Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 34

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 34
Haft var í huga að með bagga- væðingunni er auðveldara en áður að meta heyfeng af hverri tún- spildu. Jafnframt er samnýting uppskerumats og efnagreiningar við mat á næringarástandi túngróð- urs laus við ágalla sem eru á því að nota mælingu á hrápróteini í þess- um tilgangi. Notkun hrápróteins til leiðréttingar fyrir þroskastigi gerir þá kröfu að hvorki sé skortur né of- gnótt níturs í jarðvegi. A. Fyrrí rannsóknir á skorts- og kjörmörkum P ogKí túngösum Skortsmörk og kjörmörk fyrir fosfór og kali í grasi byggð á niður- stöðum áburðartilrauna á tilrauna- stöðvum jarðræktar á Akureyri, Sámsstöðum, Skriðuklaustri og Reykhólum árin 1961-1969 voru birt fyrir nær þremur áratugum, (Friðrik Pálmason 1972). Skorts- mörk voru ákvörðuð og reyndust vera að meðaltali 0,22% P og 1,1% K í þurrefni við 80% af hámarks- sprettu. Fosfór og kalí í grasi (% í þurrefni) er ekki mjög breytilegt við þetta hlutfall af hámarksupp- skeru (80%) og skortsmörkin má þvi nota fyrir sýni tekin á venjuleg- um tíma fyrri sláttar. Kjörmagn var að meðaltali 0,30- 0,31% P og 2,5-2,7% K í þurrefni. Vert er að vekja athygli á því að gögnin, sem notuð voru, náðu yfir níu ára tímabil og marga tilrauna- staði. Með þessu móti má nota vel verkuð heysýni (meltanleikamæl- ing) til þess að meta hve vel hefur verið séð íyrir fosfór- og kalíþörf túngrasa. Aðferðir til þess að áætla áburðarþörf byggðar á þessum rannsóknum voru kynntar á áttunda áratugnum í Frey, Handbók bænda og í kennslubók í áburðarfræði, Magnús Óskarson og Matthías Eggertsson (1978). B. Nýjar aðferðir byggðar á uppskeru og efnagreiningu Breyttar aðstæður gefa tilefni til móta nýja aðferð við notkun hey- efnagreininga í leiðbeiningum um áburðamotkun. Eftir að algengt er orðið að hirða hey í rúlluböggum eru af ýmsum ástæðum betri færi en áður á að nýta heyefnagreiningu til áburðarleiðbeininga: Þar sem heyefnagreiningar em gerðar vegna mats á heygæðum er hægt að nýta þær til áburðarleið- beininga án aukalegs kostnaðar við sýnatöku og efnagreiningar. Hey- efnagreiningu fylgir mæling á þurr- efni í heyinu, sem er nauðsynleg til þess að meta þyngd bagganna og þar með uppskeru af hverri spildu. Með mati á uppskeru verður fært að taka tillit til mismunar á efna- magni (%N, %P eða %K) í heyi sem stafar af tegunda- og þroska- mun en ekki af mismunandi ffam- boði efnanna í jarðvegi Með uppskemmælingu eða mati á uppskeru, jafnhliða hráprótein- mælingu, má meta hvort nægilega vel hafi verið séð fyrir níturþörf. Með eldri aðferð leiðréttingu á %P og %K eftir hrápróteini var hins vegar gert ráð fyrir að níturáburður væri innan kjörmarka. Önnur plöntunæringarefni, en venjulega em greind með heyefna- greiningu eða jarðvegsefnagrein- ingu, má einnig mæla í heyinu í þeim tilgangi að meta hvort nægi- lega vel hafi verið séð fyrir þörf fyrir þau: Til dæmis brennistein, sem ekki er mældur í jarðvegsefnagreining- um. Ofgnótt af mangan í plöntum bendir til þess að ástæða sé til kölkunar jarðvegs. Útskolunartap og omun heys gætu verið skekkjuvaldar við notkun heyefnagreininga í þeim tilgangi sem hér um ræðir. Þar sem þurrkunartími á velli er stutt- ur með hirðingu í rúllubagga er minni hætta en áður á að hey hrekist, kalí skolist út eða lífræn efni tapist við ornun. Auk þess má nota meltanleikamælingu til þess að útloka illa verkuð heysýni úr mati á áburðarþörf. 5. tafla. Kjörmagn oq skortsmörk fyrir fosfór í grasi við mismunadi vaxtarskilyrði. Enginn P-áburður 80 UnDskeruhlutfall 90 100 Uppskera, þurrefni hkg/ha % P í þurrefni Uppskera þurrefni hkg/ha % P í þurrefni Uppskera þurrefni hkg/ha % Pí þurrefni Uppskera þurrefni hkg/ha %Pí þurrefni 56,1 0,21 51,9 0,20 58,4 0,22 64,9 0,22 47,8 0,23 43,7 0,21 49,2 0,24 54,7 0,35 39,0 0,18 42,5 0,21 47,9 0,24 53,1 0,33 31,9 0,20 31,0 0,18 34,9 0,22 38,8 0,31 23,0 0,19 28,1 0,25 31,7 0,28 35,2 0,31 13,4 0,17 22,2 0,25 24,9 0,30 27,7 0,34 6,5 0,14 19,9 0,22 22,4 0,24 24,8 0,29 Niðurstöður byggðar á 25 vallartilraunum með fosfóráburð. Tilraunimar eru flokkaðar eftir uppskeru án fosfóráburðar eins og fram kemur í tveimur fyrstu dálkum töflunnar. 34 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.