Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2001, Page 22

Freyr - 01.11.2001, Page 22
Hin nýja stefna gengur út á það að fjármunir séu notaðir til verka sem þjóðfélagið ætlast til að landbúnaðurinn annist. Þar má nefna að halda í heiðri hagsmuni umhverfis og náttúru, vernda menningarlandslagið og gæta að velferð dýra í búfjárhaldi. Myndin erfrá Barði I Fljótum. (Freysmynd). ið ruglingi meðal neytenda. Með sameiginlegu merkingakerfi innan ESB er þess vænst að auðveldara verði að markaðsfæra lifrænt framleidd matvæli í stórum versl- anakeðjum og í ódýrum matvöru- verslunum. Það er fyrst þegar þeir, sem stjórna framboði matvælanna, koma til samstarfs, að stefna okkar slær í gegn, sagði hún, og lét í ljós ánægju sína með að samvinnu- verslanakeðjan COOP í Þýskalandi hefúr tekið málefnið upp á arma sína. Meira lífrænt Ætlunin er sú að auka hlut líf- rænna matvæla í neyslu þjóðarinn- ar upp í 20% á næstu 10 árum, þetta hlutfall er nú 2%, sem er hið sama og meðaltalið er nú í Evrópu. Hún lagði áherslu á að með lífrænum framleiðsluháttum væri verið að styrkja sjálfbæran búskap, þ.e. heillavænlegri nýtingu náttúruauð- linda, hugsunarhátt í samræmi við hringrás náttúrunnar, aukna dýra- velferð og öruggar og góðar af- urðir. Nýjar matarvenjur Renate Kúnast varpaði fram þeirri spumingu hver hefði ráð á að kaupa slík hágæða matvæli og svaraði því að öll heimili hlytu að hafa ráð á því. Gæði eiga ekki að verða eitthvað sem einungis fáir útvaldir njóta, ég kæri inig ekki unt fyrsta og annars flokks neytendur. Eins og er eru líf- rænt framleidd matvæli svolítið dýrari en önnur matvæli. Hún hélt því þó fram að það væri ekki dýrara að borða hágæða mat ef matarvenj- unum væri jafnframt breytt. Hún taldi að við matarinnkaup í Þýska- landi væri ekki fyrst og fremst höfð í huga hagkvæmni í innkaupum, heldur því hvers líkaminn þarf með. Þessi skilningur getur verið ólík- ur milli fólks. Sumir líta á máltíð- ina sem hátíðarstund en aðrir líta á matartímann nánast sem glataða stund. Hún hélt því fram að margar fjölskyldur væru „einnar handar neytendur“ sem jafnframt því að borða væru uppteknir af allt öðru „með hinni hendinni“, svo sem að tala í síma eða vinna með tölvunni o.fl. Við þörfnumst ekki aðeins nýs sáttmála milli þjóðfélagsins og bænda um framleiðsluaðferðir í landbúnaði, við þörfnumst einnig nýrrar neysluvenju. Verk að vinna í Brussel Það þarf stuðning ESB í Brussel til að breyta landbúnaðarstefnunni í Þýskalandi og í löndum sam- bandsins og hún viðurkenndi að það væri ekkert einfalt mál. Enn fara 45% af fjárveitingum ESB til landbúnaðarmála, sem þó er verulega lægra hlutfall en fyrir nokkrum árum. Mikill hluti þessara fjárveitinga er greiddur bændum sem framlög út á hektara ræktaðs lands, út á búQárhald, á grip eða sem uppbót á verð afurðanna. Þá fer verulegt fjármagn til niður- greiðslu á markaðsverði og til út- flutningsbóta. Renate Kúnast hikaði ekki við að segja að þetta gengi ekki lengur. Hún vildi að þessum fjármunum yrði varið til að breyta landbúnað- arstefnunni en ekki til að stjóma of- framleiðslunni. Það verður að koma á kerfí sem bæði framleið- endur og skattgreiðendur geta sætt sig við. Hin nýja stefna gengur út á það að fjármunir séu notaðir til verka sem þjóðfélagið ætlast til að landbún- aðurinn annist. Þar má nefha að halda í heiðri hagsmuni umhverfis og náttúm, vemda menningarlandslagið og gæta að velferð dýra í búfjárhaldi. Þettá mun skapa bændum nýjar tekjur og möguleika og sagðist halda því ffam við þýska bændur að hún skipulegði ffamtíð þeirra. Þýskir bændur gætu því aðeins tryggt framtið sína að þeir fram- leiði hágæðavömr með réttum framleiðsluaðferðum. Með stuðningi embættismanna- ráðs ESB í Bmssel og sífellt fleiri fylgismönnum þessarar stefnu i öðmm löndum ESB kvaðst hún sannfærð um að stefnan yrði einnig tekin upp í öðmm löndum sam- bandsins. 1 Þýskalandi væri þegar á þessu ári komið í gang átak við að styðja býli sem nú em að taka upp lífræna búskaparhætti. Þá mun Þýskaland þegar á næsta ári nota hluta af styrkjum ESB, sem falla i þess hlut, til að efla byggðaþróun og land- búnað í anda umhverfisvemdar og dýravelferðar. 22 - FR6VR 11/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.