Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 20
arfoxgrastúnið gengur úr sér eiga þeir að nýta þær tegundir sem þá taka við. Áburðartími? Ýmsir halda að það eigi ekki að bera á fyrr en féð er farið af tún- inu, en þetta er ekki rétt. Mikil- vægt er að bera ávallt á í byrjun gróanda. Það er ekki vitað um eitr- un af völdum tilbúins áburðar þó að fé gangi á landinu sem borið er á. Hitt er annað mál að það dregur úr uppskeru ef féð nauðbítur gras- ið þegar það er að koma upp, en á þeim tíma þurfa grösin frið til að vaxa. Ræktun á kalsvæðum Þar þarf fyrst og fremst að nota innlend yrki ef þess er nokkur kost- ur. Innlent yrki af vallarsveifgrasi kemur senn á markaðinn. Hins vegar þolir enginn gróður verstu kalárin, það er sama hverju væri sáð ef t.d. svell er á túnum hálfan veturinn eða meira og þá er það einungis grænfóðurrækt sem getur bjargað fóðuröfluninni. Rétt er að leggja áherslu á að markviss endurræktun dregur úr skaða af völdum kals en losun og loftun jarðvegs gerir hann að betri sáðbeði. Hvað um ísáningu, þ.e. að sá án þess að vinna landið? ísáning hefur gengið fremur illa, e.t.v. af framangreindum ástæðum, þó að nokkur breytileiki sé þar á ferðinni. Getur ekki kaldauðinn skilið eftir óæskileg efni í jarðveginum? Jú, slíkt getur gerst. Það nýjasta í þeim efnum er að kaldauði verði þegar grasið kemst í snertingu við súrefni eftir langvarandi loftleysi undir svelli. Þama gæti verið ráð að plægja landið og grafa þennan eitraða jarð- veg og sá sem fyrst grasi eða græn- fóðri sem fljótt er að taka við sér. Þetta gæti einnig verið svar við þeirri gagnrýni að jarðvegur, sem er opinn eftir plægingu, t.d. frá hausti til vors, eykur hættu á foki og úrrennsli. Hvert er gildi beringspunts í túnrækt? Það skiptir mjög í tvö horn. Sums staðar endist hann mjög illa. Rótarkerfið virðist þola illa hreyf- ingu jarðvegsins, svo sem frostlyft- Rauðsmári. ingu, einkum meðan það er að ná sér á strik. Því hefur reynst erfitt að rækta beringspunt í méluríkum móajarðvegi. Hann lifír hins vegar miklu betur í hreinum sandi og hef- ur þannig slegið í gegn við land- græðslu. Einnig virðist hann lifa ágætlega í mýrarjarðvegi eins og á Hvanneyri. Þá er hann góður í upp- græðslu hátt yfír sjó, t.d. í 500 metra hæð því að hann hefur mikið vetrarþol. Beringspuntur gefur mikla upp- skem en búfé finnst hann ekki lost- ætur og i heildina hefur hann ekki náð teljandi útbreiðslu í almennum búskap. Snarrótarpuntur? Fóðurgildi snarrótarpunts er slakt, auk þess sem skepnur em ekki lystugar á hann. Hann getur hins vegar gefið góða uppskeru og þolir vel þurrka og kelur síður en aðrar tegundir þar sem hann mynd- ar þúfur. Snarrótarpuntur er lág- lendisplanta en þegar ofar dregur víkur hann fyrir t.d. Qallasveif- grasi. í alvörubúskap ættu menn ekki að hugsa um snarrótarpunt. Língresi? Hálíngresi er hávaxið og þétt gras og gefur ágæta uppskeru. Stráin em hins vegar veik og leggj- ast auðveldlega í legu. Það þolir vel súra jörð en er ekki lostætt fyrir búfé. Töluvert mikið er af því á Suðurlandi og Vestfjörðum. Að lokum, hvernig lítur tún út þegar þörf er á endurvinnslu? í fyrsta lagi má nefna að gróður- inn, sem við viljum hafa, er farinn. Þá getur túnið verið orðið óslétt og/eða blautt og þá er orðið tíma- bært að moka upp úr skurðum og kýfa landið. Minna má á að hreins- un skurða er styrkhæf. Þá getur verið hagstætt að kalka landið en kölkun lands getur verið forsenda komræktar sem og ræktunar belg- jurta. M.E. 20 - Frévr 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.