Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 25

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 25
Brautskráning þjálfara og reiðkennara 9. júní 2001 Hinn 9. júní 2001 brautskráðust 6 nemendur sem þjálfarar og reið- kennarar ffá Hólaskóla, einn nem- andi þurfti að endurtaka þjálfara- prófið og lauk því um mitt sumar. Af þessu tilefni var haldin vegleg reið- sýning, með þátttöku nemenda og heiðursverði íslenska hestsins og veitt verðlaun. Margt var góðra gesta, þar á meðal Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Þeir sem verð- laun hlutu voru Þórarinn Eymunds- son, Morgunblaðskeifúna fyrir hæstu meðaleinkunn, og afhenti Valdimar Kristinsson verðlaunin. Þórarinn hlaut einnig LH styttuna fyrir hæstu einkunn í reiðkennslu og afhenti Jón Albert Sigurbjömsson formaður LH verðlaunin. Þá hlaut Guðmar Þór Pétursson Ástundarhes- tinn fyrir bestan árangur í reið- mennsku og afhenti Amar Guð- mundsson í Ástund ehf. verðlaunin. Hjaltadalur skartaði sínu fegursta og var almenn ánægja ríkjandi meðal gesta og þátttakenda. Eftirfarandi nemendur braut- skráðust sem þjálfarar og reiðkenn- arar: Eyþór Einarsson, Syðra Skörðugili, Skagafirði Guðmar Þór Pétursson, Brávöllum, Mosfellsbæ Haukur Ttyggvason, Mýri, Bárðardal, S-Þingeyjars. Helga Thoroddsen, Þingeyrum, A-Húnavatnssýslu Herdís Reynisdóttir, Rauðarárstíg 41, Reykjavík Ragnheiður Samúelsdóttii; Útnyrðingsstöðum, S-Múlasýslu Þórarinn Eymundsson, Saurbæ, Lýt., Skagafirði. Brautskráning af ferða- málabraut 31. ágúst 2001 Hinn 31. ágúst vom nemendur á ferðamálabraut Hólaskóla braut- skráðir með Diploma í ferðamála- fræðum. Þetta er í fimmta skipti sem nemendur eru brautskráðir ffá ferðamálabraut Hólaskóla en kennsla á brautinni hófst haustið 1996. Athöfnin fór að þessu sinni fram í baðstofunni í Nýjabæ, (oft kallaður Gamli bærinn á Hólum en nefndur Nýibær, þegar hann var reistur um miðja 19. öld). Skúli Skúlason, skólameistari, og Guð- rún Þóra Gunnarsdóttir, deildar- stjóri, ávörpuðu samkomuna og af- hentu nemendum skirteini sín. Að athöfn lokinni var gestum boðið til hátíðarkvöldverðar í Hólaskóla. Þau sem brautskráðust vom eftir- farandi: Jón Örn Gunnlaugsson, Hafnartúni 10, Siglufirði Kristín Armannsdóttir, Lindargötu 9, Sauðárkróki Margrét Sigurðardóttir, Garðavegi 29, Hvammstanga. Mo/ar Þjóðverjar rannsaka kjöt af villibráð Landbúnaðar- og neytenda- ráðuneyti Þýskalands hefur ákveðið að rannsaka allt kjöt af villibráð m.t.t. til kúariðu. Ákvörðunin er rökstudd með því að ekki sé unnt að útiloka að hirt- ir eða dádýr hafi verió fóðruð með kjöt- og beinamjöli að vetri til. Ákvörðunin gengur i gildi um nk. áramót. Sérfræðingar ráðuneytisins vita til þess að dýr sem ganga villt í skógum hafi verið fóðmð með kjöt- og beinamjöli og ráðuneytið vill komast að því hvort af því hef- ur hlotist kúariðusmit. Kúariðutilfelli í Þýskalandi eru nú kornin upp í 100 án þess að sér- fræðingar viti hvemig veikin hefúr dreift sér. í Þýskalandi er nú rann- sakað allt kjöt af nautgripum eldri en 24 mánaða m.t.t. kúariðu, jafn- framt því sem veittar hafa verið 1,4 milljón evmr til rannsókna á sjúkdómnum. Frá því fyrsta kúariðutilfellið kom upp í Þýskalandi í nóvember 1999 hefur kjöt af 1,4 milljón slát- urgripum verið rannsakað. Hins vegar hafa einungis 30 tilfelli af kúariðu fúndist í þeim. Flest til- fellin hafa fundist við slátmn á grunuðum gripum. (Landsbygdens Folk nr. 34/2001). Helmingur danskra kúa í lausagöngu Meira en helmingur danskra kúa er nú í lausagöngu og fjölgar ört, en fyrir fjórum ámm voru það að- eins 29% kúnna. Það em frekar stærri búin sem em með kýmar í lausagöngu, þannig að það er að- eins um þriðjungur búanna sem hafa kýmar lausar. 1 Danmörku em það einungis 86% býla með mjólkurframleiðslu þar sem kýr ganga á beit. Á öðr- um býlurn er innifóðrun allt árið. (Land nr. 36/2001). Kýr mjólka betur við rólega tónlist Kýr mjólka betur við rólega tón- list en verr við hraða og hávaða- sama tónlist. Þetta er niðurstaða nýrrar breskrar rannsóknar. Kýr, sem hlustuóu á Pastoralsinfoníu Beethovens eða aðra rólega tón- list, mjólkuðu 3% meira en áður. Við bítlamúsik dró hins vegar úr nytinni. Rannsóknamennimir telja að ró- leg tónlist dragi úr streitu kúnna og hafi þannig áhrif á nytina. Rannsóknin fór fram við Háskól- ann í Leicester og var gerð á yfir þúsund svarthvítum Holsteinfrísi- an kúm. (Landsbygdens Folk nr. 34/2001). Frcvr 11/2001 -25

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.