Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 29

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 29
Gömlu íslensku búfjárkynin falla öll undir innlendar erfðalindir sem þjóðin ber ábyrgð á að viðhalda. Fjölbreyttir litir eru meðal annars einkenni íslenska kúa- stofnins. (Freysmynd). nýtingu erfðalinda. Eitt af höfuðat- riðum samningsins er að nauðsyn- legt sé að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni til þess að hægt sé að hagnýta auðlindina á sjálfbæran hátt um ókomna framtíð. Þetta á ekki síst við um erfðalindir í land- búnaði þar sem ræktun getur orðið nokkuð einhæf. Það er alls ekki ör- uggt að sú ræktun haldi ef aðstæður breytast. A alþjóðavettvangi er unnið um- fangsmikið starf um vemdun erfða- linda. Þar ber e.t.v. hæst stjómam- efnd FAO um erfðalindir i land- búnaði (Commission on Genetic Resources for Food and Agricul- ture). A vettvangi FAO er unnið að vemdun erfðalinda í landbúnaði á heimsvísu, bæði varðandi nytja- plöntur og búfé. Fleiri alþjóðlegar stofnanir vinna að þessum málum, m.a. á vegum Evrópusambandsins og norrænt samstarf um vemdun erfðalinda á sér alllanga hefð. fs- land á aðild bæði að Norræna gen- bankanum fyrir plöntur (NGB) og Norræna genbankanum fyrir hús- dýr. Öll þessi samtök og stofnanir hafa leitast við að skipuleggja starf- semi sína í samræmi við ákvæði Ríósamningsins, þannig að unnið sé að sömu markmiðum. Samvinna er einkum fólgin í fræðslustarf- semi, ásamt söfnun og miðlun upp- lýsinga um útbreiðslu og eiginleika erfðalinda víðsvegar um heiminn, en hverri þjóð er ætluð ábyrgð á beinum aðgerðum. Nauðsyn þess að auka matvælaframleiðslu í heiminum, ekki síst í þróunarlönd- unum, er áberandi í stefnumörkun FAO varðandi vemdun erfðalinda. Mikil áhersla er lögð á nauðsyn þess að auka nýtingu og ræktun tegunda sem eru aðlagaðar aðstæð- um í hverju landi eða heimshluta í þvi skyni að auka sjálfbæra fram- leiðslu matvæla. Samkvæmt ákvæðum samnings- ins er ríkjum skylt að vemda og viðhalda eigin erfðalindum og þá em mörkin sett við tegundir, stofna eða yrki (afbrigði), sem ekki er að finna annars staðar með sambæri- lega aðlögun. Almennt er miðað við uppmna erfðalindanna. Ríki hafa því ekki skyldur gagnvart teg- undum sem upprunnar em annars staðar, en hafa verið fluttar til landsins tiltölulega nýlega, og ekki er ástæða til að ætla að hafi breyst. A þessu geta að sjálfsögðu verið undantekningar, t.d. ef tegund eða stofn hefúr dáið út í uppmnaland- inu, þannig að eini möguleikinn til vemdunar er í innflutningslandinu. Rétt er að gera stutta grein fyrir röksemdum fyrir nauðsyn þess að vemda erfðalindir í landbúnaði út frá sjónarmiðum um hagnýtingu. Eftirfarandi atriði eru talin skipta mestu máli í því sambandi: * Möguleikar til að bregðast við framtíðarkröfum markaðar fýrir landbúnaðarafurðir. Á Vestur- löndum er vaxandi eftirspum eftir alls kyns sérvömm og þjón- ustu sem landbúnaðurinn þarf að geta sinnt. Hér má nefna sérstak- ar matvörur fyrir sérhæfða markaði, en hér á einnig við að nefna aukna og fjölbreyttari eft- irspum í núverandi þróunarlönd- um. * Breyttar forsendur landbúnaðar- framleiðslu vegna breytinga á umhverfmu. Breytingar geta ým- ist orðið á náttúmlegum aðstæð- um eða af mannavöldum. Land- búnaður á Vesturlöndum er tæknivæddur og háður aðkeyptri orku og öðmm aðföngum sem framleidd em í iðnaði (tilbúinn áburður, vamarefni, lyf, o.s.frv.), auk þess sem æ meiri umræða er (a.m.k. í Evrópu) um meint nei- kvæð áhrif landbúnaðar á um- hverfið. Mikið er rætt um yfirvof- andi loftslagsbreytingar sem munu án efa hafa mikil áhrif á umhverfí landbúnaðar ef af þeim verður. Nýir sjúkdómar geta komið upp og oft má sækja sjúk- dómsþol í gamla ræktarstofna eða nána ættingja. Við breyttar að- stæður getur orðið þörf fyrir aðra eiginleika en nú em taldir verð- mætastir í ræktuðum tegundum bæði plantna og búfjár. * Fræðilegt gildi erfðalinda til rannsókna er afar mikilvægt. Erfðabreytileiki er oft lykill að skilningi á líffræðilegum eigin- leikum nytjategunda og við- brögðum þeirra við umhverfmu. * Röksemdir sem ekki em jafn ná- tengdar hagnýtingu em einnig fúll- gildar og má þar nefna menningar- sögulegt og umhverfislegt gildi. Búsetulandslag, þ.e. ummerki bú- setu og nýtingar náttúmnnar í landslaginu, er afleiðing ræktunar og beitar og er víða talið æskilegt að viðhalda því jafnvel þó nýting FfiÉVR 11/2001 -29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.