Freyr - 01.06.2003, Síða 34
verkun heys í rúllum gerir stakk-
aðferðin skýlausa kröfú um fulln-
aðarfrágang heysins í einni lotu.
Ella geta fóðurskemmdir orðið.
Rúllur, komnar í plasthjúp, þola
örlitla bið áður en þær eru fluttar
heim - þó ekki langa. A álagstim-
um og í afmörkuðu tíðarfari getur
þessi eðlismunur hins vegar orðið
nokkurra peninga virði þegar mik-
ilvæg verk kalla að. Heimakstur
rúllnanna nam ríflega þriðjungi
vinnutímans samkvæmt könnun-
inni frá 1996.
Hvað plastkostnaðinn snertir
var hann fast að helmingi minni,
reiknaður á sama magn þurrefnis,
í stæðunum á Helgavatni en í al-
gengum heyrúllum. Eðli máls
samkvæmt skiptir hér miklu hver-
su yfírborð stakks/rúllu er stórt
Molar
Stefna Finna í málefn-
UM LANDBÚNAÐAR
Þingkosningar voru i Finn-
landi fyrr á árinu og í kjölfar
þess mynduð ríkisstjórn Mið-
flokks, jafnaðarmanna og fleiri
flokka. í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar segir svo um land-
búnað:
* Ríkisstjórnin hefur það að
markmiði að varðveita þrótt
landsbyggðarinnar á sjálfbær-
an hátt. í þvi skyni tryggir rik-
isstjórnin greiðslugetu fjöl-
skyldubúsins, sem og skóg-
ræktar og annarra atvinnu-
greina í dreifbýli.
* Finnland stefnir að því að
hafa áhrif á endurskoðun
styrkjakerfis landbúnaðarins
innan ESB á þá lund aðjafna
aðstöðu svæða með ólík nátt-
úruleg skilyrði innan sam-
bandsins. Finnland keppir að
því að eftir endurskoðunina
verði heildarstuðningur við
miðað við innihaldið. Þama stuðl-
ar góð þjöppun heysins, hvort
heldur er í stæðum eða rúllum,
mjög að hagstæðri nýtingu plasts-
ins og útgjalda við það. Við stæð-
urnar tvær á Helgavatni nam
plastkostnaðurinn einn og sér 9-
13% af breytilegum kostnaði við
heyöflunina. Frávik í plastverði
ríða því ekki „baggamun“ þegar
horft er til heildarframleiðslu-
verðs heysins - en um allt munar
þegar heymagnið er mikið.
Nýting fóðursins úr stökkunum
virtist óaðfínnanleg. Engu fóðri
var hent og allt fullnægði það
gæðakröfum þeirra gripa sem á því
voru fóðraðir. Aðferðin er því sam-
bærileg við verkun heys í rúllum
þegar vandlega er staðið að öllum
verkþáttum beggja aðferðanna.
Athugunin, sem hér hefur verið
sagt frá, skapar ekki grundvöll til
alhliða ályktana. Við hana þarf að
bæta. Hins vegar getur hún ef til
vill hjálpað lesendum við að meta
sínar eigin aðstæður, hugleiði þeir
að breyta vinnubrögðum við hey-
skap sinn og fóðuröflun.
Skrifarinn þakkar Helgavatns-
bændum liðsinni og lipurð við at-
hugun þessa.
Þeir eru fúsir að veita áhuga-
sömurn lesendum frekari upplýs-
ingar um reynslu sína.
11 Daði Már Kristófersson og
Bjarni Guðmundsson 1998. Vinna og
vélakostnaður við heyskap — athugun
á 23 búum. Ráðunautafundur 1998,
bls. 20-29.
finnskan landbúnað a.m.k.
jafn mikill og áður.
* Innlendur stuðningur við land-
búnað í Finnlandi er lífsnauð-
synlegur sem viðbót við
stuðning frá ESB.
(Internationella Perspektiv
nr. 16/2003)
Íbúar ESB andvígir
ERFÐABREYTTUM MAT-
VÆLUM
ESB hefur í fimmta sinn kann-
að hug íbúa sambandsins til
erfðabreyttra matvæla. Niður-
staðan er sú að meirihluti þeirra
er á móti því að nota erfðabætt
hráefni í matvæli.
í rannsókninni var annars veg-
ar könnuð afstaða til erfðatækn-
innar almennt og hins vegar til
erfðabreyttra matvæla. Svörin
sýndu afgerandi mun á þessu
tvennu, þannig að afstaðan var
jákvæð gagnvart notkun á erfða-
tækni í lækningaskyni og til
lyfjagerðar en neikvæð til mat-
vælaframleiðslu.
Spurðir voru 16.500 manns
eða rúmlega 1.100 að meðaltali í
hverju aöildarlandi sambandsins.
(Norsk Landbruk nr. 7/2003).
Banvænt mýbit
í fyrsta sinn I sögunni hefur
það gerst að mýflugur drepi búfé
I Evrópu. Það gerðist á sl. ári en
þýskur bóndi missti þannig fimm
kýr. í ár hefur það einnig gerst
að fjórar kýr drápust eftir mýbit á
býli i Suður-Týról í Ítalíu, en í öll-
um tilfellum blæddi kúnum út eft-
ir stórfellt bit.
Ástæða þessa er rakin til
hinna miklu flóða sem urðu á
meginlandi Evrópu á sl. ári. Mikil
skordýraplága fylgdi í kjölfarið og
þar á meðal komu fram stökk-
breyttar mýflugur sem eru
ónæmar gegn skordýraeitri.
(Bondebaldet nr. 20/2003).
| 34 - Freyr 5/2003