Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 16

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 16
Dr. Gunnar Guðmundsson skrifaði doktorsritgerð um heysótt (mæði): Heysótt var fyrst lýst r í heiminum á Island Heysótt eða heymæði, eins og algengt er að kalla þennan sjúkdóm hér á landi, hefur um aldir þjakað og þjáð íslenska bænd- ur. Þeir eru ófáir bændumir sem hafa þurft að bregða búi vegna þessa sjúkdóms, og aðrir hafa feng- ið varanlegan skaða af. Og enda þótt Sveinn Pálsson læknir hafi fyrstur manna skráð og lýst heysótt árið 1790, þá var það ekki fyrr en nýlega að menn skildu betur bólgu- ferlið sem á sér stað í heysótt. Dr. Gunnar Guðmundsson, lungnasérffæðingur, skrifaði dokt- orsritgerð og valdi sér verkefnið heysótt eða það sem oftast var kallað heymæði. Hann varði doktorsritgerð sina við Háskóla íslands 30. sept- ember árið 2000. Dr. Gunnar var spurður hvers vegna hann hefði val- ið sér heysótt sem verkefni til dokt- orsritgerðar? „Það bar þannig til að árin 1975 til 1977 var ég í sveit á Gilsbakka í Hvitársíðu, hjá þeim merku hjónum Sigurði Snorrasyni og Önnu Brynj- ólfsdóttur, sem margir þekkja. Þar í sveitinni heyrði ég fólk tala um að þvi yrði illt af heyryki í hlöðu. Þetta varð mér minnisstætt. Síðan liðu mörg ár áður en ég fór að læra læknisfræði. Að almennu lækna- námi loknu ákvað ég að taka lyflækningar og lungnasjúkdóma sem sérgrein. Þegar ég var í Bandaríkjunum í framhaldsnámi komst ég að því að til var módel í músum, sem líkti eftir þessum sjúkdómi, sem við köllum heysótt eða heymæði, hjá bændum,“ segir dr. Gunnar en heldur svo áffam. Fyrst á íslandi „Og svona til gamans má geta þess að heysótt var fyrst lýst í heim- inum á íslandi árið 1790. Og það var Sveinn Pálsson læknir sem það gerði. Síðan skrifar annar læknir, Jón Pétursson, um heysótt árið 1794. Heysótt er ekki skyld astma. Hún er stundum kölluð heymæði. Mér þykir betra að nota orðið heysótt enda er það miklu eldra og er notað í þessum frásögnum frá 1790 Bretar tala gjaman um að sjúkdómnum hafi fyrst verið lýst í Bretlandi 1932 en það er ekki rétt. Lýsingin er skráð fyrst hér á landi, sem fyrr segir, árið 1790 og það em til fleiri en ein lýsing á sjúkdómnum ffá þeim tíma. Þetta em ótrúlega nákvæmar lýsingar á því hvemig Dr. Gunnar Guðmundsson. fólkinu leið, nánast eins og þetta væri skrifað niður í dag. Hins vegar vissu læknarþess tíma ekki afhveiju sjúkdómurinn stafaði. Síðar kom ffam vaxandi skilningur á því að það sem ylli heysótt væm dauðar hitakærar bakteríur sem vaxa í illa þurrkuðu heyi. Þær sitja síðan effir í heyinu og þegar svo farið er að gefa heyið þyrlast bakteríumar upp í loftið og fólk andar þeim að sér. Það kveikir upp bólgusvömn í lung- unum, sem var lítið skilin lengi vel. Getur leitt til lungnaþembu Það sem doktorsverkefni mitt snerist um var að nota þessar mýs til þess að skilja betur bólgusvömn- ina, sem verður í lungum þegar fólk andar þessum dauðu bakterium að sér. Þetta lýsir sér þannig að bónd- inn fer í hlöðu, leysir hey og gefúr. Síðan liða nokkrir klukkutimar en þá getur hann orðið móður, orðið þungt fyrir brjósti, hóstað og fengið hita. Þetta getur staðið yfir í einhverja klukkutíma en svo getur hann verið orðið góður næsta morgun. Flestir fá þennan sjúkdóm aldrei í ským formi, heldur er þetta offast þrálátur hósti og almennur slappleiki og menn bara sætta sig við að vera svona. Ef menn ganga með þennan sjúk- dóm lengi getur það leitt til band- vefs- myndunar í lungunum eða til lungnaþembu. Ég hef verið að hitta fyrir íslenska bændur, sem hafa aldrei reykt, en eru samt með lungnaþembu, sem er alltaf álitin vera sjúkdómur reykingafólks. Þessir menn hafa verið með hey- sótt, því þegar maður fer að spyrja þá kemur í ljós að þeir hafa alltaf þolað illa heyryk. Síðan em aðrir sem fá frekar astma en heysótt.” 16 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.