Freyr - 01.06.2003, Side 21
____._______________________:______________iít
Mikill vöxtur er i skógrækt hér á landi um þessar mundir. Skóg má rækta
viða þar sem land hentar ekki til akuryrkju. Myndin er frá Fossá í Hvalfirði.
(Ljósm. Áskell Þórisson).
óhreyfðra mýra og um vemdun
fornminja skv. þjóðminjalögum
nr. 107/2001. Einnig er lögð
áhersla á að vemda náttúrufyrir-
bæri í landslaginu, eins og fossa
og gil. Að öðm leyti er val á landi
til skógræktar háð vilja landeig-
enda. Þar sem skógræktin er
flokkuð sem landbúnaður ná
skipulags- og jarðalög ekki til
hennar. Lagalega séð getur því
ekkert komið í veg fyrir að rækt-
að land eða ræktanlegt verði lagt
undir skóg.
Loks má svo nefna að víða hef-
ur verðmætt ræktunarland horfið
undir vegi og flugvelli. Allar slík-
ar framkvæmdir verða að vísu að
fara í umhverfísmat en þar virðast
ekki vera fyrir hendi ákvæði sem
hindra framkvæmdaaðila í að fara
þvert yfír tún og akra. Mörg
dæmi em um að Vegagerðin hafir
kosið að leggja veg hom í hom á
vönduðu ræktunarlandi, þótt lítils-
háttar krókur hefði getað fírrt
skemmdum.
Athyglisvert við skipulags- og
jarðalög er að flokkar landbúnað-
arlands em aðeins tveir, það er
ræktað land og svo annað land-
búnaðarland. I síðari flokkinn
falla, án þess að munur sé á gerð-
ur, grjótásar, háijöll, eyðisandar
og besta ræktunarland.
Markaðsverð lands
Eins og ráða má af framansögðu
em lagaákvæði lítt notuð til þess
að takmarka landnotkun hérlend-
is. Verð ræðst því að mestu af
framboði og eftirspum. Samt er
erfítt að gera sér grein fyrir verð-
gildi lands sem ætlað er til land-
búnaðar. Bújarðir em oftast seld-
ar í einu lagi, þannig að saman
fara byggingar, land og jafnvel
framleiðsluréttur og gæði lands
ekki sérstaklega metin. Einnig
mun vera afar fátítt að landspild-
ur séu seldar milli jarða sem rækt-
unarland.
Þegar opinberir aðilar meta
jarðir, til dæmis við leigulok, er
ræktun metin eftir ræktunarkostn-
aði en verðmætamat byggt á eftir-
spum kemur þar ekki við sögu.
Allt óræktað land er virt sem
beitiland og oftast til fárra físka
metið. Vegagerðin greiðir eina
upphæð fyrir flatareiningu af
ræktuðu landi, sem fer undir veg,
og aðra fyrir óræktað land, allt án
tillits til landgæða eða staðar. í
hvomgu tilvikinu er hægt að tala
um verðmyndun á landbúnaðar-
landi.
Landspildur, sem boðnar em til
sölu, seljast því jafhan sem sum-
arbústaðaland eða eitthvert ígildi
þess. Þéttbýlisbúar sækjast líka
eftir heilum jörðum, til dæmis
undir hross eða skógrækt. Heim-
ildir um verð lands á þessum
markaði em samt hvergi aðgengi-
legar. Fasteignamat ríkisins hefúr
til dæmis ekki safnað upplýsing-
um um landverð. Þeir, sem til
þekkja, fúllyrða þó að gangverð á
landi til frístundanotkunar sé
margfalt hærra en landbúnaður
getur greitt að óbreyttu.
I samræmi við þetta má hafa fyr-
ir satt að verð á landi ráðist framar
öðm af afstöðu þess til þéttbýlis.
Þar sem land er dýrast lætur hefð-
bundinn landbúnaður undan síga.
Áhrif þessa sjást til dæmis í vest-
anverðri Ámessýslu í hæfilegri
íjarlægð frá Reykjavík. Þar hefúr
búskapur dregist saman hin síðari
ár og margar jarðir komist í eigu
þéttbýlisbúa. Sömu sögu er að
segja úr nágrenni Akureyrar.
Horft til framtíðar
Allt bendir til að eignarhald á
ræktunarlandi og niðurskipan
þess muni breytast verulega á
allra næstu áram. Hætta er á að
þær breytingar verði óafturkræfar
og landið verði tekið úr fram-
leiðslu um alla framtíð. Tími er
kominn til að spyma við fótum og
reyna að hafa áhrif á þróunina.
Fyrst og fremst þarf að meta allt
land eftir gagnsemi þess til rækt-
unar. Ræktanlegt land eða með
öðmm orðum land, sem hentar til
akuryrkju, þarf að skrá. Síðan
þarf að skilgreina það í lögum.
Þar með væri kominn gmnnur að
skipulagðri landnýtingu. Nú þeg-
ar eru í gildi lagaákvæði, sem gefa
hinu opinbera færi á að stjóma
landnotkun og jafnvel taka fram
Freyr 5/2003 - 21 |