Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 13

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 13
Komræktin er spennandi nýj- ung í búskapnum en ýmislegt þarf að hafa í huga varðandi framtíðarskipulag hennar. M.a. þarf að huga að langtímaræktun- aröryggi og meta hagkvæmni hennar á viðkomandi búi til lengri tíma. Leggja verður áher- slu á að ná niður kostnaði, eink- um við þurrkunina, og draga sem mest úr handavinnu við verkun og gjafir komsins. Huga verður að afsetningu umframkorns og mikilvægt að þingeyskir bændur sem og aðrir bændur taki sig saman um sölu á umframkomi til fóðurgerðar. Þar liggja framtíð- armöguleikar kornræktarinnar því að nóg er að góðu landi til ræktunar og þekkingin og áhug- inn fyrir hendi. Ekki er því ann- að fyrirsjáanlegt en að komrækt- in í Þingeyjarsýslum muni vaxa og dafna á komandi árum. Jónatan Hermannsson tilraunastjóri á RALA og Asmund Björnstad frá Land- búnaðarháskólanum i Ási i Noregi ræðast við í tilrauninni í Grundargili 2004. (Mynd: Ingvar Björnsson). Moli Alþjóða viðskiptastofn- UNIN LÆTUR GERA ÚTTEKT Á ÖRYGGIERFÐABREYTTRA MATVÆLA Viðskiptastríðið milli Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins hefur tekið nýja stefnu, ESB í hag. Áður en Alþjóða viðskipta- stofnunin tekur afstöðu í deilunni eiga sérfræðingar að gefa álits- gerð um öryggi erfðabreyttra matvæla. Þar með frestast það um marga mánuði að WTO taki afstöðu í málinu. Litið er á þessa ákvörðun WTO sem viðurkenningu á því sjónarmiði ESB að öryggi mat- væla eigi að skipta máli í af- greiðslu málsins, en stofnunin hefur nú um árs skeið verið að leggja mat á “minnisblað” (gen- moratorium) ESB um erfðabreytt matvæli. Bandaríkin, Kanada og Arg- entína lögðu í ágúst árið 2003 fram kæru fyrir úrskurðardóm- stóli WTO um viðskiptadeilur til að þvinga ESB til að aflétta innflutningsbanni á erfðabreytt- um matvælum. Sérfræðiráð WTO samþykkti hins vegar ný- lega að fram fari vísindaleg rannsókn á málinu. Þessi nið- urstaða er vonbrigði fyrir Bandaríkin. Þau telja að slík rannsókn sé út í loftið þar sem deilan sé fyrst og fremst lög- fræðilegs eðlis. ESB telur hins vegar að sjónarmið umhverfis- nefndar og matvælaöryggis komi til álita, ásamt viðskipta- sjónarmiðum. Bandaríkin líta á þessa deilu við ESB um erfðabreytt mat- væli sem aðför að viðskipta- hagsmunum sínum en auk þess vilja þau losna við hinar ströngu reglur um merkingu erfðabreyttra matvæla og um leit að þeim í verslunarvörunni sem ESB kom á á sl. ári. Bandarískur matvælaiðnaður hefur árum saman krafist þess að ríkisstjórnin beiti ESB hörku með því að leggja málið fyrir WTO og fari þar fram á að inn- flutningsreglur ESB verði af- numdar, en í Bandaríkjunum eru engar reglur til um merk- ingu erfðabreyttra matvæla. ESB bendir hins vegar á að þessar kærur séu óþarfar þar sem á yfirstandandi ári, 2004, hafi sambandið sett sér reglur um viðskipti með erfðabreytt matvæli. Bandaríkin telja hins vegar þær reglur ófullnægjandi. (Landsbygdens Folk nr 38/2004) Freyr 9/2004 -131

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.