Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.2001, Qupperneq 31

Freyr - 01.11.2001, Qupperneq 31
Þróun áburðarleið- beininga í kornrækt og túnrækt Fram til þessa hafa leiðbein- ingar um notkun nítur- áburðar verið byggðar á niðurstöðum tilrauna með nituráburð og þá tekið tillit til jarð- vegsgerðar og ræktunar, samanber leiðbeiningar í Áburðarfræði (Magnús Óskarsson og Matthias Eggertsson, 1978) og Handbók bænda (Óttar Geirsson, (2000). Páll Bergþórsson (1985) hefur sagt fyrir um þörf fyrir N-, P- og K-áburð eftir vetrarhita samkvæmt reynslu- líkingum byggðum á tilraunum með N-áburð og aðhvarfí vetrarhita og heyfengs. Áburðartilraunir eru í öllum til- vikum grundvöllur leiðbeining- anna, hvort sem markmiðið er að jafna heyfenginn frá ári til árs eða ná sem mestri uppskeru með áburði með þeim takmörkunum sem ráð- ast af vorkomu og sláttutíma. Fyrmefnda leiðin miðar að því að eftir Friðrik Pálmason, Rann- sóknastofnun land- búnaðarins spara áburð eftir milda vetur, eins og kemur fram í grein Páls Berg- þórssonar. Skýringar á því að minni áburð þurfí eftir mildan vetur til að ná ákveðinni uppskeru geta verið að minnsta kosti tvær: 1) annars vegar að meira sé af nýt- anlegu N í jarðvegi og öðrum plöntunæringarefnum í upphafí vaxtartímans eftir hlýjan vetur en eftir kaldan og 2) að jarðvegur þiðni fyrr en ella og vaxtartíminn lengist þar með Með síðamefndu leiðinni er hins vegar ráðlagt að draga úr áburði ef vaxtartimi styttist og er þá höfð í huga nýting áburðarins, samanber leiðbeiningar í Handbók bænda 2000. Jafnframt er miðað við: 1) framboð plöntunæringarefna í jarðvegi 2) gróðurtegundir 3) efnahlutföll í uppskem 4) kalhættu og eins og áður sagði 5) lengd vaxtartímans (vorkomu). Hvor leið um sig er byggð á full- gildum rökum en tilgangurinn er misjafn, annars vegar jöfnun hey- fengs en hins vegar hagkvæm notk- un áburðar í samræmi vaxtarskil- yrði (atriði 1-5 að ofan) hverju sinni og á hverjum stað. Þótt síðar- nefnda leiðin hafi ekki í for með sér jöfnun heyfengs, eru nokkrar líkur á að heygæði (% prótein) verði jafnari frá ári til árs með því móti og sprettumöguleikar séu jafnan nýttir til fulls (fymingabúskapur). 1. tafla. Þurrefni, rúmþyngd og ólífrænt N í jarðvegssýnum úr kornræktartilraunum. Sýni tekin vorið 2001. Ólífrænt N: ammóníum-N (NH4-N), nítrat-N (N03-N) Staður, jarðvegur Vatn í jarðvegi við sýnatöku % Rúmþyngd jarðvegs g/sm3 nh4-n kg/ha N03-N kg/ha Nmin: NH4-N +NO3-N kg/ha Vindheimar, sendinn jarðv. 23,2 0,91 11,4 9,1 20,5 Miðgerði, jaðar mólendis og mýrarjarðvegs 52,4 0,42 9,8 18,3 28,1 Þorvaldseyri, sendinn jarðvegur 27,3 0,90 6,8 4,3 11,1 Hvanneyri, mýrarjarðvegur 64,8 0,25 7,2 4,1 11,3 Korpa, melur 26,6 0,93 6,6 4,0 10,6 Korpa, mýrarjarðvegur 54,3 0,48 6,0 3,6 9,6 Staðalskekkja FR€VR 11/2001 - 31

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.