Freyr - 01.06.2003, Síða 31
Vothey í plastklæddum
útistæðum
Inngangur
Heyöflun er mikilvæg undirstaða
hefðbundinnar ffamleiðslu búfjár-
afiirða og skiptir miklu að vel sé
fylgst með nýtingu vinnu, aðfanga
og tilkostnaðar við hana. Ymsir
hafa áhyggjur af plastnotkun við
baggaheyskap, ekki síst í ljósi
væntanlegra reglna um skilagjald á
plastumbúðir. Með stækkandi bú-
um, einkum kúabúum, verða rúll-
umar eða ferbaggamir margir sem
meðhöndla þarf á viku hverri.
Kann þetta tvennt að vera ástæða til
þess að endurmeta vinnubrögð og
aðferðir við heyöflunina.
Hér verður greint frá athugun,
sem gerð var að Helgavatni í
Þverárhlíð sumarið 2002, en hún
er hluti stærra verkefnis um kostn-
að við fóðuröflun, sem unnið er að
á Hvanneyri. Tilgangur athugun-
arinnar á Helgavatni var að:
* að mæla vinnu og afköst við
heyöflunina
* að meta verkun heysins og nýt-
ingu
* að fá hugmynd um vinnu við
gjafir úr stæðunni
* að bera aðferðina saman við
aðrar heyöflunaraðferðir.
Tilhögun gagnasöfnunar
Gagna var aflað með heimsókn-
um að Helgavatni þar sem að-
stæður vom metnar, heysýni tek-
in, heymagn mælt og fylgst með
verkum. Skráningu á vinnutíma
og ýmsum öðrum stærðum önn-
uðust bændur að mestu sjálfir.
Skrifarinn vann úr gögnum og
stillti þeim saman í samráði við
Helgavatnsbændur, þá Pétur og
Vilhjálm Diðrikssyni.
Athugun var gerð á hirðingu og
verkun heys í tveimur útistæðum.
í þeirri fyrri var fyrri sláttar hey
ætlað geldneytum; mest vallar-
sveifgras, snarrótarpunturog vall-
arfoxgras sem var rétt að byrja
skrið. Fyrri stæðan vargerð 10. og
11. júli. 1 þeirri síðari var hreint
rýgresi (grænfóður), slegið 15. ág-
úst en hirt 18. ágúst. Maurasýru
(Prestorp) var blandað í hvort
tveggja heyið, nálægt 3 1 í tonn.
Verklag við heyskap var þannig
að slegið var með sláttuvél með
áföstum „knosara“. Þegar slætti
var lokið hófst múgun en á þeim
tíma hafði visnað nokkuð úr hey-
inu. Ur görðum var heyið hirt með
eftir
Bjarna Guðmundsson,
Landbúnaðar-
háskólanum
á Hvanneyri
ljölhnífavagni (33 hnífar). Vagn-
inn hraðlosaði á steypta stétt
heima við hlöðu þar sem stæðum-
ar vom settar.
Stæðum var þannig komið fýrir
að á þétt og slétt hlað var lagt
gamalt plast (yfirbreiðsla stæðu
1. mynd: Heykvísl með vökvastýrðu baki (spjaldi) er notuð til þess að bera
upp I stæðuna og jafna heyinu í hana. Dráttarvélin þjappar heyinu saman
um leið.
Freyr 5/2003 - 31 |