Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2003, Síða 23

Freyr - 01.06.2003, Síða 23
Vinnuþörf og vélvæðing sauðfjárbúa - má hagræða? r Iharðnandi viðskiptaum- hverfi undanfarinna ára er líklegt að sauðfjárbændur hafi leitað flestra hefðbundinna leiða innan búa sinna til þess að minnka kostnað við rekstur- inn. Ósennilega er þar því mik- ið meira að vinna, þótt Iengi sé á sparnaði von. Þá má spyrja hvort breyta megi framleiðslu- ferli eða kerfi hans með rekstr- arlegan ávinning í huga. Hér fara á eftir nokkrar hugleiðing- ar um það. VlNNUÞÖRF-KOSTNAÐUR Vitneskja um vinnutíma á sauð- fjárbúum er afar takmörkuð en vinnuskýrslur bænda til Hagþjón- ustu landbúnaðarins, þó fáar séu, gefa nokkra hugmynd um hann.1 Meðfylgjandi mynd (1. mynd) sýn- ir vinnuffamlag á sauðfjárbúunum árið 2001 skipt eftir mánuðum. Álagstímamir em einkum tvennir: fjallskil og fjárrag að hausti en þó ffemur sauðburðurinn sem er í nokkmm sérflokki. Tveir þriðju lilutar vinnutíma sauðfjárbænda fara til hirðingar fjárins; einungis 16% vinnutímans fara til fóður- ræktunar og fóðuröflunar. Hey- skapurinn sker sig á hinn bóginn vart lengur úr sem mikill álagstími. I búskapnum er bundið fjármagn. Fastafé sauðfjárbúanna samkvæmt efhahagsreikningi skiptist einkum í þrennt, eins og 2. mynd sýnir: úti- hús, vélar og bústofn. Vélamar em þriðjungur fastafjár sauðfjárbúanna og megin hluti vélaflotans er til vegna fóðuröflunarinnar, sem þó tekur aðeins einn sjötta vinnutím- ans á búunum. Takmarkað skýrslu- hald um notkun dráttarvélanna, sjá 3. mynd, staðfestir þetta. Af meðal- notkunartíma dráttarvéla á fimm sauðfjárbúum árið 2001, sem var um 760 klst, fór 74% til fóðuröfl- unarinnar. Afgangurinn er líklega að mestu leyti rúlluflutningar á innistöðutíma fjárins. Kostnaður við fóðuröflun virð- ist vera áþekkur á sauðfjár- og kúabúum; um það bil 8 kr. á FE, að vinnu frátalinni.2 Athygli vekur þó að breytilegi kostnaðurinn (hér rekstur búvéla, áburður og sáð- vörur) er nær 50% meiri á sauð- fjárbúunum. Margt getur sjálfsagt haft áhrif á samanburðinn, en spyrja þarf hvað mismuninum veldur: Uppskerumunur? Beiti- ræktin? Nýting vélannna? Meðalstærð túna á sauðfjárbúum búreikninga var 30 ha árið 2001. Tún kúabúanna voru 44 ha að með- altali. Munar þar um 47%. Munur- eftir Bjarna Guðmundsson, Land- búnaðar- háskólanum á Hvanneyri inn er þó meiri sé miðað við metna heyuppskeru, eða ríflega 80%. Möguleikar sauðfjárbúanna til þess að nýta betur a.m.k. fastakostnað búvélanna er því minni en kúabú- anna. Margir sauöfjárbændur hafa sjálfsagt mætt þessum mun með skipulagi vélakaupanna og lagað vélaflotann að viðfangsefnum búa sinna í þeim mæli sem gerlegt er. Hagkvæm vélvæðing byggist á því að verkin, sem hverri vél er ætl- c ■ro E « m c c > mánuður ■ Annað ■ Fóðuröflun □ Hirðing 1. mynd: Vinna á sauðfjárbúum um ársins hring (skv. Ársskýrslu Hagþjón- ustu landbúnaóarins 2001). Freyr 5/2003 - 23 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.