Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2003, Side 15

Freyr - 01.06.2003, Side 15
svæðinu og hvaða úrræði gætu komið sér best fyrir þær gagnvart félags- og atvinnulegri stöðu þeirra. Eg mun hér kynna niður- stöður þessarar könnunar. I rannsókn Stefáns Olafssonar (1997) kemur fram að áhugi landsbyggðarfólks á nútímalegum lífsháttum, svo sem fjölbreytileg- um atvinnutækifærum, góðu að- gengi að verslun og þjónustu, möguleikum á menningarþátttöku og afþreyingu, góðum húsnæðis- kosti og samgöngum, skiptir miklu máli fyrir val á búsetustað. Meginniðurstöður hans eru að óskir um aðgang að nútímalegum lífsháttum er einn mikilvægasti drifkraftur þéttbýlismyndunar og búferlaflutninga. Rannsóknir á búsetuskilyrðum eru síður en svo einfalt fyrirbrigði og oftar en ekki ná þær aðeins til einstakra þátta samfélagsins. Líta ber á félagslega, efnahagslega og umhverfislega þætta í samhengi og skoða verður tengsl þeirra því að t.d. breyting á félagslegum þáttum hefur áhrif á efnahag o.s. frv. Lykillinn að bættum búsetu- skilyrðum er að skilja hvemig þessir þrír þættir hafa áhrif hver á annan. Ef til vill mætti einnig segja að byggðaþróun ætti þannig ekki einungis að snúa um búsetu- skilyrði heldur um það að skapa lífvænlegt samfélag þar sem efna- hagur, félagsgerð og umhverfí em í jafnvægi. I gmndvallaratriðum er markmiðið ætíð það sama; að skapa samfélag sem getur mætt þörfum þeirra einstaklinga sem það byggja og haldið áfram að gera það um ókomna framtíð. „Römm er sú taug sem rekka dregur föðurtúna til“, stendur ein- hvers staðar skrifað og virðist vera í fullu gildi enn. Stefán 01- afsson kemst að því, er hann ber saman lífshætti á Norðurlöndun- um, að ijölskyldulíf 0g tengsl fjöl- skylduna séu meiri á Islandi en í hinum þjóðfélögunum. Hér býr stærri hluti þjóðarinnar í fjöl- skyldum, böm á heimilum em fleiri, nákomnir ættingjar um- gangast meira hér og hafa oftar samband í síma. Samkvæmt þessu ætti fjölskyldan að hafa meiri hlutverk í lífi Islendingsins en er hjá hinum þjóðunum. Þessi Ijölskyldutengsl eiga ekki síður við innan bændastéttarinnar þar sem ákveðnum menningararfi er haldið mjög á lofti. Að eiga sína eigin jörð og rækta á sér djúpar rætur í íslensku þjóðlífi og er enn eftirsóknarvert í augum margra. Það þarf því að gefa fólki kost á því að velja þetta lífsform án þess þó að afsala sér ákveðinni gmnnþjónustu sem þarf til þess að geta lifað sómasamlegu lífi. Þess- ir gmnnþættir, sem þurfa að vera í fyrir hendi, em atvinnuskilyrði, menntamál, heilbrigðisþjónusta og samgöngur. Atvinnuskilyrði Landbúnaðurinn er burðarás byggðar í stijálbýli og verður hann seint metinn til fulls á þá vog sem mælir beinan afrakstur hans. Hafa verður í huga úrvinnslugreinar og þjónustu, sem honum tengjast, og gildi hans fyrir samfellu byggðar- innar. Einnig er hægt að segja að hann sé bakhjarl margra þéttbýlis- staða hvarvetna um landið. Atvinnumöguleikar í dreifbýli em víða fábreyttir og hefur nálægð við þéttbýlisstað mikið að segja í því efni. Atvinnumöguleikar kvenna er enn fábreyttari en karla. 80% kvenna vinna í þjónustu- og þekk- ingargeiranum en mjög lítill hluti þeirra starfa liggur í hinum dreifð- ari byggðum landsins. Því má segja að konur hafi almennt betri möguleika til framfærslu og fé- lagslífs á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landbúnaðurinn hefur það hlut- verk að fullnægja þörfum lands- manna fyrir landbúnaðarafúrðir til manneldis og iðnaðarframleiðslu og að tryggja þeim, sem vinna við landbúnaðarstörf, sambærileg kjör og aðrir landsmenn njóta. Það hefúr þó á mörgum stöðum vantað töluvert upp á að endar nái saman hjá þeim sem stunda bú- störf og hafa bændur í áranna rás farið í auknu mæli út á almennan vinnumarkað samhliða búskapn- um. Þetta á einkum við um þá sem búa nærri þéttbýli en á tímum samdráttar í atvinnulífi fær þetta fólk ekki vinnu nema að litlu leyti og er þá oft í samkeppni við íbúa þéttbýlisins. Menntamál I öllum helstu iðnríkjum heims er haldið á lofti þeim boðskap að í framtíðinni verði æ meira byggt á menntuðu og hæfu vinnuafli, sem og á nýsköpun er sprettur úr rann- sóknum og þróunarstarfi. Til að fúllnægja skilyrðum þessarar sam- keppni þarf atvinnurekstur því já- kvætt félagslegt umhverfi, þrótt- mikið menntakerfi, sem styður at- vinnulífið, og opinber afskipti sem beinast að hvatningu til nýsköpun- ar ffekar en vemd ffamleiðsluþátta fortíðarinnar. Til þess að þetta náist verður að rækta þá auðlind sem í fólkinu sjálfú býr, mannauðinn, því að hann er ekki síður forsenda aukinnar fjölbreytni atvinnulífs og vaxtar landsbyggðar en þær nátt- úruauðlindir sem fyrir em. Því má segja að menntun sé lykill að far- sæld til framtíðar, fyrir einstök byggðarlög og ekki síst fyrir ein- staklingana sjálfa. Tækifæri fólks, sem býr í dreif- býli, til náms em misjöfn og ráð- ast oftar en ekki af nálægð við stærri þéttbýlisstaði eða efnahag. I smærri sveitarfélögum er oft að- eins boðið upp á nám í gmnnskóla sem er aðeins eitt af Qómm skóla- stigum sem í boði em hérlendis. En skólastigin skilgreinast sem Freyr 5/2003 - 15 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.