Freyr - 01.06.2003, Side 7
tölulega ódýr framleiðsla þá hann-
aði hann sérstakar festingar fyrir
vírinn sem láta undan þegar álag-
ið verður mikið, t.d. við ísingu.
Það auðveldar til muna allt við-
hald girðinganna.
Rafgirðingar hafa þá leyst af
gömlu girðingarnar í einhverjum
mœli?
Já, einkum hjá þeim sem setja
girðingamar rétt upp, sjá til þess
að þær fái reglubundið viðhald og
að gróður valdi ekki mikilli út-
leiðslu.
Rafgirðingar og einstakar
BÚFJÁRTEGUNDIR
Rafgirðingar duga vel gagnvart
öllum tegundum búíjár ef þær em
rétt úr garði gerðar. Það byggist
fyrst og fremst á því að jarðskaut-
in séu með hæfílegu millibili
meðfram girðingunni þannig að
það náist svokallaður stýristraum-
ur meðfram henni. Notkun girð-
inganna byggist á hringrás
straumsins, þ.e. gripurinn fær í
sig rafmagn og það rafmagn þarf
að komast í jörðu og jörðin að
leiða aftur að jarðskauti. Ef þama
verður veikur hlekkur, t.d. þurrir
sandar eða klappir, þá er ekki víst
að gripurinn fái nægilegt jarð-
samband til að forðast girðing-
una.
Læra gripirnir ekki líka að
forðast girðinguna?
Þeir em dálítið misjafnir hvað
þetta snertir. Hross em afar við-
kvæm gagnvart straumi, þannig
að ef þau fá í sig straum eða neista
þá má segja að töluvert langur
timi líði þangað til þau koma aftur
nálægt girðingunni.
Það tekur sauðféð nokkuð
lengri tíma að varast girðingamar.
Æmar koma nokkmm sinnum en
þegar þær sannfærast um að þetta
sé varanleg hætta þá halda þær sér
frá girðingunum. Við sáum þetta
glögglega á heiðagirðingunum að
þó að við fjarlægðum girðingar þá
gátum við ekki rekið féð yfir
svæði þar sem girðing hafði stað-
ið. Búfé virðist geta afmarkað
hættusvæði og varast þau um ein-
hvem tíma.
Okkur gekk erfiðlegast með að
venja kálfana við girðingama.
Þeim gekk treglega að læra af
reynslunni.
Hvar á skrokknum snertir búféð
girðinguna?
Það hefur mikið verið fjallað
um þetta meðal fræðimanna. Við
leggjum áherslu á að girðingar séu
þannig úr garði gerðar að þegar
gripir komi að henni þá byrji þeir
á því að hnusa að strengjunum.
Það er lykilatriðið því við nasim-
ar er tilfinningin hvað næmust.
Oft má sjá neistann hlaupa á milli
og .þá bregður gripunum illilega.
I þessu sambandi er rétt að taka
fram að straumurinn varir ör-
skamman tíma þannig að hann á
að vera hættulaus mönnum og
skepnum þó viðkomandi bregði
illilega við en það er að sjálfsögðu
tilgangurinn.
Erlendis hafa komið upp kenn-
ingar um að í þurrlendi þurfi ann-
ar hver strengur að vera jarð-
tengdur þannig að ef gripur ætlar í
gegn þá fái hann bæði plús og
mínus straum. Við reyndum það
hér en það gekk ekki gagnvart
fénu því að um leið og kindin er
komin með hausinn gegnum girð-
inguna þá heldur hún yfirleitt
áfram. Þar hjálpar ullin einnig til,
hún einangrar.
Strengimir verða að vera það
þéttir að fyrsta aðkoman gefi strax
viðvömn.
Búvélaprófanirnar
Forysta bænda sá snemma að
innfluttar búvélar hentuðu misvel
við okkar aðstæður. Það var
ákveðin stefna samtaka bænda og
rannsóknarstarfseminnar að við
yrðum að hafa eitthvert kerfí í
gangi til að velja og hafna því sem
í boði væri erlendis. Snemma á
síðustu öld hófust formlegar próf-
anir en árið 1940 varð Verkfæra-
nefnd ríkisins skipuð af Ríkis-
stjóminni. Hún hófst handa um
beinar búvélaprófanir, samkvæmt
reglugerð frá Landbúnaðarráðu-
neytinu.
Til að geta metið vélamar þurfti
að nota þær við margbreytilegar
aðstæður hér á landi í tiltekinn
tíma, og gjaman miðað við 2ja til
3ja ára notkun á meðalbúi. Þetta
var að sjálfsögðu vinnufrekt en
Bændaskólinn á Hvanneyri var
tengdur þessari starfsemi strax í
upphafí og hlutur skólabúsins
varð strax mikill við þessar próf-
anir.
Það náðist mjög gott samstarf
strax í upphafí við búvélainnflytj-
endur enda sáu þeir sér þama hag
í að fá aðstoð við að velja tækin.
Það sýndi sig fljótlega að 15-
20% af þeim tækjum sem komu til
prófunar reyndust illa nothæf eða
að völ var á öðmm betri. Það var
sett í reglugerð að að prófiin lok-
inni skyldi gefin út opinber
skýrsla um tækið, þó að hún væri
neikvæð, nema innflytjandi hætti
við að setja það á markað.
En var það eingöngu i höndum
innflytjenda að velja hvað inn var
flutt?
Það gerðist í raun nokkuð í sam-
ráði við Bútæknideild. Við áttum
oft fundi með innflytjendum þar
sem rætt var um það sem efst var
á baugi hverju sinni erlendis og
hvaða tæki innflytjendur hefðu
hug á að flytja inn. Við ræddum
jafnframt hvað líklegast væri að
hentaði okkar aðstæðum.
Það var svo allur gangur á því
hvort innflytjendur fluttu inn og
seldu tæki jafhframt því sem far-
ið var að prófa þau, en með því
Freyr 5/2003 - 7 |