Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 16
Fjöldi riðuhjarða 1986-1994
svæðinu á Mið-Norðurlandi og
bæir voru hafðir ijárlausir í 1-3 ár
áður en fé var flutt þangað frá
riðufríum svæðum, einkum Vest-
ijörðum. Eigi að síður kom riða
upp að nýju 2-4 árum síðar á all-
mörgum bæjum (1). Á síðustu ár-
um hefur riða jafnvel komið upp á
bæjum sem hafa verið riðufríir í
18 ár, þar sem ekki hefur tekist að
rekja það til óleyfílegra flutninga
á fé eða heyi eða tækjum eða sam-
gangs við riðufé. Eitt mesta áfall-
ið var þó þegar riða greindist fyrir
tveimur árum sunnanlands í
Hrunamannahreppi, en þar hafði
riða ekki fundist í tæpan áratug.
Paul Brown, sem er einn af
frumkvöðlum í rannsóknum á Prí-
onsjúkdómum, gerði athyglis-
verða tilraun til að prófa hvað
smitefni riðu gæti haldið lengi
virkni sinni í jarðvegi.. Hann gróf
sýni úr heilum riðusýktra hamstra,
i garði sinum og gróf þau upp eft-
ir 3 ár og tókst í smittilraunum að
sýna fram á að smitefnið var enn
virkt (5). Hann taldi í samtal-
i við höfund þessarar greinar, sem
skýrði honum frá reynslu okkar
með riðu ekkert ólíklegt að smit-
efni riðu gæti haldist virkt í um-
hverfinu í 18 ár. Nú stendur uppá
einhvem að gera sambærilega til-
raun en lengri með smitefni riðu
en það verður að vera yngri mað-
ur en sá er þetta ritar.
Baráttan við riðu
Eins og áður getur var allt fé á
riðusvæðinu á Mið-Norðurlandi
fellt á fimmta áratug fyrri aldar í
tengslum við aðgerðir sem gerðar
vom til að útrýma karakúlpestun-
um, einkum þurramæði, votamæði
og visnu. Jafnframt var landinu
skipt í 36 vamarhólf, sem hafa
nýst vel eftir að sértækar aðgerðir
vom teknar upp til að útrýma riðu.
Það tókst að útrýma ofangreindum
veimsjúkdómum en þó ekki að
fullu fyrr en árið 1965. Riða kom
hins vegar aftur upp á Mið-Norð-
urlandi þrátt fyrir að bæir þar væm
ijárlausir í 1-3 ár. Arið 1957, eða
skömmu eftir að veikin fór að stin-
ga sér niður á bæjum fjarri Mið-
Norðurlandi, vom settar reglur
sem m.a. heimiluðu niðurskurð
alls flár á bæjum þar sem riða olli
vemlegu tjóni, auk þess að banna
sölu eða flutning ljár frá riðubæj-
um, en þeim mun ekki hafa verið
fylgt stranglega eftir (1). Arið
1978 voru reglur hertar enn frek-
ar og sama gerðist 1985, en sam-
kvæmt þeim urðu bæir, þar sem
skorið var niður, að vera fjárlausir
í a.m.k. tvö ár, áður en flutt var fé
á þá frá þeim vamahólfúm þar sem
riðu hefur aldrei orðið vart. Þessi
tími hefúr síðar verið lengdur upp
í þrjú og í einstaka tilvikum í
fimm ár.
Fjöldl riöuhjaröa 1994-2003
15 10 • 5 •
n n
i—i i—i , , i—i
1994 1995 1996 1997 1998 1 999 2000 2001 2002 2003 Áf
116 - Freyr 9/2004