Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.2004, Blaðsíða 17
Árangur þessara hertu aögerða er sýndur í súluriti 1. Þar sést að riðuhjörðum fækkaði frá ári til árs fram til 1992, en þá fundust ein- ungis tvær sýktar hjarðir. Menn fýlltust bjartsýni á að sigur væri að vinnast. En á næstu árum fjölg- aði sýktum hjörðum á ný sem sló á þá bjartsýni og þótti höfúndi þessarar greinar einsýnt að taka yrði upp fleiri aðferðir í baráttunni gegn riðu. Um þessar mundir voru að birtast fýrstu niðurstöður rann- sókna á arfgerðum príon-gensins í bresku fé, sem sýndu glöggt fram á að næmi fýrir riðusmiti tengdist ákveðnum arfgerðum, og var m.a. sýnt fram á að ákveðin arfgerð tengdist mótstöðu gegn riðu. Okk- ur á Tilraunastöðinni tókst að fá til liðs við okkur ágætan og reyndan sameindalíffræðing, sem hafði áhuga á þessu viðfangsefni. Nið- urstöður hennar og samstarfs- manna voru um margt áhugaverð- ar en mestu skipti að sýnt var fram á að tvær arfgerðir í íslensku fé hefði mótstöðu gegn riðu, þ.e. riða hafði aldrei greinst hjá fé með þær arfgerðir (6). Þessar niður- stöður gáfu til kynna að nýta mætti kynbætur til að útrýma riðu (7). Til þessa hefúr þó ekki verið farið að þessum ráðum. Raunar gerði yfírdýralæknir þá góðu og gildu athugasemd að með því rækta upp fé með mótstöðu kynn- um við rækta upp heilbrigða smit- bera. Við brugðumst við með því að rannsaka eina litla riðusýkta hjörð, þar sem 5 af 65 kindum voru með riðu. Leitað var að smiti í mænukylfu með nokkrum að- ferðum, en þar koma veQa- skemmdir fyrst fram. Smit fannst ekki í neinni kind sem var með vemdandi arfgerð en í öllum 5 kindunum, sem vom með riðu, og í 41,7% af þeim 60 kindum sem sýndu ekki nein sjúkdómsein- kenni. I öllum tilvikum vom það kindur sem vom með næmar arf- gerðir (8). En þar eð nýverið hefur verið sýnt fram á að riðusmit berst í ei- tilvef áður en það fínnst í heila bættum við við könnun á tveimur litlum riðuhjörðum í viðbót, 68 í hjörð A og 50 í hjörð B. í hjörð A var ein kind með ótvíræða riðu en tvær í hjörð B. I þessari rannsókn lögðum við megináherslu á leit að smitefni í eitilvef, þ.e. hálskirtl- um, hálseitlum, hengiseitlum, ei- tilvef í dausgöm og milta, auk heila, og bámm saman við arf- gerðir. I hjörð A fengust nákvæm- ar upplýsingar svo að unnt var að rekja saman aldur og arfgerð við niðurstöður könnunar á smitefni. I þessari hjörð greindist smit í eitil- vef í 58,3% þeirra einkennalausu en ekkert smit fannst í heila. Arf- gerðagreining leiddi í ljós að féð var nær einvörðungu, þ.e. 94%, með arfgerð, sem má flokka sem hlutlausa, (þ.e. millistig milli áhættu- og vemdandi arfgerðar hvað næmi fýrir smiti varðar), tvær kindur vom með áhættuarf- gerð og tvær með vemdandi arf- gerð. Vegna þessa fengust ekki nema mjög takmarkaðar upplýs- ingar um vemdandi arfgerðir, en þær vom þó í samræmi við fyrri athuganir að hvomg var með riðu og í hvomgri fannst smitefnið. Það var athyglisvert að á þessum bæ hafði riða greinst síðast fyrir 18 ámm. Annað forvitnilegt var að við greindum smitefnið í eitil- vef í lömbum og allt að 7 vetra gömlu fé en ekki í heila í neinni kind. Það að frnna það í lömbum undirstrikar hversu lengi fé getur gengið með smit án þess að sýna riðueinkenni, en riða kemur sjaldnast fram fýrr en í 2ja-3ja vetra gömlu fé. Hvað elsta smit- aða féð varðar, þ.e. 6-7 vetra, sem var með hlutlausa arfgerð, má túlka það sem vísbendingu um að hlutlausa arfgerðin tefji fyrir því að smit berist í heila og þar með að riða komi fram. Hjörð B taldi 50 fjár og vom tvær kindur með riðu. Smit fannst í eitilvef í 35% af þeim einkennalausu, en eins og í fyrri hjörðinni fannst það ekki í heila. Hér skorti upplýsingar um aldur og einnig til að tengja niður- stöður arfgerðagreiningar við hvert tilfelli. En eins og í hjörð A var hlutlausa arfgerðin ríkjandi, 98% vom af þeirri arfgerð og ein af áhættuarfgerð en engin með verndandi arfgerð (Guðmundur Georgsson o.fl. óbirtar niðurstöð- ur). I súluriti 2 sést fjöldi riðuhjarða á árunum 1994-2003. Þar sést að fjöldi riðuhjarða fer upp í 12 árið 1995. Síðan sést sambærilegt mynstur og í súluriti 1 þó að allt sé á lægri skala. Riðuhjörðum fækkaði frá ári til árs fram til 2001 að aðeins fannst riða í einni hjörð en raunar í sveit sunnanlands sem hafði verið riðufrí í 8 ár, og olli það að sjálfsögðu miklum von- brigðum. En síðan fer riðuhjörð- um aftur að ljölga og vom þær orðnar 5 árið 2003. Á þessu ári hafa þegar greinst 4 riðuhjarðir, sem bendir til þess að þær verði sennilega fleiri í ár en í fýrra. Það sem vekur nokkum ugg er að þrjár þeirra em sunnanlands í sveitum Ámessýslu sem hafa verið riðufrí- ar í allt frá tæpum áratug uppí rif- lega tvo áratugi. Þess ber að geta þegar litið er á fjölda riðuhjarða að ekki er alltaf um riðu á nýjum bæjum að ræða. í nokkuð á ijórða tug tilfella hefur riða verið að koma upp aftur eftir nióurskurð og í sumum tilvikum hefur riða komið upp aftur allt að þrisvar sinnum á sama bæ. Þetta hefur verið mest áberandi á Norð- urlandi þar sem riða hefúr verið viðvarandi hvað lengst og tengist mjög líklega smitmagni í um- hverfi. Annað, sem ber að hafa í huga og lítt hefúr komið fram í Freyr 9/2004 - 17 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.