Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2003, Side 37

Freyr - 01.06.2003, Side 37
Fjöldi búa Krónur/innveginn lítra 1. mynd. Dreifing kostnaðar við heyframleiðslu á innlagðan litra. skap og önnur að meiri eða minni hluta. A móti kemur að inn í út- reikningana eru engir vextir teknir. Má svo lengi deila um hvað sé rétt í málinu. Eins tekur túnið ekki neinn þátt í byggingum þó að véla- geymslur gætu komið til greina. Greining kostnaðarliða Samdráttur kostnaðar er sýndur í 2. töflu og en dreifmg heildar- kostnaðar á lítra á 1. mynd. Eins og vænta má er áburðarkostnaður og rekstur dráttarvéla yfirgnæf- andi. Áburðarkostnaðurinn sveiflast afar mikið, á nokkrum búum er enginn áburður skráður en mestu áburðarkaupin eru nær 10 kr. á lítra. Þetta kann að skýrast af birgðabreytingum en við frum- vinnslu reikninganna var allur áburður sem keyptur var að hausti talinn til eignar. Langmestur hluti búanna er þó á þröngu bili. Lægsti Qórðungurinn (15 bú) notaði minna en 3,12 krónur/1 til áburðar- kaupa, en sá fjórðungur búa, sem mestan áburð keypti, notaði 4,55 krónur í þessu skyni. Einstaka bú notaði minna en eina eða meira en 7 krónur/1 til áburðarkaupa. Sáðvara er að jafnaði um 7% af áburðarkostnaði og flest þessara. búa kaupa eitthvert fræ, mörg þó hlutfallslega mjög lítið en hæsta gildi er 1,47 kr/1 og þrjú bú kaupa fræ fyrir meira en 1 kr/1. Nokkur bú kaupa áburð og sáðvörur fyrir eina krónu eða minna en tvö fyrir yfir 7 krónur/1. Rekstrarkostnaði dráttarvéla er skipt milli túns og annarra þátta eftir vinnuskýrslum Hagþjónust- unnar (Ásdís G. Bragadóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir 2002) þannig að túnið tekur á sig 68% en aðrir þættir 32%. Þetta er meðal- talstala en þetta hlutfall er áreiðan- lega mjög breytilegt frá einu búi til annars. Eftir þessari skiptingu er rekstrarkostnaður dráttarvála vegna túna að meðaltali um 3,30 krónur/1, tvö bú nota um 7 krónur/1 en minnst er notuð um 1 kr/1. Vara- hlutir telja lítið, en þó hefur eitt bú hefur keypt varahluti fyrir um eina krónu á lítra. (Mynd 1). Rekstrarvörur eru nær eingöngu gam og plast, og dreifmg þess er nær samhverf. Þrjú bú skera sig úr með að kaupa gam og plast fyrir um 3 kr/1. Flutningur em ekki stór liður, en aðkeypt þjónusta, þar í talin verktakavinna við heyskap, er í einstaka tilfellum umtalsverð. I langflestum tilfellum er hún þó hverfandi en eitt bú greiðir 8 kr/1 fyrir aðkeypta þjónustu, það næst- hæsta um 4 krónur. Afskriftir, með þeim fýrirvara sem getið er um að framan, em að jafnaði um þrír fjórðu breytilegs kostnaðar. Þar er mjög misskipt milli búa eins og munur meðaltals og miðgildis gefur til kynna. Að meðaltali er kostnaðurinn 7,28 kr/1, en helmingur búa notar minna en 6,09 kr/1. Nokkur bú em án afskrifta, þar er þá ömgg- lega engin vél yngri en 6 ára, en fjórðungur búanna afskrifar meira en 10 krónur á hvem lítra innveg- innar mjólkur. Hæsta gildið er rétt undir 20 kr/1. Vinna Almennt færa búreikningabú ekki vinnuskýrslu. í Árskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins er úrvinnsla úr vinnuskýrslum nokk- urra búa sem halda vinnuskýrslur. Þau em sorglega fá, aðeins 7 kúa- bú með greiðslumark upp á um 100.000 lítra að jafnaði. Að jafnaði nota þessi bú 449 vinnustundir á tún og engi og 114 klst. við viðhald véla, væntanlega langmest vegna véla sem tengjast heyskap (Ásdís B. Geirdal og Ingibjörg Sigurðardóttir 2002). Meðalinnlegg búanna 62 er 134 þús. 1 svo að ekki er fjarri lagi að áætla vinnuþörfina um 700 vinnu- stundir. Dagvinnulaun í verðlags- gmndvelli í mjólk 1. nóvember 2001 em 732 krónur/klst. og hey- skapurinn ætti því að greiða kr. 512.400 í laun eða 3,82 krónur á Freyr 5/2003 - 37 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.