Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 23

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 23
Flytjum kjöt en ekki dýr Renate Kiinast lagði mikla áherslu á siðferðileg málefni í Rachel Carson- erindi sínu. Með- ferð búfjár vekur margar siðferði- legar spumingar og hún benti á að neytendur höfnuðu búfjárhaldi þar sem velferð dýra er ekki í heiðri höfð, fóðri úr dýrahræjum og fjöldaslátrun sem beitt er við sjúk- dómavamir. Þá beindi hún athyglinni að þeim umfangsmiklu flutningum á búfé sem nú eiga sér stað. Slíkir flutn- ingar auka á dreifmgu sjúkdóma og íþyngja velferð dýra. Hún mælti því eindregið með því að betur sé farið með skepnur við flutninga og leyfilegur flutningstími verði skor- inn niður. Þá hlýtur það að vera skynsamlegra að flytja kjöt heldur en sláturdýr langar leiðir. Á þessu sviði er einnig verk að vinna gagnvart ESB. Það er erfitt vegna þess að hugmyndir um vel- ferð dýra em ólíkar milli einstakra landa sambandsins. Einkum taldi hún seint og illa ganga að breyta reglum um búrhænsni. Hætta á notkun hefðbundinna búra í ESB fyrir árið 2012, en hún kvaðst leggja til að bannið taki gildi í Þýskalandi þegar fyrir árið 2007 og að strax verði bannað að setja upp fleiri slík búr. Harðari alþjóðlegar viðmiðanir Renate Kiinast sagði að lokum að dýravelferð, neytendavernd og vemd á náttúmnni væm atriði sem sífellt meiri gaumur væri gefínn á alþjóðavettvangi. Hún benti m.a. á mótmælaaðgerðir i Seattle, Prag og víðar sem dæmi um auknar áhyggjur af alþjóðavæðingunni. Stjórnmálamenn verða að taka þessi skilaboð alvarlega, sagði hún, og lýsti þvi yfír að Þýskaland og ESB munu láta málefni bættrar neytendavemdar, dýravelferðar og umhverfisvemdar til sín taka á al- þjóðlegum vettvangi. Þetta mun einnig gilda um aukið matvæla- öryggi og hertar reglur um inni- haldslýsingu á matvælum. Hún vakti athygli á að bændur í Bandaríkjunum gefa nautgripum hormóna til að hraða vexti þeirra og til að kýr mjólki meira. I ESB er þetta bannað til að verja neytendur. Bandarískir bændur nota einnig erfðatækni í stómm stíl til að auka framleiðslu á sojabaunum, bómull og maís. I Evrópu er mikill meiri- hluti neytenda á móti því að fram- leiða hráefni í matvæli með þessum hætti. I Bandaríkjunum vex einnig þessi mótstaða. Umfangsmikill sjálfbær landbún- aður í Evrópu er framlag okkar til sjálfbærs alþjóðasamfélags, sagði Renate Kiinast að lokum. (Þýtt og endursagt úr Bondevennen nr. 36/2001). Moli Margar litlar bújarðir í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneytið í Bandaríkjunum, USDA, hefur ný- lega birt skýrslu um samsetningu flölskyldubúa í landinu. Þar kem- ur fram að fá en stór fyrirtæki standa að baki yflrgnæfandi mest- um hluta af heildarframleiðslu- verðmæti bandarísks landbúnaðar. Minni rekstrareiningar gegna hins vegar miklu hlutverki í sumum framleiðslugreinum. USDA skiptir bandarískum landbúnaði í tvo meginflokka; minni fjölskyIdubú og önnur. I fyrmefnda flokknum eru bú með innan við 250 þúsund dala árs- veltu, bú sem eftirlaunaþegar reka og bú þar sem meirihluti tekna kemur frá annarri starfsemi en landbúnaði. I hinum flokknum eru fjöl- skyldubú með meira en 250 þús- und dala tekjur, sem og bú með öðru rekstrarfyrirkomulagi, svo sem samvinnurekstri. Upplýs- ingar byggjast á gögnum frá 1998 en það ár höfðu yfir 40% búa meirihluta tekna sinna frá annarri starfsemi en framleiðslu búvara. Þessi bú framleiddu um 6% allra búvara í Bandaríkjunum að verðmæti. Þá ráku eftirlauna- þegar 14% búa, sem skiluðu þó aðeins 2% af verðmæti búvara í landinu. Bú í flokknum lítil fjölskyldubú glímdu í verulegum mæli við erf- iðaafkomu. USDA bendirþó á að þau séu mjög mikilvæg fyrir bandarískan landbúnað. Þannig ffamleiða þau 62% af öllu gróf- fóðri í landinu, 54% af tóbaki, um helming af sojabaunum og tæp- lega helming af nautakjötinu. Auk þess gegna þessi bú miklu hlutverki við að framfylgja um- hverfls- og náttúruvemdarstefnu í bandarískum landbúnaði. Bændur á eftirlaunum einir ráða yfir 30% af því landi sem nýtur styrkja samkvæmt umhverfisvemdaráætl- uninni, (Conservation Reserve Program). Bú í flokknum “önnur bú” em 10% af heildarfjölda bandarískra búa og af þeim em 8% skilgreind sem fjölskyldubú. Þessi fjöl- skyldubú framleiða 53% af fram- leiðsluverðmæti bandarisks land- búnaðar og fá jafnframt í sinn hlut mest af þeim opinbem styrkjum sem veittir eru til bandarísks land- búnaðar. í skýrslunni kernur ffani að hlut- ur kvenna í bændastétt í Banda- ríkjunum fer vaxandi. Um 1980 vom konur innan við 5% banda- rískra bænda en árið 1998 voru þær meira 10% þeirra. (Internationella Perspektiv nr. 22/2001). FR€VR 11/2001 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.