Freyr - 01.06.2003, Page 4
Viðtal við Grétar Einarsson, deildarstjóra Bútæknideildar
RALA á Hvanneyri
verkfæra og áhalda og vann þar
merkilegt brautryðjendastarf. Þar
má nefna smíði á plógum og
tindaherfum, sem og handverk-
færum og fleiru, sem jafnframt
voru aðlöguð að íslenskum að-
stæðum.
Fljótlega upp úr aldamótunum
kemur svo hestasláttuvélin til sög-
unnar, sem var mesta bútækni-
byltingin á þeim tíma. Arið 1921
var haldin búnaðarverkfærasýn-
ing, sem svo var kölluð, í Reykja-
vík í Gróðrarstöðinni og Kennara-
skólanum við Laufásveg. Þar var
þúfnabaninn sýndur í fyrsta sinn
en Sigurður Sigurðsson, búnaðar-
m-álastjóri, stóð fyrir því að flytja
hann inn frá Svíþjóð. Þar sáu
menn stórfenglegt tæki til að
vinna á þýfinu og virðast hafa tek-
ið því með mikilli hrifningu.
Tækið var hátt í 7 tonn að þyngd
og knúið með steinolíuvél.
Sagan segir að þúfnabanann
megi rekja til fyrri heimsstyrjald-
arinnar og að vélin hafi verið upp-
haflega byggð til að draga fall-
byssuvagna en síðan þegar stríð-
inu lauk var vélin tekin til land-
búnaðamota. Hjólin vom breikk-
uð og jarðtætari tengdur við afl-
vélina. Sá tætari er mjög líkur í
byggingu þeim tætumm sem enn
em notaðir.
Það vom fluttar inn 6 þúfnaban-
ar en þeir voru aðallega notaðir á
Suðvesturlandi, Skeiðunum og í
Eyjafirði, en aðalvandinn við
notkun þeirra var sá að erfitt var
að flytja þá á milli staða.
Síðan er það að um 1928-’29
Grétar Einarsson hefur
um áratuga skeið starf-
að að málefnum bú-
tækni hér á landi, hvort sem er
að rannsóknum, leiðbeiningum
eða kennslu. Fréttamaður
Freys leitaði nýlega á hans
fund til að fræðast um þau yf-
irgripsmiklu mál, sem á engan
hátt verða gerð full skil í einu
viðtali.
Grétar lauk kandidatsprófi frá
Hvanneyri árið 1968, prófí frá 4.
hluta í bútækni frá Búnaðarhá-
skólanum i Kaupmannahöfii árið
1971 og doktorsprófi frá sama
skóla árið 1974. Sama ár var hann
ráðinn sérfræðingur við Bútækni-
deild RALA á Hvanneyri og frá
1985 deildarstjóri.
Hvenær má segja að bútœkni-
rannsóknir hejjist hér á landi?
Það má segja að bútækni hefji
innreið sína hér á landi með stofii-
un Búnaðarskólans í Ólafsdal árið
1880. Torfi Bjamason, skóla-
stjóri, lagði áherslu á smiði bús-
Grétar Einarsson og kona hans, Hafdís Pétursdóttir. (Freysmynd).
Bútækni og bútæknirann-
sóknir
14 - Freyr 5/2003