Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 11
Fiskeldi þróist á farsælan hátt Vorið 2001 samþykkti Al- þingi breytingu á fisk- eldis- og eftirlitskafla laga um lax- og silungs- veiði (lög nr. 83/2001). Veigamesta breytingin styrkir ákvæði varðandi útgáfu rekstrarleyfís frá embætti veiðimálastjóra og eftirlit embættis- ins með þessari starfsemi en einnig eru settar inn fjölmargar heimildir til stjómunar með reglugerðum. Setning laganna er mikilvægt skref í þeirri viðleitni að tryggja farsæla þróun fiskeldis og vemdun náttúmlegra laxa- og silungsstofna. Hins vegar er lagasetningin ein og sér ófullnægjandi, ef ekki em veitt- ir opinberir Qármunir til þeirra stjómsýsluaðila, sem þurfa að fylgja lagasetningunni eftir með reglugerðarsmíð og öflugu eftirliti með rekstri eldisstöðva og fram- kvæmd laganna. Mikilvægt er að veitt séu nauðsynlegt fé til þessara brýnu verkefna. Nauðsynlegt er að þeir, sem físk- eldi stunda eða hyggja á slikan rekstur, kynni sér vel umrædd lög, þar sem um viðamiklar breytingar er að ræða. Hafa þarf í huga að leyfisveitingar vegna fiskeldis em tvískiptar, annars vegar starfsleyfí frá heilbrigðisnefndum sveitarfé- laga eða Hollustuvemd ríkisins en hins vegar rekstrarleyfí frá embætti veiðimálastjóra. Jafnframt eru gerðar kröfur um sérstaka skoðun á því hvort mat á umhverfisáhrifum sé nauðsynlegt ef um stærri rekstur er að ræða. Þar sem litil kynning hefur farið fram á umræddum lögum og öðmm lögum sem snerta fískeldisstarf- semi, mun ég nú gera grein fyrir því ferli sem aðilar þurfa að fylgja, ef þeir hyggjast hefja starfsemi í fiskeldi (sjá mynd). Hér verður að- eins stiklað á stóm og áhugasamir eftir Árna ísaksson, veiðimála- stjóra ® V* tí > itef- IHB't JHi aðilar því hvattir til að kynna sér umrædd lög en þau má finna í kafl- anum „lög og reglugerðir“ á heima- síðu embættis veiðimálastjóra www.veidimalastjori.is . Mat á umhverfisáhrifum Eldisstöðvar með frárennsli í ferskvatn, sem framleiða meira en 20 lestir af seiðum eða físki og sjó- kvíastöðvar og strandstöðvar með frárennsli í sjó með meira en 200 lesta framleiðslu em tilkynninga- skyldar til Skipulagsstofnunar vegna hugsanlegrar kröfu um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofn- un úrskurðar hvort þörf sé á slíku mati í samræmi við eðli málsins og umsagnir annarra leyfisveitenda og umsagnaraðila. Ef þörf er á mati gerir framkvæmdaaðili mats- skýrslu og í kjölfarið úrskurðar Skipulagsstofnun hvort fallist sé á framkvæmdina með eða án skil- yrða. Hollustuvemd ríkisins gefur síðan út starfsleyfí fyrir stærri eld- isstöðvar, ef fallist hefur verið á framkvæmdina (sbr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng- unarvamir). Starfsleyfi Hollustuverndar Starfsleyfi Hollustuvemdar taka til mengandi þátta í starfsemi stöðvanna og em ætíð auglýst með tilgreindum kæmfresti. Ef kæmr koma fram getur endanleg gildis- taka starfsleyfis tekið allt að 6 mán- uði. Ef einnig hefur verið krafíst mats á umhverfisáhrifum, getur lið- ið allt að ár frá því að eldisaðili til- kynnti um áform sín til Skipulags- stofnunar uns starfsleyfí er gefið út. Þegar starfsleyfi er fengið þarf eld- isaðili að sækja um rekstrarleyfi til embættis veiðimálastjóra. Starfsleyfi heilbrigðisnefnda Samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum em eld- istöðvar með frárennsli í ferskvatn og minna en 20 lesta ffamleiðslu undanþegnar mati á umhverf- isáhrifum. Sama gildir um sjó- kviastöðvar og strandstöðvar með ffárennsli í sjó sem framleiða minna en 200 lestir af eldisfiski. Heil- brigðisnefndir sveitarfélaga veita starfsleyfi vegna slíkra minniháttar stöðva, sem tekur sérstaklega til mengandi þátta. Hins vegar veitir embætti veiðimálastjóra þessum stöðvum rekstrarleyfi, sem tekur til vistfræðilegra, erfðafræðilegra og sjúkdómstengdra þátta. Slíkt leyfi er hins vegar aðeins veitt ef gilt starfs- leyfi liggur fyrir og önnur atriði starfseminnar em fullnægjandi. Rekstrarleyfi veiðimálastjóra Þegar eldisstöð hefur fengið starfsleyfi ber henni að sækja um rekstrarleyfi til embættis veiði- málastjóra. Samkvæmt lögum skulu koma fram i umsókn eignar- aðild að eldisstöð, upplýsingar um fagþekkingu, eldistegundir og fyrirhugaða framleiðslu. Einnig upplýsingar um afnotarétt lands, vatns og sjávar sem og áætlun um fjármögnun og rekstraráætlun. Jafnframt skulu fylgja umsókn gilt starfsleyfi og úrskurður Skipulags- stofnunar varðandi mat á umhverf- isáhrifum þegar um stærri stöðvar er að ræða. Við meðferð umsóknar leggur veiðimálastjóri mat á vistfræðilega, FR€VR 11/2001 - 11

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.