Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 19

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 19
En eiga bændur ekki fleiri kosti en áður í vali á túngrösum? Jú, búskaparhættir eru nú að breytast að þessu leyti. Þannig hafa sáðskipti aukist verulega með vax- andi komrækt. Þá kemur það til að bændur, einkum kúabændur, huga nú meira að ijölbreyttri notkun á ræktunarlandi sínu, þ.e. tún til slátt- ar, tún til beitar og síðan ýmsa möguleika sem grænfóðurræktin gefur. Komrækt í sáðskiptum býð- ur þama líka upp á meiri möguleika á að nota skammærar tegundir, svo sem vallarrýgresi, öðm nafni ijöl- ært rýgresi. Við höfum verið að leggja áherslu á að menn taki upp markvissa sáðskiptarækt. Það mætti hugsa sér að kom sé ræktað í sama landinu í þrjú ár og þriðja árið sé grasfræi sáð með. Síðan stæði það tún í 4-5 ár. Þama erum við að nálgast ræktunarhefðir á öðrum Norðurlöndum og víðar. Hvaða von er um rauðsmára í íslenskum túnum? Það hafa verið gerðar tilraunir með hann í nokkur ár og við höfum fundið yrki sem hafa enst þokka- lega og gefið ágæta uppskeru. Flöskuhálsinn í ræktuninni virðist vera sá að koma smáranum til í upphafí. Rauðsmára hefur verið sáð við alls konar aðstæður og það hefur oft gengið fremur illa, þ.e. sáningin sjálf hefur mistekist. Ekki er ljóst hvað þessu veldur, hvort það er jarðvinnslan eða annar und- irbúningur sáðbeðsins. Við vitum þó að smitun fræsins með réttum gerlum er í lagi sem og að sýmstig jarðvegsins þarf að vera yfir pH 5. í þessu emm við að vinna og svo mikið er víst að það er almennt erf- iðara að fá smárann til að vaxa en túngrösin. Hins vegar gengur vel að rækta smárann á Korpu. Þar höfum við fengið ágæta uppskeru af honum í blöndu með vallarfoxgrasi í a.m.k. þrjú sumur. Það er þó bagalegt að vaxtarferill þessara tegunda er mjög ólíkur. Vallarfoxgrasið gefur Vallarsveifgras. lítinn endurvöxt en smárinn gefúr litla uppskem í fyrra slætti en verð- ur svo ríkjandi seinni hluta sumars. Þess vegna emm við að beina at- hyglinni að vallarrýgresi og há- vingli sem gefur jafnari vöxt fram eftir sumri. í því skyni höfum við verið með tilraunir þar sem ræktað- ur er saman smári, annars vegar, og vallarfoxgras, íjölært rýgresi og há- vingull, hins vegar. Við höfum fundið gott yrki af rýgresi sem heit- ir Svea. Rýgresi þolir vel alhliða nýt- ingu, þ.e. bæði beit og slátt, en nauðsynlegt er að það sé ræktað í vel framræstu landi. Þó em dæmi þess að bændur hafi hvekkst á rý- gresinu. Það hefur t.d. gerst hjá bændum undir Eyjafjöllum. Þeir hafa lent í því að rýgresið hafi drepist, kannski af því að það hafa komið hlýindakaflar á áliðnum vetri þar sem það hefur vaknað af vetrardvala en svo drepist þegar aftur kólnaði. Einnig hefur komið í ljós að það þolir illa frost á auða jörð. Aðrar grastegundir til túnræktar? Við höfum verið að kanna háliða- gras i einrækt til að fá beit snemma sumars, en háliðagras er tegund sem líkleg er til að geta gefið þrjár uppskerur yfir sumarið, í beit og/eða slætti, en háliðagras gefur ágætt fóður ef það er slegið snemma. Við fórum í leiðangur fyrir nokkmm ámm til að safna hálið- grasi af túnum um allt land sem vom á bilinu 40-70 ára gömul og höfðu lifað af ýmis kaltímabil. í allt söfnuðum við um 2000 ein- staklingum úr 100 túnum og höfum við nú valið bestu einstaklingana til þess að mynda ný yrki. Fyrstu at- huganir benda til þess að þau standi erlendum yrkjum fyllilega á sporði. Kúm og sauðfé virðist líka há- liðagras vel á beit þegar ekki er um annan gróður að ræða. Það skríður snemma og ný öx em að skríða allt sumarið. Hvað grastegundir eiga fjárbændur að rækta? Sauðfjárbændur þurfa á góðum heyjum að halda á vissum tímum árs. Þeir eiga því líka að rækta vallarfoxgras en slá það heldur seinna en kúabændur. Þegar vall- FR€VR 11/2001 - 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.