Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 6
Málverk af býlinu Kópavogi fyrir 1940. Málverkið er eftir Trausta Eyjólfsson á Hvanneyri. sem varð til þess að fosfórinn nýtt- ist ekki þó að efnagreiningar sýndu að mikill fosfór væri í jarðvegin- um. Niðurstaðan varð því sú eftir margar tilraunir að á Faxaflóaund- irlendinu, a.m.k., þurfi að bera á allvænan skammt af fosfór í upp- hafi á nýræktir á mýrlendi. Aðrar tilraunir? Síðan fóru í gang alls konar til- raunir, svo sem með jarðvinnslu, kölkun, búfjáráburð, nýtingu engja, grös og grænfóður, beit, sláttutíma, eiturefni á plöntur o.fl. sem lesa má um í tilraunaskýrslum og greinum á 40 ára tímabili. En nú hafa aðrir tekið við og það verður aldrei hörgull á tilrauna- verkefnum. Kennsla í jarðrækt, eins og öðrum greinum búfræði, er í eðli sinu þannig að hún nær ekki tilgangi sínum nema hún styðjist við rannsóknir. Það er æskilegt að kennsla og rannsóknir haldist hönd í hönd. Nýlega var haldið upp á 100 ára afmæli skipulagðra jarðræktartil- rauna hér á landi sem hófúst með stofnun Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík árið 1901. Síðan hefur mikið verið gert af slíkum tilraun- um í öllum landshlutum, þó að þær séu reyndar með minnsta móti núna og takmarkist helst við Tilrauna- stöðina á Korpu, Möðruvelli og Hvanneyri. Það er eðli þessarar starfsemi að enginn veit um árang- urinn fyrir fram og lítil svörun get- ur gefíð jafn verðmætar upplýsing- ar og mikil svörun, t.d. gagnvart áburði. Reynt er að kynna niður- stöðumar jafnóðum svo að ráðu- nautar og bændur geti notað þær, jafnvel áður en endanlegar skýrslur eru gefnar út. Þetta veldur því að oft vil það týnast hvemig þekkingin varð til í raun og vem. Hún er held- ur ekki orðin almannaeign fyrr en hinn almenni bóndi hefur tekið hana í notkun og sannfærst um notagildi hennar. Þó að unnt sé að styðjast við er- lendar rannsóknir er margt svo sér- stakt við náttúmfar á íslandi að það verður ekki komist hjá því að reka virka rannsóknastarfsemi. í fyrsta lagi er það veðurfarið sem einkenn- ist af miklum óstöðugleika. Margar tegundir nytjajurta og yrki þeirra þola ekki umhleypinga og hláku- blota hér á landi. í öðm lagi er jarð- vegur hér mjög sérstakur, m.a. vegna þess að landið er eldfjalla- land, en það hefúr mikil áhrif á gerð jarðvegsins. I þriðja lagi brotna lífræn efni hér mjög hægt niður vegna þess hve hiti er lágur og jarðvegur víða blautur. Þá geta menn átt yfir höfði sér kal á gróðri, oftast vegna svellalaga. íslenskt búfé er líka sérstakt og ber þess merki að hafa lifað af harðinda- tíma. En svo ferð þú að gefa þig meira að tilraunum með matjurtir. Já, árið 1956 var plantað skjól- belti kringum reit, sem stendur sunnan við núverandi heimreið að Hvanneyrarstað. Hann er um hálfur hektari að stærð og þar hóf ég til- raunir með heimilisgarðrækt árið 1977, bæði útiræktun, með og án gróðurhlífa, og í plastgróðurhús- um. Ríkharð Brynjólfsson kom um það leyti til starfa á Hvanneyri og tók strax við umsjón með öllum fóðurræktunartilraunum skólans. í matjurtatilraununum var m.a. reynd ræktun á margs konar káli, kartöflum, gulrófum, gulrótum, jarðarberjum o.s.frv. Dæmi um jurtir sem tókst ágætlega að rækta í óupphituðu plastgróðurhúsi eru asíur og ýmsar kryddjurtir. Mig langar að nefna matjurt, sem bæði er hægt að rækta úti eða undir gróð- urhlífum, en almenningur hefur ekki nýtt sér að ráði, en það er blað- kál sem er salatjurt og afar fljót- sprottið. Tilgangurinn með þessum tilraunum var aðallega að styrkja heimilisgarðrækt í landinu, ekki síst í sveitum. Þú hefur nokkrum sinnum farið í námsferðir til útlanda? Já, og ég tel það mjög nauðsyn- legt í störfum eins og ég var í að hressa upp á kunnáttuna annað slagið, t.d. með dvöl í útlöndum. Ég var í Bretlandi, Noregi og Hol- landi, u.þ.b. hálft ár á hverju landi. Var eitthvað sem stóð sérlega upp úr í þessum námsferðum ? Árið 1976 fór ég á 13 vikna nám- skeið í Wageningen í Hollandi í kartöflurækt. Kennslan var sérlega góð, en stjómandi námskeiðsins hét H.R Beukema. Við vorum 26 sem lærðum þama kartöflurækt af 25 þjóðemum, þar af vomm við að- eins þrjú frá Evrópu. Til að komast á námskeiðið urðu menn að hafa unnið við rannsóknir, kennslu eða 6 - pR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.