Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2003, Qupperneq 20

Freyr - 01.06.2003, Qupperneq 20
77/ að rækta allt fóðurkorn, sem þörf er á hér á landi, þarf 25 þúsund ha lands. Myndin er af kornakri í Gunnarsholti á Rangárvöllum. (Ljósm. Áskell Þórisson). að því að vinna verðmæt efni úr lífmassa og horfa menn þar helst til alaskalúpínunnar. Ekkert af þessari framleiðslu mun binda ræktunarland varanlega og fellur því vel að því markmiði að varð- veita ræktunarland til matvæla- framleiðslu í framtíðinni. Hér er einnig rétt að nefna skóg- rækt. Með setningu laga nr. 56/1999 um landshlutabundin skógræktarverkefni er öllum þeim, sem hafa til umráða lögbýl- isjarðir, gert kleift að rækta skóg að uppfylltum vissum skilyrðum (Bjöm Bjamdal Jónsson 2001). Skógrækt er þó frábrugðin þeirri ræktun sem áður er nefnd að því leyti að ekki verður auðveldlega aftur snúið þegar einu sinni er bú- ið að fylla landið trjám. Eins og komið verður að hér á eftir er hætta á að gott ræktunarland verði í fljótfæmi tekið undir skóg. Það ætti að vera óþarfi því að skóg má rækta miklu víðar en á landi sem hentar til akuryrkju. 3. Rcekta fóður og mat til útflutn- ings í framtíðinni. Loftslagsbreytingar eru fyrirsjá- anlegar. Reiknilíkön gera ráð fyr- ir hlýnandi loftslagi á norðlægum slóðum, en minnkandi úrkomu í tempraða beltinu, til dærnis á öll- um helstu kornræktarsvæðum heimsins (t.d. Parry og Carter 1988). Ræktun koms mun fyrir- sjáanlega færast norður á bóginn næstu áratugi. I þeim héraðum er minna land og lakara að gæðum en það land sem búist er við að tapist vegna þurrka. Ráðist fram- tíðin á sama hátt og spáð er, get- um við notað land okkar til fram- leiðslu fyrir aðra. Því verðum við að varðveita hentugt komræktar- land í því ásigkomulagi að unnt sé að taka það í ræktun með skömm- um fyrirvara. Verðmæti þess yrði þá allt annað og meira en nú er hægt að sjá fyrir. Lög og reglur um LANDNOTKUN Ymiss lagaákvæði era til sem taka á landnotkun. Skal nú bent á þau helstu: Fyrst er að geta skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 ásamt skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Eitt af meginmarkmiðum laganna og reglugerðarinnar er „ að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgœða, tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta og koma í vegfyrir umhverfisspjöll og ofnýt- ingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi “. I reglugerðinni era skilgreindir mismunandi land- notkunarflokkar, þar á meðal landbúnaðarsvæði, en þau „ná yf- ir allt land jarða og lögbýla, sbr. ákvæði jarðalaga og áburðarlaga um land sem nýtt er til landbúnað- ar“. I svæðis- og aðalskipulagi skal gera „sérstaklega grein fyrir rœktuðum svœðum, uppgræðslu- svæðum og skógræktarsvœðum innan landbúnaðarsvæða “. í reglugerðinni er einnig að finna skilgreiningu á svæðum fyrir frí- stundabyggð, það er frístundahús sem era ekki ætluð til heilsársbú- setu. Þá vaknar sú spuming hvaða möguleika sveitarstjómir hafa til að breyta landbúnaðarsvæðum í svæði fyrir frístundabyggð. Sam- kvæmt upplýsingum frá Skipu- lagsstofnun er ekkert í skipulags- lögum sem hindrar slíka breytingu á landnotkun. Það gera hins vegar jarðalögin, nr. 65/1976, og þar er við hæfi að vísa í 12. grein. Aðal- efhi greinarinnar er að „ekki má taka land, sem nýtt var til land- búnaðar við gildistöku laganna, til annarra nota nema með samþykki ráðherra og hafi það áður verið samþykkt afjarðanefnd og sveitar- stjórn og leitað umsagnar Skipu- lagsstofnunar og Bœndasamtaka Íslands. “ í reynd virðist þetta ákvæði lítið hafa verið notað. Þótt erfítt sé að hamla gegn því að ræktunarlandi verði breytt í sumarbústaðalóðir getur skóg- rækt orðið enn vandmeðfamari. Við val á landi til skógræktar er tekið tillit til ýmissa þátta. Má þar nefna ákvæði í náttúravemd- arlögum nr. 44/1999 um vemdun 120 - Freyr 5/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.