Freyr - 01.06.2003, Qupperneq 2
Ný von fyrir Afrfku
Á fundi í borginni Bamako í
Malí i Afríku í mars sl. sam-
þykktu samtök bænda í 15 lönd-
um Afríku yfirlýsingu sem hvetur
til nýrrar “grænnar byltingar’’ í
löndunum. Umrædd samtök
bænda í þessum löndum er
samstarfshópur innan Alþjóða-
samtaka búvöruframleiðenda,
IFAP. Takmarkið er að á næstu
10 árum verði dregið úr hungurs-
neyð sem ríkir í þessum löndum,
uppsprettu fátæktar og vansæld-
ar - og tryggt sjálfbært öryggi í
matvælaöflun í álfunni.
Landbúnaður er undirstöðuat-
vinnuvegur í framþróun álfunnar
og afrískir bændur krefjast þess
að landbúnaður njóti forgangs
jafnt í innanríkismálum landanna
sem og í milliríkja samstarfi þeir-
ra og samskiptum við fjármála-
stofnanir.
Fundurinn skoraði á ríkisstjórn-
ir landa sinna og hlutaðeigandi
stofnanir Sameinuðu þjóðanna,
FAO o.fl., og Alþjóðabankann að
vinna að eftirtöldum verkefnum:
* Áætlun fyrir konur í landbún-
aði um aukinn hlut þeirra í
rekstrinum.
* Aukinni heilsuvernd fólks i
dreifbýli hvað varðar baráttu
gegn eyðni, malaríu og öðrum
sjúkdómum.
* Innri uppbyggingu landanna,
einkum hvað varðar sam-
göngur, neysluvatnsöflun og
frárennslismál.
* Öflun rekstrarvara til landbún-
aðar.
* Rannsóknum, leiðbeiningum
og upplýsingamálum landbún-
aðarins.
* Markaðsfærsla, gæðaeftirliti
og úrvinnslu búvara.
Afrískir bændur hvetja í yfirlýs-
ingu sinni til eftirfarandi aðgerða:
* Verulegur hluti af tjármunum
landanna verði varið til þróun-
arverkefna í landbúnaði.
* Stefnt verði að alþjóðlegu
samkomulagi um að lönd verji
0,7% af þjóðartekjum sinum til
þróunarhjálpar.
* Fjármálastofnanir, svo sem Al-
þjóðabankinn, leggi meira af
mörkum til uppbyggingar í
landbúnaði.
* Styrking samstarfs landbúnað-
arstofnana og samtaka milli
landa og annarra valdaaðila
svo sem ríkisstjórna og fjár-
málastofnana.
* Leiðrétting á ójafnvægi í al-
þjóðlegum viðskiptum, til
hagsbóta fyrir þróunarlönd.
* Varðveita ræktunarland, að-
gang að vatni, erfðaauðlindir
og aðrar auðlindir náttúrunnar.
Til að ná þessum markmiðum er
jafnframt nauðsynlegt að auka
menntun og fæmi þeirra sem
stunda landbúnað og starfa hjá
samtökum þeirra og stofnunum.
Einnig er brýnt að breyta viðhorfum
til bænda og viðurkenna mikilvægt
hlutverk þeirra við að tryggja mat-
vælaöryggi í landbúnaði í álfunni.
Formaður starfshóps um þró-
unarmál innan Alþjóðasamtaka
búvöruframleiðenda er Carolina
Trapp, formaður sænsku bænda-
samtakanna LRF. Hún lýsti fram-
angreindum fundi í Bamako sem
mikilvægu skrefi fyrir samtök
bænda í Afríku en samkomulag
náðist um hvað þurfi til, til að
bæta matvælaöryggi í álfunni.
Þess má geta að Alþjóðasam-
band búvöruframleiðenda, Inter-
national Federation af Agricultural
Producers, IFAP, er samband
bændasamtaka í meira en 70
löndum þar sem starfa yfir 500
milljón bændur og fjölskyldur
þeirra sem og um 100 annarra
samtaka bænda. Starfshópur
samtakanna um þróunarmál, Dev-
elopment Coopartion Committee,
DCC, var stofnaður árið 1998.
(Internationella Perspektiv
nr. 13/2003).
Altalað á kaffistofunni
Fjórtánfætla
Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðar-
dal og um skeið formaður Búnaðarfélags Islands, orti
eftirfarandi vísu um tæknivæðingu búskapar síns eft-
ir að börn hans voru farin að taka þar til hendinni.
Þeir brjóta sig í mola og tœta sig í tætliir
og tœkin dýru kaupa ut um allar heimsins álfur.
En Hjörtur bóndi á Tjörn notar eina jjórtánfætlu
til flestra verka á bænum. Hann smíðaði hana sjálfur.
12 - Freyr 5/2003