Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 10

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 10
í þeirri öru þróun, sem nú er í allri tækni við bústörf, þá tel ég brýnt að halda uppi góðu verknámi við búnaðar- skólana, svo sem stillingu á margs konar vélum, og vinnubrögð, t.d. plægingar. Þá er nauðsynlegt að kenna nemendum að forðast slys af völdum tækninnar. A síðari árum hefur dregió úr aðsókn í almennt búfrœðinám. Hvað veldur því? Það er nú án efa fleira en eitt. Sjálfsagt veldur þar þó mestu að afkoma í landbún- aði hefur verið léleg. Ungl- ingar, sem alast upp i sveit og sóttu áður eftir búfræði- námi með það í huga að taka við jörðinni, sjá nú ekki framtíð í því eins og áður. Það er heldur ekki þess að vænta að foreldamir hvetji þau til þess. Eg hef orðið þess áskynja af nemendum mínum, sem eru úr sveitum þar sem fólki er farið að fækka vemlega, að þá leggjast mestöll félagsstörf niður, ungmennafélag, kvenfélag og jafnvel búnaðarfélag er dautt eða sameinað öðm búnaðarfélagi. Það em ekki haldnar samkomur, svo sem þorrablót, það er messað örsjaldan og nemendur úr þessum sveitum hafa sagt frá því og unga fólkið hafi enga möguleika á að lyfta sér upp, fara og hitta jafnaldra nema að fara á fyllilríissamkomur í nálægum þéttbýlum. Þegar svo er komið er orðið stutt í að sveitin fari alveg í eyði. Staða landbúnaðar ogframtíðar- horfur? Það em margir þættir sem ráða framtíð landbúnaðar á íslandi næstu 50-100 árin, eins og allra annarra landa. Flestir ábyrgir vís- indamenn spá veðurfarsbreytingum á næstu áratugum, vegna aukningar koltvísýrings og annarra gróður- sem nú em að vaxa úr grasi, munu e.t.v. þurfa að læra að temja vagnhesta. Er hugsanleg loftlags- breyting það eina sem þú telur hafa áhrif framtíð landbúnaðar? Nei en ef loftlags- breytingamar verða, hafa þær mjög víðtæk áhrif. En þar að auki mun mann- kyninu ijölga ört sem kallar á meiri mat, en það sem dregur úr möguleik- um á aukinni matvæla- framleiðslu er að eyði- merkur stækka og stöðugt er verið að taka gott rækt- arland úr notkun, til að byggja á því hús, vegi, flugvelli o.s.frv. Það er þess vegna eðlilegt að all- ar ríkar þjóðir reyna að vernda landbúnað sinn, t.d. með niðurgreiðslu afurða. Þetta mglar sam- keppni á milli búgreina á ýmsa vegu, t.d. þekkjum við að niðurgreiðsla á korni bætir samkeppnisaðstöðu svína- og fuglakjöts við kjöt af grasbítum. Nú þegar eru átök milli að minnsta kosti þriggja gerða að búum, hátæknivæddra verksmiðju- búa, fjölskyldubúa með miðlungs tæknivæðingu og Qölskyldubúa með litla tæknivæðingu, sem sum hver stunda lífrænan landbúnað undir kjörorðinu Lítið er fallegt. í nálægum löndum stendur yfir mik- ill slagur á milli hefðbundinna kyn- bóta á dýmm og jurtum annars veg- ar og erfðabreyttra lífvera, m.a. til að auka afköst þeirra. Það er því alveg víst að landbún- aður á íslandi á effir að ganga í gegn- um mjög breytt starfsumhverfi á næstunni. Þeir sem sjá um rannsókn- ir, menntun og ráðgjöf í landbúnaði verða heldur betur að taka á honum stóra sínum til að fylgjast með og hjálpa bændum að fást við nýjar og óþekktar aðstæður M.E. Málverk af Magnúsi Óskarssyni eftir Baltasar. Gjöf til Bændaskólans á Hvanneyri frá vinum og samstarfsmönn- um Magnúsar, afhent i ágúst 1999. húsalofttegunda í lofthjúpnum, sem getur haft mikil áhrif á meðalhita í heiminum og þar með á matvæla- framleiðslu. Við vitum ekki hvort þetta verður til þess að hitastigið hækkar eða lækkar á íslandi. Vegna þess að menn óttast þessar breyt- ingar halda menn ráðstefnu eftir ráðstefnu til að reyna að draga úr notkun orkugjafa sem mynda kol- tvísýring og aðrar lofttegundir sem auka gróðurhúsaáhrif. Þar að auki er vitað að farið er að ganga á olíu- birgðir heimsins og þær endumýja sig ekki. Vegna þess ama mun verð á orkugjöfum fara hækkandi á næstu áratugum. Þess vegna kemur hver sendinefndin eftir aðra frá stórfyrirtækjum og vill kaupa okk- ur hreinu orku úr fallvötnum og jarðhita. Það er nokkuð ljóst að olíuafurðir munu margfaldast í verði á næstu áratugum, sem mun breyta bútækni hjá okkur og öðmm vélvæddum þjóðum. Bændaefnin, 10 - pR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.