Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2001, Side 28

Freyr - 01.11.2001, Side 28
eiginlegra lækningajurta má neíha berjatínslu, fjallagrös og fleiri jurtir sem nýttar eru t.d. í jurtate og snyrtivörur. Hefðbundin búfjárrækt á íslandi er bundin við gömlu íslensku bú- fjárkynin sem voru flutt hingað með landnámsmönnum. íslenska kúakynið, sauðfjárkynið og hrossa- kynið teljast öll vera upprunaleg ís- lensk kyn og eru í fullri notkun sem hefðbundin framleiðslukyn. Þessi kyn hafa mikla sérstöðu vegna þess hve lítið þau hafa blandast eftir komuna til Islands. Heimildir eru um nokkurn innflutning nautgripa á 18. og 19. öld, en áhrifa þess gætir lítt og erfðarannsóknum ber saman við sögulegar heimildir um að- skilnað íslenska kúakynsins frá öðrum stofnum í 1100 ár. Endur- teknar tilraunir voru gerðar til að flytja inn sauðfé til kynbóta, en þær tilraunir enduðu flestar með ósköp- um eins og kunnugt er vegna sjúk- dóma sem innflutta féð bar með sér. Ekki fara sögur af innflutningi hrossa til kynbóta. Þrengingar urðu i öllum innlendu stofnunum þegar harðindatímabil gengu yfír og búfé var fellt vegna fóðurskorts eða féll hreinlega úr hor. Þrátt fyrir þessar þrengingar og langtímaeinangrun hefur skyldleikarækt ekki aukist til skaða að því er virðist og mikill ár- angur hefúr náðst í ræktun þessara kynja eftir að skipulegar kynbætur hófust. Islenska geitin er mjög gamalt kyn, sem tekist hefur að halda við þrátt fyrir mjög lítinn stofn í ára- tugi. Nytjar af geitum eru því miður litlar og þær eru í flestum tilfellum haldnar folki til ánægju og því hef- ur gengið hægt að fjölga í stofnin- um. Greiddur hefúr verið stofn- vemdarstyrkur til geitfjáreigenda síðan 1965 og hefur það án efa haft mikiðaðsegja fyrir viðhald stofns- ins. Gömlu íslensku hænsnin eru einnig aðallega höfð til skemmtun- ar og skrauts þar sem þau þykja treg til varps, en litadýrð þeirra er hins vegar rómuð. Töluverður áhugi er á íslenskum hænsnunum og virðist stofninn fara heldur vax- andi, samkvæmt athugun sem gerð var fyrir nokkrum árum. Nytjar annarra búfjártegunda byggjast á stofnum sem fluttir vom til landsins á 20. öld, annað hvort sem nýjar tegundir, svo sem mink- ur, blárefúr, silfurrefur, kanína og kalkún eða sem endumýjun teg- unda sem urðu útdauðar (svin) eða þóttu ekki hæfar sem framleiðslu- kyn (varphænur og holdahænsni). Svín vom ræktuð hér frá land- námi og fram á 16. öld, en þá dó uppmnalegi stofninn út. Svín vom flutt frá Evrópu sitt hvoru megin við aldamótin 1900 og ræktuð að mestu án skipulegra kynbóta fram til 1997 þegar innflutningur var tekinn upp að nýju. Svínastofninn hefúr aldrei verið stór og sá stofn, sem kallaður hefur verið islenskur, var sennilega á mörkum þess að geta talist sérstakur stofn, nema ef hugsast gæti að hann væri dæmi- gerður fyrir svínastofna sem vom ræktaðir í Evrópu á fyrri hluta 20. aldar og em nú flestir horfnir eða gjörbreyttir. Nýting hlunninda hefur alla tíð verið drjúgur þáttur í íslenskum bú- skap og þar er byggt á nýtingu erfðalinda i villtum tegundum, svo sem laxi, silungi og æðarfugli. A seinni ámm hafa lax og silungur verið gerðir að húsdýrum í fiskeldi, jafnframt því sem haldið er áfram að nýta villta stofna til veiða. Lax- eldið er byggt á kynbættum norsk- um laxi og deilur em um hvort villtum laxastofnum standi ógn af kynblöndun við eldislax sem til stendur að ala í sjókvíum. Innflutt- ur regnbogasilungur er alinn í nokkmm mæli, en finnst ekki villt- ur. Bleikja af íslenskum stofnum er notuð í eldi og unnið er að kynbót- um á henni. Erfðalindir í fersk- vatnsfiski má því flokka annars vegar í eldisstofna og hins vegar í villta stofha. Varðveisla og sjálfbær nýting erfðalinda Ríósamningurinn unr liffræði- lega fjölbreytni fjallar um viðhald og sjálfbæra nýtingu lifandi auð- linda þar sem þjóðimar skuldbinda sig til þess að vemda og viðhalda erfðalindum bæði í villtum og ræktuðum tegundum. Litið er á líf- fræðilega fjölbreytni sem sameig- inlega auðlind. Jafnframt er lögð áhersla á umráðarétt þjóða yfir eig- in erfðalindum og þar með ábyrgð þeirra á vemdun þeirra ef þörf kref- ur. Einnig er fjallað um sanngjama skiptingu hagnaðar sem hlýst af Islenska kúakynið, sauðfjárkynið og hrossakynið teljast öll vera upprunaleg kyn og eru í fullri notkun sem hefðbundin framleiðslukyn. Á miðri mynd er forystu- kind en forystueiginleiki i íslenska sauðfjárkyninu er dýrmæt auðlind. (Freysmynd). 28 - pR€VR 11/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.