Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 26

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 26
Erfðalindir í landbúnaði Erindi frá Ráðunautafundi 2001 Yfirlit Erfðalindir í land-búnaði eru grunnur að allri ræktun lands og búpenings. Útbreiðsla ræktunar og aðlögun nytjategunda að mismun- andi loftslagi og landkostum hefúr leitt til mikillar fjölbreytni sem er talin til sameiginlegra auðlinda heimsins. Samningurinn um líf- fræðilega fjölbreytni kveður á um ábyrgð þjóða á varðveislu og sjálf- bærri nýtingu eigin erfðalinda. Þörf er á stefnumótun um verndun erfðalinda í landbúnaði á Islandi. Inngangur Hugtakið erfðalindir vísar til verðmæta sem felast i erfðabreyti- leika lífvera og þeirrar fjölbreytni í ásýnd og eiginleikum sem erfða- eiginleikamir skapa. Þetta hugtak á bæði við um villta náttúru og nytja- tegundir. Á undanförnum árum hefur athygli manna beinst að því hvemig viðhalda megi erfðalindum heimsins til gagns fyrir framtíðina. Talið er nauðsynlegt að sporna gegn því að tegundum fækki og líf- ríkið verði fábreyttara. Samningur- inn um líffræðilega fjölbreytni, sem samþykktur var í Ríó 1992, og framkvæmdaáætlun hans, svonefnd Dagskrá 21, fjalla að vemlegu leyti um vemdun og viðhald erfðabreyti- leika og sjálfbæra nýtingu erfða- linda. Þar er litið á þær sem lifandi náttúruauðlind. Nytjaplöntur og búpeningur, sem maðurinn hefúr tekið í þjónustu sína og sem hafa mótast af sambýlinu við hann, eru taldar mikilvægustu erfðalindimar. Nýting erfðalinda og þróun landbúnaðar Talið er að maðurinn í núverandi mynd hafi birst á sjónarsviði sög- unnar fyrir um 40 þúsund ámm. Eftir Emmu Eyþórsdóttur, Þorsteinn Tómasson og Áslaugu Helgadóttur, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Hann var þá á svonefndu söfnunar- og veiðimenningarstigi og dreifðist fljótt um flestar álfur heims. Fyrir hartnær 10 þúsund ámm varð sú meginbreyting í lífsháttum manns- ins að hann fór að stunda akuryrkju og kvikijárrækt á afmörkuðum landsvæðum. Þetta gerbreytti öll- um forsendum fyrir tilvist manns- ins og skapaði möguleika á stað- bundinni búsetu, meira fjölmenni og öruggari lífsskilyrðum. Þau samfélög, sem náðu tökum á land- búnaði, urðu því fljótt öflugri en veiðimannasamfélögin í næsta ná- grenni og veldi þeirra breiddist út. Ræktarplöntur dreifðust með þess- um hætti á flest byggð ból. Þróunin var mishröð eftir aðstæðum og teg- undum lifvera. Til dæmis sýna fomleifafræðirannsóknir að kom- ræktin dreifðist ffá upphafssvæði sínu fyrir botni Miðjarðarhafs um 800 metra á ári og það tók bygg nær 3000 ár að berast til Danmerk- ur. Maís, sem einnig á upprana sinn í hlýju loftslagi, dreifðist hins veg- ar mun hægar út frá uppranasvæði sínu vegna takmarkana sem felast í ljóstillífúnarkerfi tegundarinnar. Margt bendir til þess að maður- inn hafi hvarvetna á ferðum sínum leitað uppi og nýtt sér allar tegundir dýra og plantna sem unnt var. Það virðist landfræðileg tilviljun að fjórar af sex mikilvægustu komteg- undum heimsins eru upprunnar á svipuðum slóðum fyrir botni Mið- jarðarhafs og lögðu þær grandvöll- inn að þeirri menningu sem þar þróaðist. Sömuleiðis er það land- fræðileg tilviljun að algengustu bú- fjártegundir, s.s. sauðkindin, geitin og kýrin, eru upprannar á þessum sömu slóðum. I Ameríku var maís- inn hins vegar eina plantan sem hentaði til ræktunar á komi. Er þetta sennilega skýringin á afger- andi mun á þróun mannsins í Evrópu, Asíu og Ameríku. í Amer- íku eyddu frumbyggjar á veiði- mannastiginu þeim spendýram sem hugsanlega hefði mátt temja og er lamadýrið nánast eina spendýrið sem tamið hefur verið í þeirri álfu. Þróunin varð því sú að tiltölulega fáar tegundir plantna og dýra, sem hafa dreifst um heim allan, eru nýttar í landbúnaði. Þær eru undir- staða þess mikla mannfjölda sem nú byggir jörðina. Frá upphafi landbúnaðar hefur það talist til mestu auóæfa að eiga aðgang að lífveram sem henta til ræktunar og gefa af sér nýtanlegar afúrðir. í öllum hemaði og land- könnunarleiðöngram var söfnun á áhugaverðum tegundum eitt mikil- vægasta viðfangsefnið. Gullið sem Kólumbus tók með sér frá Ameríku vakti vissulega athygli. Meiri áhrif höfðu þó þær nytjategundir sem hann kom með, svo sem kartöflur og tómatar. Vegna stöðugs flutn- ings á áhugaverðu erfðaefni er staðan sú að landbúnaður í heim- inum byggir alls staðar að mestu leyti á tegundum sem eru aðfluttar. Það er sameiginlegt bæði dýram og plöntum að tegundir og stofnar taka miklum breytingum við aðlög- un að nýju umhveríí og áframhald- andi ræktun. Við það verða til nýir stofnar, oft ólíkir þeim uppranalegu. Þessar breytingar era afleiðingar 26 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.