Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 37

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 37
ATTAC - samtök um réttindi hinna fátæku Um fjögur ár eru síðan rit- stjóri franska blaðsins Le Mondo Diploma- tique birti mikla grein eftir sig þar sem hann gagnrýndi hin alþjóðlegu fjármálaviðskipti, vaxandi misrétti í heiminum og hnignun lýðræðisins innan ríkja og á alþjóðavettvangi. Greinin flaug um allt eins og eld- ur í sinu. Á fáum mánuðum varð til ný pólitisk hreyfing í Frakklandi, sem safnaði að sér fýlgi þvert á all- ar pólitískar flokkalínur, en þó með meginfýlgi úr miðflokkum og út á vinstri vænginn. Á íslensku gæti nafii hreyfingarinnar hljóðað: Fé- lagsskapur um baráttu gegn alþjóð- legum ijármálaviðskiptum og spá- kaupmennsku og fyrir réttindum og velferð almennings, skammstafað (á frönsku) ATTAC. ATTAC starfar nú í um 30 lönd- um og engin alþjóðleg hreyfing, er ber lýðræði fyrir brjósti, vex hraðar um þessar mundir. Deild í ATTAC var stofnuð í Noregi á liðnum vetri og eru félagsmenn nú þegar um 3000 og fjölgar hratt. I pólitísku samhengi, þjóðlegu sem alþjóðlegu, berst ATTAC gegn al- þjóðavæðingu fjármálaaflanna. Við- horf þessara afla birtast í ýmsum myndum og þar er litið á fjármagn og hagnað sem upphaf og endi allra hluta. Hér er um að ræða hina alþjóð- legu spákaupmennsku með fjármagn sem veltir 1500-2000 milljörðum dala á sólarhringi og felst í viðskipt- um með gjaldeyri og vörur. ATTAC hefur gert hugmynd bandaríska nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Tobins, að sinni, sem er sú að lagt verði gjald á þessi við- skipti, og Sameinuðu Þjóðimar út- hluti tekjunum til þarfra verkefna, svo sem til að vinna gegn fátækt í heiminum. Jafnvel skattur upp á innan við eitt prómill gæti gert SÞ fært að takast á við verkefni sem engan dreymir nú um að unnt sá að leggja út í. Þar má nefna að gefa hinum fátækustu af öllum fátæk- um, þeim sem nú hafa innan við 200 kr. á dag til að lifa af, yfir tveimur milljörðum manna, von um góða grunnmenntun sem og lágmarks heilbrigðisþjónustu. Skattaparadís, skálkaskjól ólöglegrar starfsemi Aðildarsamtök ATTAC, hvar sem er í heiminum, berjast gegn svokölluðum „skattaparadísum“, þ.e. löndum, sem bjóða einstakl- ingum og fyrirtækjum upp á að koma fjármunum undan skatti í heimalöndum sínum. Jafnframt og ekki síður eru skattaparadísarlönd- in skálkaskjól fýrir þá sem hafa undir höndum peninga sem aflað er á ólöglegan hátt, svo sem með vopnasölu, sölu fikniefna og hagn- aði af mannsali með konur og böm og tilheyrandi vændi. I Noregi er til opinber sjóður sem ATTAC lítur gagnrýnum augum, sem er Olíusjóður ríkisins. Sá sjóð- ur er nú að upphæð 350 milljarðar nkr. Samtökin styðja það að sjóður- inn sé notaður til fjárfestinga en jafnframt að um þær fjárfestingar gildi siðareglur sem hindri m.a. að Olíusjóðurinn fjárfesti í alþjóðlegu fýrirtæki, sem framleiðir ólögleg vopn, svo sem jarðsprengjur. (Sjóð- urinn hefur nú selt hlutabréf sín í þessu fyrirtæki). Við leggjumst einnig gegn því að Olíusjóðurinn kaupi hlutabréf í félögum sem starfa með einræðisríkisstjórum sem eiga í borgarstyrjöldum við eigin þjóðir. Það á sér nú stað í Súdan. Þar hefur ráðið ríkjum ein- ræðisherstjórn múslímskra bók- stafstrúarmanna frá árinu 1989, en í landinu er að finna olíulindir, sem alþjóðleg olíufýrirtæki líta gimdar- auga og hafa stofnað um félög til að nýta. Olíusjóðurinn norski á að- ild að tveimur slikum félögum. Við emm ekki mótfallin frjálsum viðskiptum sem slíkum, en við gagnrýnum alþjóðleg viðskipti eins og þau fara nú fram. Um helmingur af öllum alþjóðlegum viðskiptum fer nú fram milli fjölþjóðlegra fýrirtækja og þau viðskipti em að sjálfsögðu ekki fijáls og oft þannig fýrir komið að allur skattskyldur hagnaður hverfur að því er virðist í bókhaldi þeirra. Við gagnrýnum viðskipti með vömr sem böm vinna við að fram- leiða og seldar em á alþjóðlegum markaði. Við gagnrýnum einnig vinnu fullorðins fólks í þróunar- löndunum fýrir fjölþjóðleg fýrir- tæki fýrir sáralítil laun og án allra réttinda samtaka launþega af nokkm tagi. Alþjóðleg viðskipti hafa einnig án nokkurs vafa stuðlað að um- hverfisspjöllum, en þau mál hafa hingað til ekki fengið þá umíjöllun sem þau eiga skilið. Næg matvæli fyrir jaróarbúa forgangsverkefni Við emm gagnrýnin en leggj- umst ekki gegn rannsóknum og hagnýtingu erfðatækninnar. Næg matvæli handa jarðarbúum er for- gangsverkefni okkar sem og öll mál sem varða það að tryggja öryggi í matvælaframleiðslu. Við teljum að svokallaður verk- smiðjubúskapur sé varhugarverður sem og núverandi viðskiptahættir með búvömr. Þar höfum við m.a. í huga útbreiðslu kúariðu og gin- og klaufaveiki sl. vetur. Frh. á bls. 36 FR€VR 11/2001 - 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.