Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 12

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 12
Unnið að uppsetningu á færaniegum kornþurrkara. (Mynd: Marteinn Gunn- arsson). 2001, sem brennir olíu, og er hann rekinn af einkahlutafélaginu Þurrki ehf. en að félaginu standa 13 hluthafar. Auk þessa þurrkara er 20 rúmmetra þurrkari staðsettur á Kviabóli i Köldukinn og er þingeyskt kom þurrkað jöfnum höndum í þessum þurrkurum á meðan á uppskerustörfum stend- ur. Yfír 90% af þingeysku komi hefur verið þurrkað síðan haustið 2000. Kostnaði við þurrkun er deilt jafnt út á þurrkað kíló koms þannig að bændur sem staðsettir eru á lakari svæðum, þar sem komið er blautara, gjalda þess ekki. Þrátt fyrir að þreskivélin sé í einkaeign er gjaldskráin og skipulag þreskingarinnar ákveðin í nokkm samráði við komræktar- félagið. Þreskingin er skipulögð eftir þroska komsins og reynt að fara tvær umferðir á svæðinu til þess að hægt sé að geyma þá akra sem ekki eru þreskingarhæfír. Þegar kemur að þreskingu era Korntilraunir uppskornar á Kviabóli haustið 2003. (Mynd: Ingvar Björnsson). vagnar samnýttir þannig að hægt er að halda ljárfestingarkostnaði í lágmarki. Fullar fötur korns Rannsóknastofnun landbúnað- arins hefúr lagt út komræktartil- raunir í S-Þingeyjarsýslu. Fyrsta tilraunin var lögð út í Staumnesi í Aðaldal vorið 1999. Uppskera varð mjög góð í Staumnesi og bar tilraunin af öðram, ásamt tilraun- inni í Vindheimum í Skagafírði, það árið. Gerðist það i fyrsta sinn að tilraunafötumar sem tóku við kominu úr þreskivélinni fylltust. Aftur var lögð út tilraun í Straum- nesi árið 2000 og mættu starfs- menn RALA um haustið með nýj- ar og stærri fötur! Hlé varð síðan á tilraunastarfssemi þar til lögð var út tilraun á Kvíabóli í Köldu- kinn sumarið 2003 og reyndist hún sjötta uppskeramesta tilraun- in í sögu komtilrauna RALA að og meðaluppskeran 5,5 tonn af þurrefni á hektara. Vorið 2004 var síðan lögð út tilraun i Grandargili í Reykjadal. Fram til haustsins 2004 höfðu hinar nýju og stærri fötur dugað en svo fór í Grandar- gili að sexraða kynbótalínan Skúmur úr smiðju Jónatans Her- mannssonar fyllti fötumar svo út úr flóði. Reyndist tilraunin í Grandargili lang uppskeramesta komtilraun sem slegin hefúr verið á Islandi. Nýir landvinningar Uppgangurinn í komrækt Þing- eyinga virðist halda áfram og sí- fellt bætast nýjar sveitir og nýir bændur í hópinn. Nú hefúr rækt- unin breiðst norður og austur í N- Þingeyjarsýslu. Sumarið 2004 var korn ræktað til þroska í Kelduhverfi og tvö síðastliðin sumur hefúr kom verið ræktað með ágætum árangri á bæjunum Laxárdal og Gunnarsstöðum í Þistilfirði. [ 12 - Freyr 9/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.