Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 2

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 2
Ritfregn Jöklaveröld - Náttúra og mannlíf r t er komin bókin Jökla- veröld - Náttúra og mannlíf en hún fjallar um náttúrufar, sögu jökla, vatna og gróöurlenda í Austur- Skaftafellssýslu. Ritnefnd skip- uðu þeir Helgi Björnsson, jöklafræðingur, formaður, Egill Jónsson, fyrrv. alþingismaður, og Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri. Auk þess eiga hátt í tíu manns efni í bókinni. Jöklaveröld er margslungin bók sem fjallar um víðfeðmt efni. Aust- ur-Skaftafellssýsla og bakvörður hennar, Vatnajökull og skriðjöklar hans, er sögusvið mikilla atburða, þar sem maðurinn hefur mátt sín lítils þegar náttúröflin hafa látið til sín taka. Þar er fyrst að nefna ífam- rás jöklanna í aldanna rás þegar veðurfar kólnaði og hop þeirra þegar aftur hlýnaði. Þessa varð þó ekki aðeins vart með því að land hvarf undir ís, heldur einnig á þann hátt að sjálf sjávarströndin hneig og reis undan fargi jökulsins. JÖKLAVERÖLD NÁTTÚRA OG MANNLÍF Þá hefur eldvirkni á svæðinu sagt til sín. Gos í Öræfajökli lagði Öræfasveit í eyði árið 1362 og aft- ur gaus þar árið 1727. Fyrir einni öld hófst hlýviðris- skeið hér á landi og jafhframt því tími frelsis og efnalegra framfara. Austur-Skaftafellsýsla tók þó hægt við sér. Það tók tíma að koma þar á traustum samgöngum sem eru for- senda margra annarra tæknilegra og efnahagslegra framfara. Um miðja öldina eignaðist sýslan sinn eigin búnaðarráðunaut, Egil Jóns- son, sem átti eftir að leiða öfluga framfarasókn í búskap á svæðinu. Þá átti hann einnig þátt í stórfelldri endurheimt gróðurlendis í sýslunni sem náttúmöflin höfðu sums stað- ar lagt í auðn. Þeirri sögu gerir Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri góð skil í bókinni. Jökullinn mikli, Vatnajökull, hefur dregið að sér athygli jökla- ffæðinga og jarðfræðinga, bæði innlendra og erlendra. Af erlendum ffæðimönnum ber þar hæst nokkra Svía. Vel er greint ffá rannsóknum þeirra á jöklunum og kynnum þeir- ra af íbúum héraðsins. Tveir þeirra segja þar sögu sína, Gunnar Hoppe og Carl Mannerfelt. Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðffæð- ingur, segir frá kynnum sínum af ís og snjó og Sveinn Þ. Sigurðsson, sonur Sigurðar Þórarinssonar, jarð- ffæðings, ritstýrir dagbókarskril'- um föður síns ffá dvöl hans á svæðinu. Em þá enn ótaldar rit- gerðir jarðfræðinganna Jóns Jóns- sonar og Guðmundar Ómars Frið- leifssonar um jarðfræði Austur- Skaftafellssýslu og Vatnajökuls. Þessari glæsilegu bók, Jöklaver- öld, verða ekki gerð nein verðug skil í stuttri umsögn, slíkur ijár- sjóður sem hún er. Höfundar nálg- ast verkefni sitt af djúpri þekkingu og yfirsýn þannig að jafnt lærðir og leikir njóta bókarinnar. Bókin er 408 síður, útgefandi er Bókaútgáfan Skmdda í Reykjavík. M.E. Moli Kúabændum fækkar í Hollandi Kúabændum I Hollandi fækk- aði um 4% á sl. ári (2003). Þeim hefur fækkað um helming sl. 10 ár og eru nú um 25 þúsund. Fjöldi búa stendur hins vegar í stað og er um 1,5 milljón kýr. Meðal bústærð er nú 59 kýr. Þreifingar eru nú í gangi um að sameina tvö stærstu fyrirtæki Hollands í mjólkuriðnaði; Camp- ina og Coberco. Nái sú samein- ing fram að ganga verður til eitt stærsta slíkt fyrirtæki í heimi, með 11 þúsund tonna innvigtun á mjólk. Sameiginlegt mjólkurfyrir- tæki Dana og Svía, Arla, er með 7 þúsund tonna ársinnvigtun. (Bondevennen nr. 36/2004). | 2 - Freyr 9/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.