Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 32

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 32
2. tafla. Nýtanleg N í kornræktarspildum á Korpu kg/ha í 0-30 sm dýpt. Nmin við Jarðvegur sáningu N-losun Alls Mýrarjarðvegur 2000 23 67 90 Mýrarjarðvegur 2001 11 Melur 2000 13 36 49 Melur 2001 10 Hér eru kynntar nýjar aðferðir við áburðarleiðbeiningar eftir efna- greiningum jarðvegs og uppskeru. Kornræktin I komræktarlöndum hefur þörf fyrir N-áburð verið metin eftir magni ólífræns N (Nmin) í jarðvegi í upphafí vaxtartímans og mati á losun N úr forða lifrænna efna í jarðvegi. Forði lífrænna efna í jarð- vegi er í moldarefnum, plöntuleif- um, búfjáráburði og öðrum lífræn- um áburði. Þetta mat á N losun er í raun með ýmsum hætti en jafnan byggt á rannsóknum á N losun. Árið 2000 var mæld N losun og ólífrænt N í komræktarjarðvegi. Mælingamar voru gerðar á jarðvegi úr tilraunum með N-áburð, sem vom sama sumar á tilraunastöðinni Korpu. Um niðurstöður þessarra rannsókna var fjallað í prófritgerð við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Unnsterinn Snorri Snorrason (2001). Nýting N úr áburði var sam- kvæmt niðurstöðum tilraunarinnar á Korpu 75% (nýtingarstuðull 0,745). Gert er ráð fyrir sömu nýt- ingu á ólífrænu N (Nmin), sem mælist í jarðvegi fyrir áburðargjöf. Með öðmm orðum um 75% af ólíf- rænu N i jarðvegi (Nmin) og N í áburði mældist í uppskerunni (korni og hálmi). Nýtingarstuðullinn fyrir N, sem losnar úr lífrænum efnum í jarð- vegi, er 1,58. Komplantan nýtti því 58% meira N heldur en losnaði úr lífrænum efnum í efstu 30 sm af jarðvegi. Því má reikna með að minnsta kosti þriðjungur af því N sem byggið tók upp hafi komið úr jarðvegi neðan við 30 sm dýpt. Tilraunin, sem stuðst var við, var á mýrarjarðvegi og komyrkið var nýja íslenska yrkið Súla. Niður- stöðumar eiga þvi eingöngu við sambærilegan mýrarjarðveg og við yrkið Súlu. Auk þess er um mjög takmörkuð gögn að ræða, aðeins eina tilraun og eitt ár. Vakin er athygli á annarri leið heldur en þeirri að nota einfalt reiknilíkan eins og lýst er hér að framan. Það er mæling á Nmin að vori og áburðarleiðbeining byggð á fráviki frá meðaltali mælinga fleiri ára. Gert er ráð fýrir að áburðarþörf og Nmin í meðalári sé þekkt. Mæl- ist Nmin t.d. 20 kg/ha hærra en í meðalári á ákveðnu veðursvæði má nota 20 kg/ha minna af nítri en í meðalári. Þessi aðferð krefst til- rauna og mælinga á Nmin um árbil á hverju svæði til þess að meta áburðarþörf og Nmin í meðalári. Þar sem tilraunir em dýrar í fram- kvæmd má styðjast við þá tilrauna- reynslu sem þegar er fyrir hendi og safna árlega jarðvegsýnum úr öll- um landshlutum, helstu jarðvegs- gerðum og úr túnum, komrækt, kartöflurækt og grænfóðurrækt. Niðurstöður mælinga frá í vor, 1.-3. tafla, benda til þess að nota megi þessa aðferð með nokkmm árangri í jarðvegi þar sem losun N úr forða moldarefna í jarðvegi er jöfn frá ári til árs eins og hér er greint frá á eftir. Er þá gert ráð fyrir að áhrif forræktunar og búfjár- áburðar séu metin, þ.e. N losun úr plöntuleifum frá árinu á undan og losun úr búfjáraburði frá 2 —4 und- angengum ámm. Vorið 2001 vom tekin jarðvegs- sýni úr 0-30 sm dýpt í tilraunum í byggökrum á nokkmm stöðum á landinu; Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum, Korpu í Reykjavík, 3. tafla. Ólífrænt NIjarðvegi, þurrefni við sýnatöku og rúmþyngdjarðveg í 0-30 sm dýpt við mismunandi forræktun á mýrarjarðvegi á Korpu. Forræktun árið 2000 Rúmþyngd jarðvegs g/sm3 Þurrefni í jarðvegi % Ammóníum-N kg/ha Nítrat-N kg/ha Nmin kg/ha Fóðurrepja 0,61 59,3 5,0 12,8 17,9 Bygg 0,56 58,1 6,7 6,5 13,2 Einær lúpína 0,54 55,4 5,9 8,3 14,2 Lin 0,56 56,5 5,7 10,8 16,5 Rýgresi 0,52 55,3 6,9 10,6 17,5 Meðaltöl 0,56 56,9 6,0 9,8 15,8 Staðalskekkja mismunar 0,029 e.m. 3,48 e.m. 1,08 e.m. 2,17 e.m 2,20 e.m. e.m. Mismunur á forræktun ekki marktækur. 32 - FR€VR 11/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.