Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 14

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 14
Búsvæðagerð fyrir laxaseiði Inngangur Miklu hefiir verið til kostað á undanfömum árum til að fjölga laxi sem gengur i íslenskar veiðiár enda miklir hagsmunir í húfi. Margt hef- ur áunnist en einnig hefur orðið skaði sem langan tíma getur tekið að bæta svo sem vegna stofna- blöndunar. Miklu skiptir að gleyma ekki náttúrulegum laxastofnum ánna og hvemig hægt sé að hlúa sem best að þeim. Varast þarf að of- nýta stofnana þegar göngur era litl- ar eða að raska búsvæðum laxa- seiða. Ein leið til að styrkja náttúm- lega framleiðslu ánna er að útbúa ný búsvæði fyrir seiði til viðbótar þeim sem fyrir em eða í stað ann- arra sem hafa tapast. Hvers vegna búsvæðagerð? Viða em mjög ákjósanleg upp- eldisskilyrði fyrir laxaseiði þar sem fara saman heppilegur vatnshiti og jafnt og gott rennsli um stöðugan árbotn. Það er vandamál i mörgum laxveiðiám hve þær em víða skjól- litlar. Eftir því sem laxaseiði era eldri og stærri þurfa þau betra skjól. Breiða afstórgrýti i Húseyjarkvísl. eftir Bjarna Jónsson, Norðurlands- deild Veiði- málastofnunar, Hólum Því er það að á stómm svæðum em mjög takmörkuð skilyrði fyrir eldri laxaseiði þrátt fyrir að mikið kom- ist upp af ungum laxaseiðum. Vís- bendingu um þetta má oft sjá i seiðarannsóknum þar sem mikið veiðist gjaman af nýklöktum laxa- seiðum sem eru svo horfin að mestu árin á eftir. Sum seiðin leita á staði sem bjóða þeim betri bú- svæði en líklegt er að stór hluti þeirra farist. Á þessum stöðum em því mjög fá laxaseiði sem ná nokk- um tíma sjóþroska. Það er því síður lausn að sleppa smáseiðum á þessa kafla. Besta fiskræktaraðgerðin á þessum stöðum er að bæta búsvæði fyrir laxaseiði. Þetta má gera með því að útbúa grjótgarða eða grjót- hleðslur í ánum sem fóstrað geta laxaseiði. (Ljósm. Bjarni Jónsson). Búsvæðagerð Heppilegir staðir til búsvæða- gerðar em þar sem halli er nægjan- legur til þess að tryggja gott rennsfí í gegnum búsvæðin og minnka hættu á að framburður safnist í þau. Það er einnig ákjósanlegt að sam- eina að einhverju leyti búsvæða- gerð og vamir gegn landbroti. Þeg- ar útbúnir em grjótgarðar þarf að gæta þess að gera þá þannig úr garði að áin nái ekki að brjóta sér leið fram hjá þeim með landi. Garðamir þurfa að vera litt áber- andi og vera sem minnst fyrirstaða þannig að straumstefna breytist ekki eða það hækki umtalsvert í ánni á kafla. Það er algengt viðmið að garðamir nái ekki lengra út í ámar en sem nemur þriðjungi ár- breiddar. Hæfileg íjarlægð þarf að vera á milli þeirra þannig að þeir hafi ekki veraleg áhrif hver á annan en bakkalengd má samt nýta vel. Önnur leið í búsvæðagerð er að útbúa svokallaða grjótodda. Grjót- oddamir em stakar hleðslur þriggja eða fleiri steina sem mjókka móti straumi og kljúfa hann á völdum stöðum í ánum. Einnig getur verið hentugt að blanda saman grjótgörð- um og grjótoddum á sama svæði. Helsta hættan sem fylgir gerð grjótgarða eða grjótodda er að þeir skolist til, grafist niður eða fyllist af framburði þannig að ekki verði nægjanlegt rennsli í gegnum þá með þeim afleiðingum að lífríki í þeim nái ekki að dafna. Á það bæði við um laxaseiði og þær lífvemr sem þau lifa á. Nýju búsvæðin þurfa því að vera úr nægjanlega stóm grjóti til þess að skolast ekki burtu en samt ekki of stóm því að rennsli um það verður ekki eins gott. Mjög stórir steinar einir sér henta betur til veiðistaðagerðar. Best er að gera grjótgarða úr hnull- 14 - PR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.