Freyr - 01.06.2003, Síða 28
Túnvingull
Blöð túnvinguls (2. mynd) eru
fíngerð og mjúk viðkomu. Þau eru
tvenns konar, blöðin á stráinu eru
flöt en stofnblöðin mjó og uppvaf-
in. Stráið er fremur gróft og punt-
2. mynd Túnvingull. (Ágúst H. Bjarna-
son og Eggert Pétursson, 1983).
urinn gráleitur að lit en brúnn á
sumum yrkjum. Túnvingull er
meðalgras á hæð og er þurrkþoln-
ari en flest túngrös og er því oft
áberandi þar sem jarðvegur er
sendinn og þurrksækinn. Hann
hefur öflugt rótarkerfi og nær því
að safna næringarefnum úr dýpri
lögum. Túnvingull er frostþolinn
og sæmilega svellþolinn.
Túnvingull finnst í túnum um allt
land en yfirleitt er ekki mikið af
honum nema þar sem jarðvegur er
mjög þurr og sendinn. Þar til fyrir
nokkrum ámm var hann oft notaður
í grasfræblöndur en hlutdeild hans í
þeim var lítil og oft vom notuð yrki
sem ekki em harðger. Túnvingull í
túnum er því ýmist náttúmlegur eða
tilkominn með sáningu.
Túnvingull getur líkt og hálín-
gresi skilað töluverðri uppskem
og gefur heldur meiri endurvöxt
en vallarfoxgras. Túnvingull gef-
ur frekar slakt fóður.
Snarrótarpuntur
Snarrótarpuntur (3. mynd) er
hrjúfur viðkomu enda blöðin með
snörpum rákum á yfirborði. Hann
getur orðið nokkuð hávaxinn.
Punturinn er stór og fallegur, oft
silfurlitaður en getur einnig verið
ljós að lit. Snarrótarpuntur mynd-
ar smáþúfur eða toppa í túnum
sem gera þau óslétt nema þar sem
hann er nánast eina tegundin.
Hann þolir svell flestum tegund-
um betur og frost sæmilega. Hann
þolir einnig beit ágætlega og nýt-
ur þess að vera ekki eins lystugur
og önnur grös og skepnur sneiða
því hjá honum ef þær hafa annað.
Snarrótarpuntur er algengur í
túnum víða um land, þó er mjög
lítið af honum í austanverðri
Rangárvallasýslu og Skaftafells-
sýslunum báðum og norðanverð-
um Vestijörðum. Þá getur verið lít-
ið af honum á afmörkuðum svæð-
um í öðrum landshlutum. Hann er
mjög algengur í dölum og áreyrum
á Norður-, Austur- og Vesturlandi.
Ennfremur á vesturhluta Suður-
lands. Hlutdeild snarrótarpunts í
túnum eykst með aukinni hæð yfír
sjó, a.m.k. upp að 200 m. I túnum
sem liggja enn hærra eru vallar-
sveifgras eða fjallasveifgras al-
gengustu tegundimar.
Snarrótarpuntur gefur meiri
uppskeru en túnvingull og hálín-
gresi og endurvöxtur er einnig
heldur meiri en hjá þessum tveim-
ur tegundum. Fóðurgildi snarrótar
er lélegt, sérstaklega seinni hluta
sumars.
Varpasveifgras
Varpasveifgras (4. mynd) er fín-
gert, lágvaxið og ljósgrænna að lit
en flest önnur túngrös. Punturinn
er einnig mjög ljós að lit. Blöðin
em lin og með broti í miðjunni
líkt og blöð vallarsveifgrass. Það
er ýmist einært, tvíært eða fjölært.
Það þolir traðk öðrum grösum
betur og er ríkjandi tegund þar
sem mikið mæðir á túnum eða
3. mynd. Snarrótarpuntur. (Ágúst H.
Bjarnason og Eggert Pétursson,
1983).
128 - Freyr 5/2003