Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 18

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 18
umræðunni þegar litið er árangur þeirra hertu aðgerða sem hófust 1985, er að fé hefur fækkað veru- lega á landinu. Fjöldi ásetnings- fjár var 709.257 um ármótin 1985- 1986 en var kominn niður í 467.567 um áramótin 2002-2003. Einnig ber að hafa í huga að hlut- fallslega meiri fækkun hefur ver- ið, a.m.k. tímabundið, þar sem mest hefur verið skorið niður, þ.e. á Norðurlandi þar sem riða hefur lengst verið landlæg. Umræða og ályktanir Það verður að telja mjög líklegt að riða hafi borist til landsins fyr- ir 126 árum og verið landlæg á Mið-Norðurlandi um 70 ára skeið áður en hún fór að berast til ann- arra landsvæða. Útbreiðsla hennar náði hámarki um miðjan níunda áratuginn. Eftir að aðgerðir gegn riðu voru hertar árið 1985 hefur riðuhjörðum fækkað verulega. Rétt er þó að hafa í huga við mat á því hversu mjög ásetningsfé hef- ur fækkað í landinu ekki aðeins vegna riðuniðurskurðar heldur einnig vegna þeirra stefnu stjóm- valda að draga úr sauðfjárbúskap. Sú fækkun hefiir vafalítið verið hlutfallslega meiri á þeim svæð- um þar sem riða hefur verið land- læg lengst a.m.k. tímabundið og mest var skorið niður. Það kemur glöggt fram að eftir verulega fækkun tvívegis á tímabilinu 1986- 2003, þ.e. í tvær hjarðir 1992 og eina hjörð 2001, fer riðu- hjörðum fjölgandi á ný. Þannig virðist ljóst að það ætlar að reyn- ast erfítt að vinna algjörleg bug á riðu hérlendis með þeim aðferð- um sem beitt hefur verið til þessa. Það er því ekki tímabært að fyllast ánægju með árangurinn. Einkum og sér í lagi hlýtur það að teljast verulegur afturkippur að riða skuli á síðustu þremur ámm vera að kom upp í sveitum í Amessýslu sem hafa verið riðufríar í tæplega 10-20 ár. Vandinn sem við er að glíma er margs háttar. Fyrst skal telja hið ótrúlega þolna smitefni sem virðist geta haldist í umhverf- inu í allt að tvo áratugi. I annan stað skal minnt á nýlegar rann- sóknir okkar sem sýna að allt að 58% af einkennalausu fé í riðu- sýktum hjörðum getur verið smit- að og borið smitið í allmörg ár áð- ur en einkenni riðu koma fram. Sú niðurstaða undirstrikar að það var mjög skynsamleg ákvörðun að skera þær hjarðir alveg sem riða kemur fram i þó að það sé að jafn- aði ekki nema ein kind sem grein- ist með riðu. Það hefur lengi verið skoðun þess sem þetta ritar að nýta beri niðurstöður arfgerðagreininga og rannsókna á heilbrigðum smitber- um til að rækta upp fé sem er með mótstöðu gegn riðu. Þar sem þær arfgerðir eru tiltölulega sjaldgæf- ar þarf nokkurn tíma til að fá nægilega stóran Jjárstofn til að setja á bœi þar sem skorið yrði niður. Það skal tekið fram að hér er ekki verið að leggja til að hœtta við þœr aðferðir í baráttunni gegn riðu sem hafa verið í gildi síðan 1985 og Sigurður Sigurðarson starfsmaður yfirdýrlœknisembætt- isins hefur fylgt eftir að mikilli eljusemi, heldur að beita rœktun jjár með mótstöðu gegn riðu sam- hlióa niðurskurði og öðrum regl- um sem hafa verið í gildi. Þess skal að lokum getið að ýmsar þjóðir hafa þegar tekið upp þá stefnu að rækta upp fé með mót- stöðu gegn riðu í því skyni að út- iýma sjúkdómnum. Hollendingar riðu á vaðið fyrir jjórum ánim og síðan hafa Englendingar, Frakkar og Þjóðverjar fylgt í kjölfarið (let- urbreyting höfundar). Að lokum skal vikið að spum- ingunni hvort riða í sauðfé kunni að geta borist í fólk og valdið Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi. Eins og kunnugt er þá hníga að því sterk rök að afbrigði af Creutz- feldt-Jakob sjúkdómi kunni að mega rekja til þess að kúariða hafí borist í fólk. Og nýverið hafa menn verið að velta að nýju þeirri spumingu fyrir sér hvort riða í sauðfé kunni að geta borist í fólk. Það kemur ekki heim við rann- sóknir okkar á Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi hérlendis. Við höfum fylgst með þessum sjúkdómi hér- lendis um ríflega 40 ára skeið og aðeins greint ljögur tilfelli til þessa sem svarar til árlegrar dán- artiðni um það bil 0,4 á milljón íbúa (Guðmundur Georgsson o.fl. óbirtar niðurstöður), sem er við lægri mörk þess sem finnst í flest- um löndum. Víða er árleg dánar- tiðni að jafnaði helmingi hærri eða eitt dauðsfall á hverja milljón íbúa. Vegna þess hve sauðfjárriða hefur verið landlæg hérlendis lengi og náð mikilli útbreiðslu og vegna neysluvenja, væri þess að vænta að tíðnin væri hærri hér- lendis ef sauðfjárriða gæti borist í fólk og í annan stað að fram kæmu afbrigðileg form af sjúk- dómnum, en svo er ekki. Hvað kúariðu varðar hefur hún ekki gre- inst við skimun sem gerð hefur verið hérlendis í nokkur ár. Við getum jafnvel vænst þess að hún komi ekki fram hérlendis. Það ber að þakka framsýni Páls Agnars Pálssonar, yfírdýralæknis, sem bannaði innflutning á kjöt- og beinamjöli 1968 og komst síðan að samkomulagi við forstöðu- menn kjötmjölsverksmiðja 1978 um bann við notkun kjöt- og beinamjöls í fóður jórturdýra. Hvatinn að því banni var að hon- um tókst í smittilraunum með blóði úr riðufé að smita ósýkt fé. (Páll Agnar Pálsson, persónulegar upplýsingar). Þakkir Höfundur stendur í þakkarskuld við marga, en fyrst skalt telja 118 - Freyr 9/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.