Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 8

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 8
unum við kennslu í skólum land- búnaðarins hér á landi hvað nem- endur og kennslubókahöfundar eru fáir. Af því leiðir að nemendur eru með hundshaus út af gömlu kennsluefni og lái þeim hver sem vill. Eg fór fljótlega að taka saman kennslubók í áburðarfræði, sem var fjölrituð og við, þú og ég, gáfum síðan út sem prentaða kennslubók, sem komið hefur út tvisvar. Auk þess skrifaði ég kennsluefni í nokkrum öðrum námsgreinum, svo sem vinnufræði, nytjajurtum og plöntuvemd. Þegar Búnaðar- og garðyrkju- kennarafélag Islands var stofnað árið 1972 beitti það sér fljótlega fyrir því að skólamir á Hvanneyri og Hólum, ásamt Garðyrkjuskólan- um á Reykjum, tóku upp náið sam- starf um kennslubókagerð, þar sem skólamir bæði skiptu með sér verk- um og unnu saman að því að endur- nýja kennslubókakostinn, auk þess sem nýjar námsgreinar vom þá að koma til sögunnar. Breyttust nemendur á þeim 40 árum sem þú kenndir, og voru mikl- ir umbrotatímar, eða voru þeir alltaf sjálfum sér líkir? Eg held því fram að nemendur séu alltaf sjálfum sér líkir. Að vísu höfðu þeir miklu meiri ljárráð síð- ari ár mín í starfi. Þegar ég var nemandi á Hvanneyri þá þótti það merkilegt að eiga útvarp, en nú flokkast það líklega undir sérvisku að eiga ekki útvarp. Ég man líka eftir að einn félagi okkar átti bíl og það þótti með fádæmum. Nú eiga fjölmargir nemendur bíl. Það var á þeim tíma heldur ekki verið að fara neitt af staðnum nema í jólafrí, og kannski páskafrí fyrir þá sem stutt áttu að fara. Um jólin fóm raunar heldur ekki allir heim. Félagslíf nemenda? Félagslíf nemenda var býsna gott, allir skólastjóramir hafa haft mikinn áhuga á því að þroska nem- endur félagslega. Það var allt að því skylda á nemendum að sækja mál- fundi í tíð Guðmundar Jónssonar, en í skólanum störfuðu þrjú mál- fúndafélög; fyrir yngri deild, eldri deild eins og deildimar nefndust þá, og síðan allan skólann. Seinna var farið að taka félags- málin inn i námsskrá skólans og kenna ræðumennsku og fundar- stjóm sem og félagsmál dreifbýlis sem gárungar kölluðu oddvita- fræði. Það er enginn efi á þvi að það að læra að koma fram og flytja mál sitt frammi fyrir áheyrendum er hverjum manni mjög mikilvægt og margir forystumenn bænda hafa staðið í fyrsta sinn i ræðustóli i skólanum. Skólablöó? Skólablaðið Kvásir fór að koma út rétt eftir aldamótin 1900, hand- skrifað blað, sem enn er til að miklu leyti á Hvanneyri og í Hér- aðsbókasafninu í Borgamesi. Það væri afar fróðlegt að fara í gegnum það, og skólablöð frá fleiri skólum sem störfuðu um líkt leyti, og kanna viðhorf unga fólksins á hverjum tíma til lífsins og tilver- unnar. Ég hef litið smávegis í Kvási upp úr aldamótunum og 20-30 ár þar á eftir. Á þvi tímabili átti sjálfstæðis- baráttan mjög mikið hug nemenda og margir vom áreiðanlega mótaðir af anda ungmennafélaganna. Síðan er það búskapurinn og framfaramál hans sem upptekur nemendur tölu- vert mikið. Síðustu árin er mikið af efninu hins vegar grín. Kvásir kem- ur nú sjaldan út en gefið er út prent- að skólablað, sem heitir HVE-nær, og oft hefur birt vandað efni frá nemendum og kennurum. Á Hvanneyri eru embættaveit- ingar gamall skólasiður. Svokallað „dómsmálaráðuneyti“ veitti alls konar embætti. Sem dæmi má nefna biskup, prestur, meðhjálpari, hreppstjóri, sýslumaður o.fl. Á sér- stökum fundi var lesið upp úr Kvási lýsing á einhverjum nem- anda, sem dómsmálaráðuneytið taldi verðugan að hljóta embætti, og lýsingin á honum var oft mjög skopleg. Þetta er ótrúlega líkt sið sem tíðkaðist í Skálholtsskóla hin- um foma. Mörg embættin eru hin sömu. Talið er að Herranótt Lærða skólans í Reykjavík, nú Mennta- skólans í Reykjavík, eigi uppruna sinn i þessum gamla skólasið. Mér finnst furðulegt að þessi siður skuli hafa verið tekinn upp á Hvanneyri meira en 100 ámm eftir að hann var lagður niður í Skálholti. Um hvaða leyti fara stúlkur að stunda nám á Hvanneyri? Fyrsta stúlkan, sem stundaði nám á Hvanneyri, var Anna Gunnars- dóttir frá Gíslakoti í Rangárvalla- sýslu, seinna húsfreyja á Borgum í Þistilfirði. Hún kom í skólann árið 1927. Það gekk þó ekki þrautalaust því að þáverandi skólastjóri, Hall- dór Vilhjálmsson, taldi sig ekki hafa aðstöðu til að hafa stúlku i skólanum. Síðan kemur langt hlé og næsta stúlka i skólanum er Guðrún Bjamadóttir. Hún lauk búfræði- prófi árið 1961 og kandidatsprófi 1963 og er þannig fyrsta stúlkan til að ljúka því námi frá Hvanneyri. Hún býr nú á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. Það er svo fyrst eftir 1970 að stúlkur fara að gera sig gildandi í skólanum. Ein stúlka í skólanum gerir sig ekki að ráði gildandi í skólalífinu en þegar þeim fór að Qölga þá fóru þær að setja áberandi mark sitt á skólann og strákamir fóru að hegða sér öðm- visi og skólabragurinn varð skemmtilegri. Kaupstaðarfólk veltir þvi oft fyr- ir sér hvers vegna stúlkur fari í bændaskóla. Ein ástæða gæti verið sú sem Bjöm S. Stefánsson, búnað- arhagfræðingur, hefur komið fram með að stjómstöð hvers sveitabýlis sé eldhúsið. Húsfreyjan er því víða framkvæmdastjórinn í stjómstöð- inni. Það er því eðlilegt að konur, sem ætla að búa í sveit, afli sér bú- fræðimenntunar. Mér skilst að margar húsfreyjur séu i hópi þeirra 8 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.