Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 27

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 27
Það virðist vera landfræðileg tilviljun að fjórar af sex mikilvægustu korntegund- um heimsins eru upprunnar á svipuðum slóðum fyrir botni Miðjarðarhafsins. meðvitaðs vals mannsins á ólíkum svipgerðum, tilviljanakennds gena- flökts og ekki síst náttúruúrvals sem er aðlögun að umhverfinu á hveijum stað. Á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar skilgreindi Rússinn Vavilov sjö megin upprunasvæði ræktunar og sýndi fram á að erfða- breytileiki nytjaplantna er mestur þar sem ræktun tiltekinnar tegundar hefur verið stunduð lengst. Með aukinni þekkingu i erfða- og kyn- bótafræðum siðustu tvö hundruð árin, einkum eftir að Mendel upp- götvaði erfðalögmálin, urðu stór- stígar framfarir í ræktun nytja- plantna og búpenings. Þær urðu afar miklar í upphafí. Það byggðist á því að hægt var að ná miklum fram- förum með tiltölulega einföldu úr- vali vegna mikils breytileika. Nú- tímatækni hefur tekist að viðhalda ffamforum þó svo að breytileikinn sé orðinn minni og stofnar með sér- tæka aðlögun hafi glatast. Bændur, sem áður höfðu ræktað marga stofna, hófu að rækta nýja kynbætta stofna og þar með glötuðust þeir gömlu. Erfðabreytileiki er þó undir- staða áframhaldandi framfara og grundvöllur þess að geta brugðist við óvæntum aðstæðum svo sem nýjum sjúkdómum. Nýting erfðalinda í íslenskum landbúnaði Skipta má plöntum á íslandi í þrennt eftir uppruna. í fyrsta lagi vaxa hér villtar plöntur sem lifðu af ísöldina og hafa borist með ýmsum hætti til landsins síðan. I öðru lagi er um að ræða gamlar ræktarplönt- ur sem hafa komið af mannavöld- um frá landnámi. Má líta á þær sem íslenskar plöntur og fullgilda þegna flórunnar. Loks má svo nefna eiginlegar nytjaplöntur af erlendum uppruna sem borist hafa til landsins eftir að markviss ræktun hófst á 20. öldinni. Það er óhætt að fullyrða að ís- lenskur landbúnaður hafí byggst eingöngu á nýtingu innlends gróð- urs í aldanna rás. Eiginleg ræktun hófst ekki fyrr en fyrir um 100 árum og nú er landbúnaður fyrst og fremst ræktunarbúskapur. Nytja- plöntur eru fáar í íslensku flórunni. Því hélst ræktun lands í hendur við innflutning nytjaplantna frá út- löndum. Fóðurrækt nú á tímum byggist að hluta á innfluttum teg- undum og stofnum. Beit á óáborinn úthaga nýtir að öllu leyti innlendar tegundir. Vallarfoxgras er algengasta sáð- gresið. Það var upphaflega innflutt en kynbætur þess hér á landi hafa leitt af sér tvö íslensk yrki, Korpu og Öddu. Einnig hefur verið sáð erlendu vallarsveifgrasi, túnvingli og háliðagrasi. Innlendur gróður kemur fljótt inn í sáðsléttur og þrífst þar samhliða innfluttu sáð- gresi. Um tveir þriðju hlutar túna eru eldri en fimm ára og þar eru innlend túngrös ríkjandi. Með út- lendu sáðgresi hafa borist til lands- ins ýmsar aðrar plöntutegundir sem gjaman vom illgresi í fræökmm er- lendis. Fæstar hafa þær náð fótfestu hér á landi. Kom- og grænfóðurrækt byggist eingöngu á innfluttum tegundum og stofnum. Landnámsmenn fluttu með sér bygg til landsins, en kom- rækt lagðist af á miðöldum og þar með glataðist landnámskornið. Byggyrki frá Svíþjóð og Noregi hafa verið hryggjarstykkið í kom- ræktinni, en nú hillir undir kynbætt islensk yrki. 1 matjurtarækt hafa á hinn bóginn varðveist gamlir stofn- ar sem em enn mikilvægir fyrir ræktun. Kartaflan kom upphaflega til landsins fyrir atbeina Bjöms í Sauðlauksdal og hefúr verið ræktuð síðan. Þrír kartöflustofnar em varð- veittir í Norræna genbankanum sem íslenskir og ganga þeir undir nöfnunum gular, rauðar og bláar ís- lenskar. Rauðar íslenskar em um ijórðungur af íslensku stofnútsæð- isræktuninni og því enn vinsælar hjá neytendum. Gulrófur hafa verið ræktaðar hér í tvær aldir. í kjölfar innlendrar fræræktar urðu til stað- bundnir stofnar lagaðir að veðurfari hér. Nú er hins vegar svo komið að einungis þrír þeirra hafa sjálfstætt vörslugildi og nefnast þeir Ragn- arsrófa, Maríubakkarófa og Sand- víkurrófa. Einn er í ræktun og unn- ið er að því að koma hinum í notk- un. I íslenskum plöntum leynast ýmsir effirsóknarverðir eiginleikar sem hagnýta má með margs konar hætti. Auk eiginlegra nytjaplantna má geta þess að margar plöntur búa yfir lækningamætti og em uppi áform um að nýta þær við fram- leiðslu á náttúmlyíjum ýmiss kon- ar. Má þar nefna ýmsar fléttur og skófir, ætihvönn, geithvönn, vall- humal og blóðberg. Nýting villtra plantna telst til hlunninda. Auk FR€VR 11/2001 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.