Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 2

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 2
Bandaríkin og ESB bera saman bækur sínar Forystumenn bændasam- taka, innan ESB og í Bandaríkjunum koma reglubundið saman til fundarhalda þar sem þeir bera sam- an bækur sínar. Sl. haust var Salz- burg í Austurríki fundarstaðurinn. Fram kom á fundinum að framan af árinu liefðu horfur í bandarískum landbúnaði verið góðar, tekjur bænda fóru vaxandi, verð á jarð- næði fór hækkandi og útflutningur búvara jókst. Þetta hefur nú snúist við. Hryðjuverkin 11. september breyttu viðhorfum neytenda þannig að sala búvara minnkaði og jafn- framt dró úr áhuga fyrirtækja á Ijár- festingum, sem hvoru tveggja varð enn til að auka samdrátt í banda- risku efnahagslífi. Bretar gerðu grein fyrir baráttu sinni gegn gin- og klaufaveiki. Tal- ið er næsta víst að veikin hafi borist til Bretlands með sýktu, óskoðuðu kjöti. Sá lærdómur hefur verið dreginn af faraldrinum að barátta gegn gin- og klaufaveiki verði að fara fram um allan heim, viðbrögð við smiti þurfi að vera snögg, við- búnaður góður og landamæragæsla traustari. Atleiðingar kúariðunnar fara hins vegar dvínandi í Bretlandi og neysla nautakjöts á mann er nú þegar orðin meiri en árið 1995. í umræðu um nýja tækni í land- búnaði, m.a. um erfðatækni, héldu bandarísku fulltrúamir fram hinum miklu möguleikum sem fælust í þessari tækni og þeim framfomm sem þetta gæti skilað landbúnaðin- um. Fulltrúar ESB tóku undir þá skoðun að vissu marki en bentu á að þær framfarir hefðu ekki ætíð bætt hag bænda. Franz Fischler, yfirmaður land- búnaðarmála innan ESB, sat fúnd- inn. Hann vakti athygli á að land- búnaðarstefna ESB og Bandaríkj- anna ætti margt sameiginlegt. Þau stefndu bæði að miklum alþjóða- viðskiptum með búvömr, þau vildu tryggja bændum sínum öryggi í af- komu, taka tillit til umhverfísins og tryggja hollustu matvæla. A hinn bóginn gagnrýndi hann einnig vemlega stefnu Bandaríkj- anna í landbúnaðarmálum, sem hefði á síðari ámm leitt til mjög aukinna opinberra framlaga til greinarinnar. Hann lét í ljós að ESB væri reiðubúið að ræða lækkun út- flutningsbóta á búvömm í næstu samningalotu innan WTO ef allar gerðir útflutningsbóta væru þar undir. Bandaríkin beita oft öðmm formum útflutningsbóta en beinum sfyrkjum, svo sem greiðslufresti. Franz Fischler kvað ESB einnig reiðubúið að lækka ffamlög til land- búnaðar innan samsandsins, ef önn- ur starfsemi tengd landbúnaði, svo sem styrkir til umhverfismála og orkuffamleiðslu, nyti áffam styrkja. Þá lagði hann áherslu á að ESB óskaði eindregið eftir að fleiri mála- flokkar en viðskipti yrðu til umfjöll- unar í næstu samningalotu WTO, svo sem byggðamál og dýravemd. Bandarísku fulltrúarnir voru óvenju hógværir í svömm sinum. Þeir tóku undir það að landbúnað- arstefna beggja megin Atlantsála þurfi að vera sem líkust, en bættu því við að það væri stefnan í smá- atriðunum sem skipti máli, (“the devil is in the details”). Þeir vildu einnig aðgreina núverandi stefnu og framtíðarstefnuna, sem verður til umræðu hjá WTO. Miklir styrkir til bandarísks landbúnaðar um þessar mundir, geta þannig verið í samræmi við kröfú um lægri sfyrki í framtíðinni, héldu þeir fram. (Internationella Perspektiv nr. 32/2001). Altalað á kaffistofunni Á liðnu haust gerðist það á Hvanneyri, sem endranær á haustin, að ekið var skarni á hóla, þ.e. tæmt haughúsið. Við það gaus upp fnykur um Hvanneyrarstað, auk þess sem mykjuslettur féllu á malbikað og steinlagt hlaðið, þannig að tæplega var fært um á "dönskum skóm". Þetta varð umræðuefni á kennarastofu skólans og í framhaldi af því tilefni að eftirfarandi ljóði, eignuðu Bjama Guðmundssyni, kennara: Úr lyrískri haustsvítu Laufskníðið fellur haustgult og hljótt tiljarðar, hvarvetna sjáum vér uppskeru' hins gjöfula sumars, ilmgrœnu túngrösin hneigja sín höfuð til svarðar ... heyrðu mig annars: - assgotans óskapleg skítalykt liggur hér yfir? Vér göngum í leiðslu, hugsandi til alls hins horfna, hugurinn reikar um guðshús og gripa- vió hlaðið þar önnin og andinn eiga sér bústaði forna ... ósköp að sjá mig: - blánkuskór mínir kámaðir kynstrum af drullu ... Morgunjhtg vœngjaðra haustgesta vekur oss þanka, víst er það lífrœnt að næringu' sé skilaó til jarðar hundruðum saman í tonnum, dreifðum með tanka, ... takk, má eg segja: - að blessaðar kusumar komast enn af - án vængja ... 2 - pR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.