Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 39

Freyr - 01.11.2001, Blaðsíða 39
stærstu réttir norðanlands, en stærð almenningsins í Hraunsrétt er 1800 fermetrar og dilkar alls 5432 fer- metrar. Með fækkandi sauðfé á síðari árum kemur mun færra fé til Hraunsréttar og verði réttin öll end- Helga Sigriður Kristjánsdóttir á Ein- arsstöðum átti margt fé í réttinni. urgerð, þá er gert ráð fyrir því að minnka hana nokkuð frá því sem áður var. Þjóðminjasafn íslands hefur lýst því yfir að gildi Hraunsréttar sé mjög mikið út frá sjónarhóli minja- vörslunnar, en búast má við því að kostnaður við að endurgera hana alla verði mikill. Nokkrir einstakl- ingar hafa gefíð peninga til fram- kvæmdanna, auk þess sem Hrauns- rétt var á íjárlögum síðasta árs og fékk þar töluverðan styrk. Atli Vigfússon. Mon Bann við notkun búra í hænsnarækt í Þýskalandi Þýskaland hefur fyrst landa í Evrópu bannað notkun búra fýrir varphænur. Samkvæmt nýjum lögum um dýravemd þar í landi er bannað að taka í notkun ný hænsnabú með búrum. Fyrirliggj- andi hænsnabúr má hins vegar nota á aðlögunartíma sem i hönd fer, þ.e. næstu 5-10 ár. „Litið skref fýrir hænuna, en stórt skref fyrir dýravemd og neytendur“, þannig lýsti Renate Kúnast, land- búnaðar- og neytendamálaráðherra Þýskalands hinum nýju reglum. Hún sagði einnig að hænsnabúrin væm orðin að táknmynd í hugum neytenda fyrir verksmiðjubúrekstur, en æ meiri andstöðu gætti nú á slík- um rekstri meðal þeirra. Það væri því í anda hinnar nýju landbúnaðar- stefnu Þjóðveija að banna þessi búr. Ný hænsnabú verða að vera með þeim hætti að hænumar lifi sem eðlilegustu lífi. Lofthæð í hænsna- húsum skal vera a.m.k. tveir metrar og hvert rými minnst 2x1,5 m að flatarmáli. Varphreiðrið skal vera rúmt og nægilegt rými til að éta og drekka við og hreyfa sig í. Að hámarki skulu níu hænur vera á fermetra og í mesta lagi 6000 hænur í sama rýminu. Öll hænsnabú skulu njóta dagsljóss. Aðlögunartími fyrir núverandi hænsnabú, þar sem aðeins 550 fer- sentimetrar eru ætlaðir hverri hænu, er til ársins 2006. Það er fimm ámm styttri aðlögunartími en gildir í öðrum löndum ESB. Enn þrengri hænsnabúr verður að taka úr notkun þegar á næsta ári. Stærstu búrin fá hins vegar að standa til ársins 2012. Eftir það verða öll hænsnabúr bönnuð. Hinar nýju reglur falla ekki alls staðar í góðan jarðveg. Þýsku bændasamtökin, Deutsche Bau- emverband, hefur mótmælt hinum nýju reglum. Samtökin telja að Þjóðverjar muni tapa markaðshlut sínum í eggjaframleiðslu til nálægra landa ef þessar reglur gangi effir, þ.e.a.s. ef þau lönd búa áfram við eldri reglur. Hinar nýju reglur munu kollvarpa fjölskyldu- búum í greininni gangvart sam- keppni frá stórframleiðendum í öðrum löndum. Hugmyndir ráðherrans, Renate Kúnast, um að fá önnur lönd til að taka upp hinar nýju reglur séu óraunhæfar. Rente Kúnast hefur gefið út fyrirmæli um að eggjaumbúðir í verslunum verði merktar þannig aö þýskir neytendur sjái hvort eggin séu innlend eða innflutt. Hún leggur einnig til að ESB taki upp hinar nýju þýsku reglur um aðbúnað hænsna. (Landsbygdens Folk nr. 43/2001). F(í€VR 11/2001 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.