Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 36
genabankana er safnað gömlum
yrkjum, staðbundnum stofnum,
stökkbreytingum, tilraunalínum
og efnivið sem safnað hefur verið
í söfnunarleiðöngrum. I dag eru
um 370 þúsund innlagnir af byggi
í genabönkum heimsins og mikið
starf felst í því að halda utan um
þennan efnivið og að gera upplýs-
ingar um hann aðgengilegar þeim
sem áhuga hafa.
Kortlagning gena
OG ERFÐABREYTT BYGG
Gríðarlegur árangur hefur
náðst í því að kortleggja erfða-
eiginleika byggs á síðustu árum.
Þama hafa nýjungar í sameinda-
líffræði gegnt lykilhlutverki þar
sem nú er hægt á tiltölulega ein-
faldan hátt að staðsetja ákveðna
eiginleika í erfðamenginu og
velja fyrir þeim í kynbótum.
Þannig er hægt að velja fyrir ein-
földum eiginleikum en ennþá er
erfitt að velja fyrir flóknari eigin-
leikum sem stjórnast af mörgum
genum. Nokkur kynbótafyritæki
notfæa sér þessa nýju tækni og
nota svökölluð erfðamörk við úr-
val úr efnivið sínum (Marker
Assisted Selection -MAS) til
þess að staðfesta að ákveðnir eig-
inleikar séu fyrir hendi. Það get-
ur einfaldað mjög úrval þar sem
valið er á grunni arfgerðar
plantnanna en ekki svipgerðar
þeirra. Þetta er einkum hentugt
varðandi úrval fyrir eiginleikum
sem geta verið duldir vegna um-
hverfisáhrifa. Mikil vinna er
ennfremur unnin við genaklónun
í byggi en það er flóknara en
fljótlega ætti þó að verða hægt að
klóna einstök gen og færa þau á
milli plantna á tiltölulega ein-
faldan hátt.
Umræður um erfðabreytt bygg
voru ekki fyrirferðamiklar á ráð-
stefnunni. Þetta má líklega rekja
til þess að almenn andstaða er við
notkun erfðabreytts byggs til
matvælaframleiðslu í Evrópu og
stórfyrirtæki vestanhafs hafa ekki
sýnt byggi sama áhuga og maís
og hveiti. Við fylkisháskólann í
Washington er þó unnið töluvert
með erfðabreytt bygg, einkum til
að bæta sjúkdómaþol þess og
einnig til að bæta næringargildi
þess fyrir alifugla. Bygg er því
marki brennt að það hentar illa
sem kjúklingafóður þar sem
kjúklingar hafa ekki meltinar-
hvata sem þarf til að brjóta niður
íjölsykrur (beta-glucan) í fræ-
himnu komsins. Þetta dregur úr
næringamámi í þörmum kjúk-
linganna og þar með úr vaxtar-
hraða þeirra. Með því að færa í
bygg gen úr Bacillus gerlum hef-
ur tekist að gera bygg jafngott
kjúklingafóður og maís/soja-
bauna fóður sem notað er við ali-
fuglaframleiðslu.
Maltgerð og bruggun
Sem fyrr sagði fer um 20% af
heimsframleiðslu byggs til bjór-
gerðar. Mikið veltur á því að
bygg, sem ætlað er til bjórgerðar,
hafi rétta eiginleika og í bygg-
kynbótum er víða lögð mikil áher-
sla á þá eiginleika. Sem dæmi um
eiginleika, sem gott maltbygg þarf
að búa yfír, em: Jöfn og góð spír-
un (yfir 95%), 9-11% próteininni-
hald, jöfn komstærð, lágt innihald
af Beta-glucan, hæfdeg hvata-
virkni og mikil gerjunarhæfni.
Þessir þættir ráðast af yrkjavali og
umhverfisaðstæðum á ræktunar-
stað. Mikil vinna hefur verið lögð
í að þróa mælingar og aðferðir til
að meta hversu vel bygg hentar til
bruggunar og hvemig það muni
haga sér í bruggferlinu. Tvö mis-
munandi yrki, sem uppfylla allar
þær kröfur sem nefndar vora að
ofan, geta verið mjög ólík til
braggunar og því þurfa öll yrki,
sem skrá á sem maltbygg í Evr-
ópu, að fara í gegnum braggtil-
raunir. En það er ekki bara bjór
sem unnin er úr byggi. Skoska
viskýrannsóknarstofnunin hefur
verið í samstarfi við komkynbóta-
menn til þess að ná framföram í
byggi til Viskýframleiðslu. I þeim
kynbótum er megináherslan á
áfengisuppskera byggsins (alco-
hol yield). Þetta er býsna mikil-
vægt þar sem útflutningstekjur af
skosku viský nema um 25 millj-
örðum króna árlega.
Bygg til fæðu og fóðurs
Bygg hefur fengið vaxandi
vægi í umræðunni um heilsu-
fæðu. í Asíu er löng hefð fyrir
notkun byggs til matargerðar en á
Vesturlöndum hefur sú notkun
minnkað frá þvi sem var fyrr á
tímum. Bygg inniheldur hin
sömu næringarefni og aðrar kom-
tegundir en auk þeirra ýmis líf-
eðlisfræðilega virk efni. Einn
ókostur byggs hefur verið mikið
innihald af phytic sýra sem er um
65% af heildarpróteini í byggi.
Phytic sýra nýtist illa í meltingar-
kerfi einmagadýra en til era arf-
gerðir með lágt innihald af sýr-
unni sem nýst gætu til kynbóta á
byggi til manneldis. Hin hefð-
bundna notkun á byggi á Vestur-
löndum hefur verið í súpur og
grauta og sem meðlæti i stað hrís-
grjóna en einnig hefur það verið
notað í bakstur, t.d. á hrökk-
brauði. Rannsóknir hafa sýnt að
neysla byggs getur dregið úr
hjartasjúkdómum með lækkun
kólesteróls í blóði. Bygg veitir
einnig viðnám gegn miklum
sveiflum í blóðsykri og getur
þannig haft fyrirbyggjandi áhrif
gegn áunninni sykursýki. Það
sem kannski er athyglisverðast
við bygg til manneldis era hin líf-
eðlisfræðilega virku efni sem
bygg inniheldur, s.s. tocol efni,
beta-glucanar og proanthocyanið-
ar. Tocol-efni era E-vítamín sem
finnast í nokkram gerðum í byggi
og eru þekkt andoxunarefni.
136 - Freyr 9/2004