Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 30

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 30
lands hafi breyst að einhverju leyti. Ræktun nytjaplantna og bú- ijár er hluti af menningarsögu landbúnaðarsvæða og hefúr gildi á við aðra þætti sögunnar. Staðan í íslenskum landbúnaði Hefðbundinn landbúnaður á Is- landi byggist að verulegu leyti á ís- lenskum erfðalindum, sérstaklega búíjárræktin. Ræktun nytjaplantna hefúr í auknum mæli byggst á að- fluttum tegundum á undanfomum áratugum. Samkvæmt ákvæðum Ríósamningsins er Islendingum skylt að viðhalda erfðalindum, sem em sérstakar í landinu, og ber þar hæst gömlu búfjárkynin sem áður er getið, sem og íslenskar nytjaplöntur sem em ekki i ræktun annars staðar. Yfirleitt má reikna með því að virk hagnýting erfðalinda sé besta leiðin til þess að viðhalda þeim og því er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af tegundum eða stofhum sem em í almennri ræktun. Ef nýting er lítil eða engin þarf að vakta tegundina eða erfðahópinn. Sama má segja ef innflutningur erfðaefhis af annarri eða sömu tegund setur innlenda erfðalind í hættu. Það plöntuerfðaefni, sem þarf að varðveita, er tvenns konar. Annars vegar em eiginlegar ræktarplöntur. ísland er fullgildur aðili að Nor- ræna genbankanum. Hlutverk hans er að varðveita nytjaplöntur af nor- rænum uppruna. Þar em nú varð- veittir nokkrir íslenskir stofnar ým- issa nytjajurta sem teljast sérstakir. Hins vegar þarf að varðveita villtar plöntur í íslenskri náttúm og koma í veg fyrir að innfluttar ryðji þeim úr vegi. Hverfandi hætta er á að út- lendar nytjaplöntur, sem einungis þrífast í ræktuðu landi, ógni inn- lendum plöntutegundum. Hins veg- ar er ástæða til að fylgjast náið með áhrifum útlendra plantna sem dreift er á útjörð eða í uppgræðslu. Skóg- rækt byggist nánast alveg á inn- fluttum tegundum og dæmi em um að þær séu famar að sá sér. Alaska- lúpínan hefur reynst aflmikill nýbúi í íslensku gróðurfari og sett svip sinn á landið. Viss hætta er á að hún ógni búsvæðum, svo sem lyngmó- um á norðanverðu landinu. Ekki virðist þó stórfelld hætta á að hún eyði innlendum erfðalindum í ná- inni framtíð. Því er rétt að vera á varðbergi þegar plantað er eða sáð utan eiginlegs ræktarlands. Um- hverfisráðuneytið hefur nú gefíð út reglugerð með stoð í nýlegum lög- um um náttúmvemd sem tekur ein- mitt á þessum þætti. Er hún sett með skírskotun í Ríósáttmálann og er meginmarkmið hennar að koma í veg fyrir að útlendar plöntutegund- ir valdi óæskilegum breytingum á líffræðilegri fjölbreytni í íslenskum vistkerfum. Gömlu íslensku búfjárkynin falla öll undir innlendar erfðalindir sem þjóðin ber ábyrgð á að viðhalda. Ástæða er til að vakta geitur og landnámshænsni sérstaklega sem og forystuféð og hvetja til fjöl- breyttari nýtingar þessara stofna eftir þvi sem unnt er. Einnig hefúr verið bent á að nauðsynlegt sé að fýlgjast með sjaldgæfum litum í búfé og gæta þess að þeir hverfi ekki. Nokkur félög áhugamanna á þessu sviði (Geitfjárræktarfélag ís- lands, Forystufjárræktarfélag Is- lands, Félag áhugafólks um ræktun litforóttra hrossa) em starfandi og er það jákvætt. Hvað varðar „stóm“ ræktunarstofnana, sauðfé, kýr og hross, þá hefur þeim ekki verið talin hætta búin. Innflutningur er- lendra stofna til kynbóta getur hins vegar breytt þeirri mynd. Enginn vafí er á því að íslendingum ber skylda til að vemda þessa gömlu stofna sérstaklega, án innblöndun- ar, ef afráðið verður að byggja framleiðsluna á blönduðum kynj- um eða ef skipt verður um fram- leiðslukyn. Þannig er eðlismunur á innflutningi stofna og tegunda eftir því hvort innlendum erfðalindum er stofnað í hættu. Erlendar ræktun- arplöntur sem þrífast ekki í villtri náttúru ógna ekki innlendum plöntutegundum, en öðru máli gegnir um innblöndun aðflutts erfðaefnis í búfjárstofna, þannig að hagnýting innlenda stofnsins verð- ur ekki lengur sjálfsögð. Umræða um laxeldi með inn- fluttum stofnum er af sama meiði. Nokkur hætta er talin á að eldislax geti sloppið úr sjókvíum og þannig blandast villtum laxastofnum og jafnvel útrýmt þeim. Sú hætta er mun minni ef innflutti laxinn er al- inn í kerjum á landi eins og gert hefúr verið að mestu hingað til. Rétt er að benda á að stofnar plantna og dýra, sem hafa verið kynbættir til ræktunar við íslenskar aðstæður, t.d. bygg og bleikja, telj- ast til erfðalinda sem við berum ábyrgð á til jafns við aðrar erfða- lindir. Hér á landi hefúr ekki verið mót- uð heildarstefna um varðveislu erfðalinda í landbúnaði. Erfða- nefnd búíjár hefúr starfað á vegum landbúnaðarráðuneytisins frá 1984 og er henni ætlað að fylgjast með og halda skrá um erfðabreytileika og þróun hans í búfjárstofnum og ferskvatnsfiskum. Hlutverk og starfsvið nefndarinnar hefúr ekki verið tengt formlega við skuld- bindingar Ríósamningsins og full þörf er á að endurskilgreina hlut- verk hennar og móta stefnu sem er í samræmi við hliðstæða starfsemi í nágrannalöndunum. Enginn form- legur vettvangur er um varðveislu erfðalinda í nytjaplöntum, en ís- lensk ráðgjafamefnd fyrir Norræna genbankann hefúr starfað frá 1989. Lokaorð Aðild Islands að samningnum um líffræðilega fjölbreytni og tengsl landsins við alþjóðlegt sam- starf, er varðar vemdun erfðalinda, gera það að verkum að brýnt er að móta heildarstefnu um varðveislu erfðalinda í landbúnaði á Islandi. Áætlanir hafa þegar verið gerðar eða em í smíðum á hinum Norður- löndunum og sambærileg áætlana- gerð þarf að fara fram hér. í þeirri vinnu þarf að taka tillit til hagnýt- ingarsjónarmiða sem og menn- ingar- og umhverfissjónarmiða. 30 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.