vetur i gagn- fræðaskóla, sem hét Ingimars- skóli eftir skólastjóranum, séra Ingimar Jónssyni, og var við Lindargötu og eftir það fór ég að vinna það sem til féll á þeim tíma, byggingarvinnu, í verslunum o.fl., enda vom þá uppgangstímar. Var það búskapur föður þíns sem beindi þér inn á þá braut að lœra búfrœði? Já, kannski að einhverju leyti, en það vakti einnig áhuga minn að Atvinnudeild Háskólans var með gróðurtilraunir í túninu í Kópavogi eitt ár, 1946, sem dr. Áskell Löve, grasafræðingur, sá um, og mér fannst þetta mjög 4 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.