Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 6
Bændur á námskeiði i tilraunastöðinni i Upernaviarsuq.
um en þar eru þó mörkin ekki lög-
gild.
Hvernig er háttað mermtun
grœnlenskra Jjárbænda?
A tilraunastöðinni í Upernavi-
arsuk er vísir að bændaskóla og
þar liafa verið allt upp í 10 nem-
endur í einu þegar flest hefur ver-
ið. Einn hluti námsins er árs
námsdvöl á íslensku sauðfjárbúi.
Það hefur komið þeim að góðu
gagni og má segja að meginhluti
grænlenskra ijárbænda í dag hef-
ur verið í starfsþjálfun hér á landi.
Gísli heitinn Kristjánsson ritstjóri
Freys hafði lengi vel milligöngu
um að koma þeim fyrir á góðum
og þekktum sauðijárræktarbúum.
Þar má nefna Lækjamót í Vestur-
Húnavatnssýslu og Hest og Gils-
bakka í Borgarfírði en á seinni ár-
um hafa margir þeirra verið á
bæjum í Norður-Þingeyjarsýslu,
svo sem á Syðra-Alandi, Gunn-
arsstöðum, Leirhöfn og á Sauða-
nesi.
Grænlenskt sauðfé
Grænlenski jjárstofninn?
Grænlenski ijárstofninn í dag er
kominn út af 168 veturgömlum
ám og 5 hrútum, sem keyptar voru
árið 1915 til nýstofnaðs fjárrækt-
arbús í Julianehaab úr Húnavatns-
og Skagaijarðarsýslum. Linde-
man Walsö, danskur maður, var
fyrsti forstöðumaður ijárræktar-
búsins og er talinn faðir græn-
lenskrar sauðijárræktar og Sigurð-
ur Sigurðsson, þá skólastjóri á
Hólum en síðar búnaðarmála-
stjóri, höfðu veg og vanda af þess-
um ijárkaupum. Það er dálítið
merkilegt að Sigurður tekur fram í
skýrslu um kaupin að æmar hafi
verið stórar og harðgerðar og ekki
verið af kynbættum stofni en hrút-
amir aftur á móti af kynbættum og
eftirsóttum stofni. Þetta kemur
heim og saman við kynni mín af
grænlenska fénu enda hefur það
mátt búa við harðan kost og
óblíða náttúm og aðeins það hæf-
asta hefur lifað af.
Hvernig er þetta grœnlenska fé
i dag borið saman við íslenskt fé?
Vaxtarlagið er gjörólíkt enda til-
tölulega lítið sinnt að bæta það
ennþá. Grænlenska féð er háfætt
og þunnvaxið með afar skarpan
herðakamb, klofið yfirleitt illa
holdfyllt og vöðvar í skönkum og
baki þunnir og langir. Hins vegar
held ég að það búi yfir mörgum
kostum íslenska fjárins svo sem
eðlislægri frjósemi og litlum fóst-
urdauða, mjólkurlagni og mikilli
vaxtargetu. I stofninum er að
finna bæði hymt og kollótt fé og
sömu sauðaliti og hér en forystu-
eiginleikar fyrirfinnast ömgglega
ekki í stofninum.
16 - Freyr 9/2004